Parallax 101

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 166
Skráður: 07 May 2012 20:58

Parallax 101

Ólesinn póstur af Sveinn » 11 Mar 2016 21:02

Mér hefur stundum vafist tunga um höfuð :) við að útskýra parallax stillingar á riffilkíkjum. Setti þetta inn á aðra spjallsíðu, gæti gagnast einhverjum sem hefur verið að klóra sér í hausnum yfir þessum stillingum.

Parallax (hliðarfærsla) er sú færsla sem sýnist verða á skotmarkinu þegar augað er hreyft til hliðar þegar horft er í gegnum kíki. Þetta er aðallega áberandi á mikilli stækkun eða á mörk sem eru langt í burtu. Til að koma í veg fyrir það er notuð skerpustilling (fókus) til að myndin frá framlinsunni (objective lens) og krossinn á augnglerinu (ocular) falli saman – séu í fókus.

Parallax Adjustment (PA) er það sama og AO (Adjustable Objective) og SF (Side Focus). Þetta skiptir litlu máli á kíkjum upp í 10-12x stækkun og oftast ekki í boði - heldur er föst stilling á parallax t.d. 100 eða 150 m á riffilkíkjum. Þegar komið er í meiri stækkun skiptir þetta máli. Kíkir með PA/AO/SF er því með tvær mismunandi fókusstillingar.

Sú fyrri (sem er á öllum kíkjum) er stilling á augnglerinu og krossinum (reticle), þ.e. að fá fókus á krossinn. Þá er gott að horfa á móti himni eða hvítum fleti. Þessi stilling á krossi er þá fyrir þig og á ekkert að þurfa að breyta, en ef annar notar kíkinn þá þarf hann að stilla fyrir sig. PA stillingin er hins vegar mikilvægari og þarf að breyta ef færin eru breytileg og á mikilli stækkun. Best er að stilla PA fókusinn á 100 m (testa sjálfur, ekki treysta skalanum á takkanum), svona ef menn eru að æfa sig fyrir skotprófið.

Fyrir veiðar er gott að hafa stillt á 100 m eða 150 m og vera lítið að fikta í því á veiðislóð (flest hreindýr felld á 100-150m) enda oft ekki tími. Ef dýrin eru á lengra færi þá er oft tími til að stilla og borgar sig. PA stilling hefur lítið að segja á veiðum (skekkja upp á tommu eða minna) en skiptir máli í markskytteríi til að sjá götin skýrt og auka nákvæmni.
Parallax 4.jpg
Parallax 4.jpg (23.71 KiB) Skoðað 1743 sinnum
Parallax 4.jpg
Parallax 4.jpg (23.71 KiB) Skoðað 1743 sinnum
Parallax 3.jpg
Parallax 3.jpg (41.89 KiB) Skoðað 1742 sinnum
Parallax 3.jpg
Parallax 3.jpg (41.89 KiB) Skoðað 1742 sinnum
Parallax.jpg
Parallax.jpg (12.34 KiB) Skoðað 1743 sinnum
Parallax.jpg
Parallax.jpg (12.34 KiB) Skoðað 1743 sinnum
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 463
Skráður: 13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason

Re: Parallax 101

Ólesinn póstur af karlguðna » 11 Mar 2016 23:26


Svara