Þrif á sjónaukum

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Þrif á sjónaukum

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 Feb 2012 20:06

sælir mig hefur lengi langað að vita hvernig best sé að þrífa glerin á sjónaukum og með hvaða efni.
Það er alveg komin tími á það hjá mér. Þornaður regndropi örlítið ló eða kusk en vil ekki fara á stað og rispa glerin með röngum aðferðum.
Kveðja
ÞH
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Stefán Jónsson

Re: Þrif á sjónaukum

Ólesinn póstur af Stefán Jónsson » 23 Feb 2012 08:27

Sæll Gisminn

Best er að nota linsuklúta og hreinsivökva fyrir linsur... Einnig virka örugglega klútar sem fólk notar til að þrífa gleraugu...

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Þrif á sjónaukum

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Feb 2012 17:26

Takk fyrir svarið var búin að heyra nefnilega að sumir hreinsivökvar væru með slípimassa eða álíka og myndu bara eyðileggja glerið svo í þessu tilfelli fór ég ekki eftir tilmælunum um að ekki gera ekki neitt og gerði ekki neitt :-)
En er svona linsu hreinsir til úti í búð ? ég bý sko úti á landi og okkar ofurbúð heitir Samkaup :-)
Kveðja ÞH
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Stefán Jónsson

Re: Þrif á sjónaukum

Ólesinn póstur af Stefán Jónsson » 23 Feb 2012 23:39

Þú hringir i Beco eða Fotoval og pantar þetta með póstkröfu... Ætti ekki að setja fjárhaginn á hliðina!

Hreinsiklútar og vökvar fyrir myndavélalinsur rispa alveg örugglega ekki hja þér kíkirinn, þú þarf ekki að hafa áhyggjur af því...

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Þrif á sjónaukum

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Feb 2012 23:47

Stefán, endilega skráðu þig inn á spjallið, það gerir allt auðveldara fyrir þig og þá þarf ekki póststjóri heldur að samþykkja allt sem þú setur inn.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Þrif á sjónaukum

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Feb 2012 04:49

Takk fyrir þetta
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Þrif á sjónaukum

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 25 Feb 2012 08:20

Sæll Steini.
Ég hef notað blautklúta frá Wurth fyrir gleraugu sem ég er að nota á rafsuðuhjálminn í vinnuni og svo eyrnapinna til að íta honum út í kantinn með fínum árangri þegar ég hef verið að þrífa upp gamalt dót sem ég er að hreinsa upp. En svo er hægt að fá svokallaðan lenspen td. hjá cabellas og fl. Tengill hér á króknum gæti átt þettað eða bara Kuffið get tékkað þetta fyrir þig ef ég er á ferðinni, annars er sennilega einfaldast að panta þetta hér heima eða úti.
kv.
Jón
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Þrif á sjónaukum

Ólesinn póstur af 257wby » 25 Feb 2012 08:51

Sæll Steini, farðu bara í apótekið og verslaðu hreinsisprey og klúta fyrir gleraugu :)

Allt til í heimabyggðinni :)

Kv.Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Þrif á sjónaukum

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Feb 2012 13:03

Jamm var búin að detta það í hug ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Þrif á sjónaukum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Apr 2012 14:12

Ég nota það sama tið að þrífa kíkjana á rifflunum mínum og ég nota til að þrífa linsuna á myndavélinni og gleraugu.
Á myndavélalinsuna nota ég eingöngu sérstaka þurrklúta og skinn set einstaka sinnum glerspray á glerið og þurrka varlega af ef einhver klessa kemur á linsurnar.
Síðan fékk ég þessar frábæru græjur til að hafa alltaf á mér, lítinn poka sem ég hengi í hnappagatið á skirtunni, með klút sem dregin er niður úr pokanum og er úr sérstöku efni sem er sambland af þurrkklút og einhverskonar skinni. Síðan eru kíkisglerin alltaf hrein hjá mér.
Viðhengi
IMG_6450.JPG
Þurrkupokar til að hengja í barminn
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Þrif á sjónaukum

Ólesinn póstur af Gisminn » 19 Apr 2012 19:05

Snild sýnist mér
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara