Vantar álit á sjónaukakaupum.

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
Svara
Árni
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 145
Skráður: 23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn: Árni Ragnar

Vantar álit á sjónaukakaupum.

Ólesinn póstur af Árni » 24 Feb 2014 12:22

Ætla mér að skjóta Tarfinn í ár úr nýju stækkunargleri og ætla því að skipta út NF NXS 5,5-22x50 fyrir eitthvað nýtt dót og er með þessa helst í huga:

Swarovski Z5 5-25x52
Nightforce COMPETITION 15-55x52mm
March Tactical 2.5X-25X42 með 0.1mil clicks

Aðrir möguleikar eru svo:
March 10-60 Long Range
Vortex Razor HD 5-20x50 Tactical

Mun nota þetta bæði í veiði og pappa en líklegast þó meira í það seinna.
Er að hallast mest að NF Competition núna, þó svo hann sé sennilegas minnst heppilegur af þeim í veiði en pottþétt vel nothæfur í hana.
Ástæðan er helst að það er ekki hægt að lesa review á netinu um hann þar sem höfundur pissar ekki í sig af ánægju með hann, já og svo er mig farið að langa að skjóta lengra en á 500m.

Ef einhver hefur reynslu af einhverjum þessara þá væri það vel þegið
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Vantar álit á sjónaukakaupum.

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Feb 2014 12:32

Þetta eru allt flottir gripir og þú eiginlega svaraðir sjálfum þér ;)
Ég þekki ekki til þessara sjónauka en þeir eru allir góðir og þeir sem ég þekki eru ánægðir.
En væri bara ekki sniðugt að eiga einn hreindýa sjónauka og svo þennan 15-55x52 á allt annað ég er askoti hræddur um að með 15 stækkun á 100 ertu að skoða hárin á dýrinu og varðst varla var við þegar það steig áfram og slíkt þó ég hafi nú trú á að þú skjótir með bæði augu opin :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 343
Skráður: 12 Mar 2012 15:04

Re: Vantar álit á sjónaukakaupum.

Ólesinn póstur af konnari » 24 Feb 2014 12:48

Tek undir með Gísla....ef þú ætlar einhverntíma að nota hann í hreindýraveiði þá er 15x minnsta stækkun alvega glórulaus, dýrið má ekki hreyfa sig þá ertu búinn að týna því og sérð þar að auki aldrei neitt nema feldinn nema kanski á 300m ! Fáðu þér frekar t.d. góðan 8x56 með fastri stækkun eða 3-12 í veiði og svo Nightforce á pappann !
Kv. Ingvar Kristjánsson

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 101
Skráður: 18 Feb 2012 17:10

Re: Vantar álit á sjónaukakaupum.

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 24 Feb 2014 12:52

Ég er með Vortex Viper pst og finnst hann æðislegur skilst að Razorinn sé mjög svipaður nema að hann er með 35mm túpu skilst að það séu svipuð gler í þeim báðum en kannski eitthvað vandaðra við Razorinn til að réttlæta næstum 2x verðið á Vipernum!!!
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 169
Skráður: 16 Dec 2012 11:12
Staðsetning: Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Vantar álit á sjónaukakaupum.

Ólesinn póstur af jon_m » 24 Feb 2014 13:01

Af þessum sem þú nefnir þá held ég að ég tæki Swarovski Z5 5-25x52 í hreindýrin, en varla ertu að kaupa nýjan sjónauka bara til að skjóta einn tarf sem er u.þ.b. 1 fermetri á stærð og færið 80-200 metrar ?

Þú mátt endilega senda mér verðhugmynd á þeim gamla ef hann er til sölu, hann myndi duga mér vel þrátt fyrir að ég sé á hreindýraveiðum í 2 mánuði á ári.

kveðja
Jón M
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

Árni
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 145
Skráður: 23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn: Árni Ragnar

Re: Vantar álit á sjónaukakaupum.

Ólesinn póstur af Árni » 24 Feb 2014 14:34

Takk fyrir þetta, já ég er nú ekki eingöngu að kaupa fyrir hreindýrið en Z5 er einmitt að heilla mig mikið líka, þetta turret heillar mig svolítið, væntanlega mjög þæginlegt að geta faststillt inn 4 vegalengdir (þrjár + núllið)
Viðhengi
swar.jpg
swar.jpg (31.84 KiB) Skoðað 1612 sinnum
swar.jpg
swar.jpg (31.84 KiB) Skoðað 1612 sinnum
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 115
Skráður: 03 Oct 2012 22:07
Staðsetning: Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Vantar álit á sjónaukakaupum.

