Nú er lag að mæra 308 Win

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Nú er lag að mæra 308 Win

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 06 Sep 2018 19:44

Nú er lag að mæra 308 Win því heimildir mínar gefa vísbendingar um að Veiðimeistarinn sé upptekinn við að leiðsegja síðbúnum veiðimönnum. Hugtakið MOA hefur lengi þvælst fyrir mér og hef ég margar skýringar á því. Má þar helst nefna að þegar skotið var út um glugga á Bronco jeppa var oftast talað um tún. Gæsin var á miðju túni eða efst í túnstykkinu og jafnvel beint fyrir framan rétt við túngirðinguna.

En það var þá og aðrar aðferðir viðhafðar í dag sem betra er að hafa til eftirbreytni. Með MOA að markmiði lagði ég krók á lykkju mína og búinn að hella upp á skyndikaffi í fyrra falli. Nú bar svo við að samkvæmt umbreyttum metrum í mílur á klukkustund var hliðarvindur upp á 18 mílur og nánast þvert á. Það voru nokkrir MOAr. Á 300 metrum voru enn og aftur nokkrir móar upp. Þetta kallaði á endurskoðun og til þess að gera þessa gæða stund en betri var dreginn fram Sæmundur með skyndikaffinu. Þá kom upp í hugann sú fullyrðing að góður gikkur eigi að brotna eins og kexkaka. Þessi Sæmundur var eins og Remington gikkur og molnaði með tilheyrandi sóðaskap.

Efir yfirlestur kaffi og kex var mér ekkert að vanbúnaði og viti menn 168gr kúlan rataði svo gott sem á réttan stað. Næstu tvær áþekkar og því ekkert annað að gera en að sannreyna kenningar. Nú var hringlað og skrúfað þar til ég taldi að krossinn væru aftur mættur á 100 metra. Um hádegisbil fór að renna ef mér móður og hallast ég að því að 168gr í 30 cal sé trúlega það besta fyrir kaffibollaskyttur.

Svo má líka finna á Gúggul fróðleik um ferðatíma á 308 kúlu og er hann umtalsverður.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Haglari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Nú er lag að mæra 308 Win

Ólesinn póstur af Haglari » 07 Sep 2018 11:01

Ég hélt að þegar menn töluðu um moa að þá væri gæsin ekki lengur í túní heldur komin út í moa. En eins og þú segir þá mætti gúggla þetta betur.

En vel á minnst. Nú er tilboð á Malenka öryggisskóm hjá Sindra, þeir eru með stáltá og ættu því að koma sér vel fyrir 308 skyttur. Nóg af stærðum í boði, ISO staðlaðir skór og allt.
skor.jpg

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Nú er lag að mæra 308 Win

Ólesinn póstur af petrolhead » 07 Sep 2018 15:40

Eftir að lesa pistil þinn all nokkuð ítarlega félagi Sveinbjörn þá vaknaði ein mjög áleitin spurn í höfði mér....Var Sæmundur í sparifötunum eða var hann dagsdaglega klæddur ??

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nú er lag að mæra 308 Win

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Sep 2018 17:53

Ég veit alveg hvað MÓA er, þetta er eitthvað sem fylgir 308 ég hef allavega ekki heyrt miinnst á þetta MÓA nema í sambandi við 308, enda þarf ekkert MÓA vesen við önnur caliber.
Því meira sem er MÓAst við 308, því lengra fer hann út um MÓA. þetta er semsagt MÓA MÓA.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Nú er lag að mæra 308 Win

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 08 Sep 2018 19:32

Ekki var það Sæmundur í sparifötum og þar sem spariútgáfan er mun nettari og rennilegri passar það ekki með 308. En talandi um Sæmund í sparifötum og þar sem langt er um liðið frá kynnum mínum við það öndvegis kex er líklegt að því verði gerð skil fljótlega.

Vel kæld blá mjólk, Sæmundur í sparifötum og 6.5-284 verða trúlegaar ferðafélagar í næstu ferð á skotvöll Suðurnesjamanna.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Nú er lag að mæra 308 Win

Ólesinn póstur af petrolhead » 09 Sep 2018 19:03

Gott að heyra Sveinbjörn, því ef gikkurinn brotnar sem kvundagsklæddur sæmundur þá verður hann að teljast góður, ef hann hins vegar hefði verið að brotna með sama hljóði og Sæmundur í sparifötunum þá væri nú mitt mat að eitthvað þyrfti að líta á gripinn, að minnsta kosti mundi ég ekki vilja brúka gikk sem brotnaði með því hljóði :o

Ég vona að Veiðimeistarinn fyrrtist ekki mjög í minn garð þó ég hafi verið að fitla aðeins við 308WIN en ég held að mér hafi lukkast að búa til hinn fullkomna tábrjót og læt fylgja mynd máli mínu til stuðnings, lengst til vinstri og í miðju eru hefðbundin 308 skot og svo tábrjóturinn lengst til hægri :lol:

MBK
Gæi
Viðhengi
tábrjótur.jpg
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nú er lag að mæra 308 Win

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Sep 2018 13:05

Ég er ekki mikið fyrir 308 eins og kannski flestir vita, en mér líkar Sæmundur i sparrifötunum vel.
Þessi Sæmuundarkaka var líklega í jakkafötum, með sítrónukremi !
Viðhengi
IMG_6894.JPG
Þessi brotnaði svakalega fínt !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Nú er lag að mæra 308 Win

Ólesinn póstur af petrolhead » 26 Sep 2018 00:26

Þessi Sæmundur þinn, Sigurður minn, hefur alveg verið í djamm dressinu ef hann var með sítrónukremi.

Ég brá mér til gæsaveiða hér um daginn sem væri nú ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að þarna kom að því að ég sá not fyrir 308 og hugleiði nú hvort ég ætti að versla einn slíkan.

Þannig fór að þegar gæsasvarmurinn renndi sér niður á engið þá lentu þær allar í laut einni all góðri og hurfu mér alveg sjónum hvar ég lá, tel ég að þarna hefði 308 verið mikill kostagripur því renna hefði mátt einni kúlu yfir hæðina milli mín og þeirra fiðruðu og látið kúluna koma ofan í kollinn á einni gæsinni, eða með öðrum orðum "koma henni í koll"
Þarna er klárlega hin sterka hlið 308win og caliber okkar Sigga eru þarna hvergi nærri því að veita samkeppn.
Mbk
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Nú er lag að mæra 308 Win

Ólesinn póstur af gylfisig » 26 Sep 2018 19:05

Hneit þar !
Það hefur þótt vitað um langan tíð, að 308 hefir eigi þótt allslæmt til verka þeirra, er skipt geta sköpum.
Geymt hef ég um hríð, rör eitt fagurgljándi í hirslum minum, hvar ég var eigi ákveðinn til hverra verka skildi brúka.
Rör þetta mun fært um að bera skeyti þau sem mælst gætu .308 að utan, og eigi minna.
Hefur mér helst hugnast við lestur þenna að hinu fagurgljáandi yrði best komið fyrir, á vopni einu, er Sako kallast.
Væri það brúklegt til pappagötunar nokkurrar, mér til yndisauka, en öðrum til hugarangurs nokkurs.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara