Sjónauki á .243

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 489
Skráður: 25 Feb 2012 08:01
Staðsetning: Sauðárkrókur

Sjónauki á .243

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 21 Mar 2015 10:33

Sælir Félagar.
Fékk það skemmtilega verkefni að sjónaukavæða gamlan Sako í .243 og stilla inn fyrir félaga minn sem er að koma aftur inn í sportið.
Er að velta fyrir mér hvað er í boði hér heima af sjónaukum budgetið er 80-120k + festingar, var búinn að senda drenginn í Hlað í Rvk. til að versla Meopta meopro sem fittar flottt í þennan ramma en hann snéri frá tómhentur vega lélegrar þjónustu og leiðinlegs viðmóts í versuninni. Er persónulega orðinn spenntastur fyrir að flytja inn fyrir hann Leupold, Burris, eða Vortex og þá sennilega í þessari röð og þá burris signerature festingar líka þar sem mér finnst verðið á optilock vera komið í hreint bull.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1871
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Sjónauki á .243

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Mar 2015 11:55

Sæll Jón Aflabrestur!
Jói Vill er að flytja inn fína sjónauka á góðu verði!
Hann á örugglega eitthvað gott ofan á Sakoinn fyrir þig og félaga þinn :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 101
Skráður: 18 Feb 2012 17:10

Re: Sjónauki á .243

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 21 Mar 2015 12:28

Þú átt póst!
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 70
Skráður: 05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn: Grímur Lúðvíksson

Re: Sjónauki á .243

Ólesinn póstur af grimurl » 23 Mar 2015 22:02

Sæll Aflabrestur Jón.
Þú nefnir að félagi þinn hafi verið ósáttur við þjónustu/lund hjá Hlað.
Ég tek það fram að þeir Hlaðarar tengjast mér ekki baun en ég hef alltaf fengið flotta þjónustu í þau fáu skipti sem ég hef komið þarna (í Reykjavík). Hvað var hann ósáttur með?
Ég var í Hlað í dag og var m.a. að skoða sjónaukana hjá þeim og fékk topp þjónustu.
Ég skoðaði líka sjónauka hjá Jóa Vill, hann er með þýska, DD optics. Kosta ca 200 kall 2,5-15x50.

Ég held ég verði að segja að Meopro 6-18 kom mér mest á óvart,flottur sjónauki á aðeins rúman 90kall.
En bestu sem ég skoðaði voru án efa Zeiss, ótrúlega notendavænir og flott gler.
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 489
Skráður: 25 Feb 2012 08:01
Staðsetning: Sauðárkrókur

Re: Sjónauki á .243

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 24 Mar 2015 19:24

Sælir.
Best að klára söguna.
Hjálmar í Hlað hafði samband við mig strax á mánudags morgun og vildi ræða málinn og fá að heyra hvar skórinn kreppti, áttum við gott spjall og hreinskiptið, þar sem hann fékk að heyra okkar hlið á málinu og ég hans, og hann að koma með tillögu að úrbótum. Er þar skemmst frá að segja að við skildum sáttir. Met ég Hjálmar að meiru fyrir að hafa samband, vilja ræða málinn og hafa báða aðila sátta.
Og nú er 1 stykki Meopta ásamt festingum á leið norður eins og upp var lagt, svo ég geti dundað mér um páskana :D
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Svara