Ólesinn póstur af Morri » 24 Feb 2014 15:25

Sælir

Þú verður alveg örugglega ekki svikinn af þessum Swarovski sem þú nefnir. Ég keytpi einn í haust, 2.5-15x56 með þessum target möguleika. Það sem fékk mig til að fá mér frekar þennan var það að ég stefni á að nota hann nánast eingöngu í veiði á ref. Þá vildi ég stærri linsu á kostnað mikillar stækkunnar. 2.5x stækknunin er líka góður valkostur við sumar aðstæður.

Á enn eftir að prófa græjuna.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Vantar álit á sjónaukakaupum.

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 24 Feb 2014 16:29

Afhverju eru ekki Zeiss 6-24 og Smith & Bender 5 - 25 á þessum lista hjá þér, báðir eru þeir vel brúklegir langt yfir kílómetra... Annars er Sveinbjörn fyrir austan að nota Bushnel til að skjóta á kílómetra færi og gengur bara ágætlega.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Árni
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 145
Skráður: 23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn: Árni Ragnar

Re: Vantar álit á sjónaukakaupum.

Ólesinn póstur af Árni » 24 Feb 2014 16:49

Það mun vera verðið sem veldur því.
Zeissinn er aðeins of dýr og verðið á S&B er í raun bara fáránlegt.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 256
Skráður: 25 Feb 2012 09:16

Re: Vantar álit á sjónaukakaupum.

Ólesinn póstur af Spíri » 24 Feb 2014 17:17

Ég myndi nú bara halda mig við NF sjónaukan þinn. ég er búinn að eiga svoleiðis reyndar með 56mm linsu og dauðsé eftir honum. Á einn NF NXS 8-32x56 og ef ég ætti að velja á milli þeirra tveggja tæki ég hiklaust þennan með minni stækkuninni, af hverju? optikin að mínu mati er bara miklu betri í þessum minni. Svo er það Ziess 6-24x56 á einn svoleiðis og það er einfaldlega það besta sem ég hef horft í gegnum, félagi minn á sightron 10-50x60 minnir mig að hann heiti og þegar verið er að skjóta á löngu færunum, er gott að geta horft í gegnum Zeissinn til að sjá hvort menn hefi hitt! þannig að mikil stækkun er ekki allt.
En endilega láttu eftir þér að fá þér nýjan sjónauka maður verður að láta undan dellunni í sér :D
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 250
Skráður: 02 May 2012 14:21
Staðsetning: Ungverjaland

Re: Vantar álit á sjónaukakaupum.

Ólesinn póstur af gkristjansson » 24 Feb 2014 19:26

Ég er með Zeiss (3-12x56), S&B (1.5-6x42) og Khales (3-12x56).

S&B - Góður í rekstrarveiðina (með rauðum punkti) en ekki eins góður í löngu skotin og í dimmu.
Khales - Góður í löngu skotin.
Zeiss - Bestur en er skipt út fyrir "Aim point" í rekstrarveiðinni

Ég reyndar er mest í veiðinni og skýt bara á pappa ef þess þarf (tékka af rifflana).

Veit að Zeiss er dýrt en maður fær líka það sem maður borgar fyrir......
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Vantar álit á sjónaukakaupum.

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 25 Feb 2014 05:13

Fyrir það sem þú ert að lýsa myndi ég bara halda mig við núverandi sjónauka - ef ekki þá myndi ég taka March.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Vantar álit á sjónaukakaupum.

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 25 Feb 2014 05:13

Fyrir það sem þú ert að lýsa myndi ég bara halda mig við núverandi sjónauka - ef ekki þá myndi ég taka March.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 109
Skráður: 13 Dec 2012 20:55

Re: Vantar álit á sjónaukakaupum.

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 25 Feb 2014 08:59

Já Stefán ! Bushnellinn minn 4,5-30x50 Tactical mildot er góður fyrir 115 þús. komin hingað í bakpoka, með nigthforce festingunum... Er mjög góður segi ég á hreindýr ofl. fyrir þennan pening. Það er samt alltaf spennandi að horfa í gegnum 300-500þús. krónur ;)
Það er samt óþarfi að henda því í þetta ef maður gleymir að sækja um dýr fyrir 15.feb. Hahaha... :D

Ég myndi halda mig við núverandi sjónauka líka..
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Vantar álit á sjónaukakaupum.

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 25 Feb 2014 16:13

Hér er kominn Zeiss til sölu sem er á 300 þúsund sýnist mér! Færð ekki betri sjónauka á því verði! Bara spurning hvaða kross er í honum!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara