Vortex Viper eða Meopta ZD?

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
Rúnar
Póstar í umræðu: 4
Póstar:20
Skráður:18 Dec 2012 18:29
Vortex Viper eða Meopta ZD?

Ólesinn póstur af Rúnar » 27 Nov 2013 09:43

Sælir félagar.

Ég er að spá í þessum tveimur riffilsjónaukum og veit ekki hvorn, hafiði einhverja skoðun á þessum tveim?

Vortex Viper PST 6-24x50
http://hlad.is/index.php/netverslun/sjo ... -24x-50mm/

Meopta ZD 3-12x50
http://hlad.is/index.php/netverslun/sjo ... stan-kross./

Ég veit ekki hvort ég muni nota riffilinn meira í pappaskytterí eða veiði.
Kv. Rúnar Guðjónsson
blazzdos@gmail.com
P.S. Tek enga ábyrgð á málfræðivillum. ;)

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 1
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Vortex Viper eða Meopta ZD?

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 27 Nov 2013 16:17

Sæll

Ég valdi Vortex og er ánægður með hann.
Þú setur link á MOA en ég mæli frekar með að velja í þetta MRAD sem er þægilegt fyrir okkur sem hugsa í metrakerfi.
Þú getur kynnt þér þetta betur hér : http://www.vortexoptics.com/product/vor ... le/reticle
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

Rúnar
Póstar í umræðu: 4
Póstar:20
Skráður:18 Dec 2012 18:29

Re: Vortex Viper eða Meopta ZD?

Ólesinn póstur af Rúnar » 27 Nov 2013 16:21

Takk fyrir, hafði ekki spáð í þessu.
Kv. Rúnar Guðjónsson
blazzdos@gmail.com
P.S. Tek enga ábyrgð á málfræðivillum. ;)

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Vortex Viper eða Meopta ZD?

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 28 Nov 2013 00:41

Vortexinn er algjör snilld tær og bjartur notað í byrtu og rökkri og virkar vel :-)
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Vortex Viper eða Meopta ZD?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Nov 2013 07:49

Nú get ég ekki orða bundist lengur og ætla ég að vera leiðinlegur og smámunasamur 8-)

''Ég er að spá í þessum tveimur riffilsjónaukum og veit ekki hvorn, hafiði einhverja skoðun á þessum tveim?" segir Rúnar málshefjandi þessa þráðar.

Það verður að segjast eins og er að þetta er vægast samt slæm íslenska með vitlausum beygingum.

Réttari væri setningin þannig........Ég er að spá í þessa tvo riffilsjónauka og veit ekki hvorn þeirra ég ætti frekar að velja, hafið þið einhverja skoðun á þessum tveimur gerðum?

Góðir félagar vöndum mál okkar hérna inni á þessum góða miðli :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Vortex Viper eða Meopta ZD?

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 28 Nov 2013 10:10

Ekkert að því að vera smámunasamur þegar kemur að málnotkun og á ég það til að vera með mínar sérviskur um það.

Ég sel td. ekki vopn heldur veiðibyssur og rek áróður um að veiðimenn noti veiðibyssur.

Árum saman skrifaði helst ekki neitt því að það voru yfirgnæfandi líkur á því að útkoman gæti orðið röng. Ekki endilega af því að ég tala slæma Íslensku og fælist ritað mál af þeim sökum.

Ég er einfaldlega óskrifandi á pappír með gömlu aðferðinni. Svo komu lyklaborð og leiðréttingarforrit sem gerðu lífið léttara.

Það hefur hver sinn djöful að draga hjá sumum er það sérviska og hjá öðrum er það önnur sýn á tungutak og skrifað mál.

Ég er svo lánsamur að vera giftur kennara sem ég stundum ergi með orðum sem ég spinn upp eftir þörfum þegar það á við. Ásamt því að leita til hennar með yfirlestur þegar vanda skal til verka.

Vissulega verða þræðir á spjallsíðum stundum einhæfir og orðfærðið eins og það er. En það er vissulega betra en dauðir þræðir þar sem ekkert er ritað vegna ótta notenda við nokkrar ritvillur

Svo að sjálfssögðu eiga allir sem í sjónaukapælinum eru að gera sér ferð í Ellingsen og kynna sér Minox sjónauka
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Vortex Viper eða Meopta ZD?

Ólesinn póstur af konnari » 28 Nov 2013 11:08

Ef meiningin er að nota þetta í veiði þá tæki ég Meopta ekki spurning......ef það er fyrir pappagötun þá er meiri stækkun í Vortex mun betra. Skoðaðu líka Schmidt&Bender, Kahles eða Minox í Ellingsen, allt topp gæði.
Kv. Ingvar Kristjánsson

Rúnar
Póstar í umræðu: 4
Póstar:20
Skráður:18 Dec 2012 18:29

Re: Vortex Viper eða Meopta ZD?

Ólesinn póstur af Rúnar » 28 Nov 2013 12:27

Held ég fari í vortex sjónaukann, mun líklega skjóta meira á pappa.
Takk fyrir svörinn. :)
Kv. Rúnar Guðjónsson
blazzdos@gmail.com
P.S. Tek enga ábyrgð á málfræðivillum. ;)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Vortex Viper eða Meopta ZD?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Nov 2013 21:12

Þú ert bara flotur Rúnar og þér fer fram í málfræðinni með hverjum pistlinum :lol:

P.S. Ja hérna hér....ég ætti kannski að fara að hægja á mér og halda kjafti barasta....ég er kominn yfir þúsund pósta.......það fara allir að verða hundleiðir á mér :twisted:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Vortex Viper eða Meopta ZD?

Ólesinn póstur af TotiOla » 28 Nov 2013 23:51

Hjörtur S skrifaði:Sæll

Ég valdi Vortex og er ánægður með hann.
Þú setur link á MOA en ég mæli frekar með að velja í þetta MRAD sem er þægilegt fyrir okkur sem hugsa í metrakerfi.
Þú getur kynnt þér þetta betur hér : http://www.vortexoptics.com/product/vor ... le/reticle
Ég tek undir þetta. Ég er sjálfur með Vortex PST 6-24X50 MRAD FFP á Tikkunni minni og er vægast sagt mjög sáttur.

Þú færð rosalega mikið fyrir peninginn (m.a. kross í stíl við færslu sem bíður upp á þægilegt fjarlægðarmat, sérstaklega ef þú ferð í FFP, og auðveldar alla útreikninga, auk þess sem hann hefur ljós í krossi, zero-stop, ofl.) og það hlýtur að segja eitthvað að nákvæmlega þessir sjónaukar voru lengi vel ófáanlegir vegna þess að framleiðandinn hafði ekki undan við það að anna eftirspurn. Margir okkar þurftu að bíða lengi á biðlista eftir PST sjónauka.

Ég vona að þetta hjálpi þér eitthvað við valið :D
Síðast breytt af TotiOla þann 29 Nov 2013 09:54, breytt í 1 skipti samtals.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Fiskimann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Vortex Viper eða Meopta ZD?

Ólesinn póstur af Fiskimann » 29 Nov 2013 09:14

Sælir félagar
Ég átti Meopta á sínum tíma og var með hann á .308 W. Snilldargræja á hreindýrið. Hafði 1. kross stilltan 100 - 200 m. Hundrað metrar aðeins yfir 1. kross og tvö hundruð metrar aðeins undir. Annar kross á 300 m, þriðji kross á 400 m og fjórða krossin á 550 m, ef ég man þetta rétt. Um leið og ég fékk fjarlægð uppgefna þá var ég tilbúin að skjóta þegar gædinn samþykkti. Hins vegar er hjá flestum mest skotið á pappa. Krossinn á Meopta sjónaukanum mínum var í það sverasta fyrir pappann og stækkunin í það minnsta. Toppurinn er að eiga sér græjur á hreindýrið en það er nú kannski til of mikils ætlast.
P.s. Leyfum leiðinlegu málfræðingunum að koma með athugasemdir við stafsetningu á spjallborðum um íslensku. Óþarfi að gera það á spjallborði um veiðar. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir stafsetningarvillum og súrt að geta ekki lagt fram fyrirspurn um veiðar án þess að fá athugasemdir málfar.

Kv. Guðmundur Friðriksson
Guðmundur Friðriksson

Rúnar
Póstar í umræðu: 4
Póstar:20
Skráður:18 Dec 2012 18:29

Re: Vortex Viper eða Meopta ZD?

Ólesinn póstur af Rúnar » 29 Nov 2013 09:22

Ég þakka ykkur aftur ynnilega fyrir svörin. Ég er orðinn ákveðinn í að fá mér vortexinn, hefði kanski átt að nefna að sjónaukinn er ætlaður á riffil í cal. 204 ruger ef það skiptir einhverju máli.
Kv. Rúnar Guðjónsson
blazzdos@gmail.com
P.S. Tek enga ábyrgð á málfræðivillum. ;)

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Vortex Viper eða Meopta ZD?

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 30 Nov 2013 13:21

Glæsilegt Rúnar, verður seint svikinn af Vortexinum það er næsta víst..
Ég er eins og Tóti með MRAD FFP og er virkilega ánægður með hann, er búin að horfa í gegnum margar tegundir og hann gefur þessum rándýru ekkert eftir..
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

Svara