Síða 1 af 1

Einhver reynsla af Zeiss V6 línunni

Posted: 18 Sep 2018 08:32
af maggragg
Daginn.

Er mikið að velta mér uppúr sjónaukum á nýjan léttan gönguriffill í refinn. Sjónaukinn þarf að vera bjartur, með ljósi í krossi og nokkuð fínan kross en þarf ekki neitt mikla stækkun þar sem þetta verður ekki pappariffill sem slíkur heldur veiðiriffill. Þó geri ég kröfu að geta skotið á ref á stuttum og millifærum.

Hef skoðað Zeiss V6 línuna, þ.e. 2-12x50 og 2.5-15x56 en þeir eru nokkuð léttir, með ljósi, mjög bjartir og hægt að stilla turn ( Sem er ein krafan í viðbót). En á móti kemur að það er ekki paralax stilling á þeim.

Spurningin er þá, mun það vera vandamál á sjónauka sem er að stækka uppí 12x eða 15x að hann sé með fast paralax á 100m? Ég vill hafa möguleikan á að hann setji kúluna þar sem ég miða upp að 500m.

Einhver með reynslu af þessum sjónaukum?

Re: Einhver reynsla af Zeiss V6 línunni

Posted: 18 Sep 2018 14:59
af Feldur
Hef hitt melónu á 630m með 12X stækkun og parallax fast á 100m (Victory Diavary).

Hef samt ekki reynslu af V6.

Re: Einhver reynsla af Zeiss V6 línunni

Posted: 20 Sep 2018 08:40
af maggragg
Takk fyrir þetta. Það getur verið að þetta sé ekkert vandamál í 12x en spurning er með 15x. Annars dugar mér fínt 12x ef þetta er raunin.

Re: Einhver reynsla af Zeiss V6 línunni

Posted: 20 Sep 2018 08:50
af frostisig
Það er ýmislegt gott til í steiner hjá Krossdal.is. Mæli með að heyra í honum.

Kv. Frosti

Re: Einhver reynsla af Zeiss V6 línunni

Posted: 21 Sep 2018 12:43
af Veiðimeistarinn
Eins og ég hef marg oft sagt, skiptir ekki öllu máli hvað glerið á veiðirifflinum heitir eða hvaða númer það ber !!
Öllu máli skiptir hver fyrir aftan það liggur og gónir þar gegn, “veiðimenn eru af mis-munandi hlaupvídd, vopnalega, líkamlega og andlega” !!

Re: Einhver reynsla af Zeiss V6 línunni

Posted: 21 Sep 2018 13:38
af maggragg
Oftast skiptir tegundin minna máli en maður heldur, en maður vill samt vita hvort að paralax geti haft áhrif þegar á lengri færi er komið á sjónauka sem hefur fast paralax á 100m og þónokkra stækkun. Paralax lýsir sér í því að við mikla stækkun á löngum færum færist krossin miðað við skotmarkið eftir því hvernig maður horfir í sjónaukann og er þetta alþekkt fyrirbæri meðal riffilsjónauka. Þessvegna eru sjónaukar með mikla stækkun yfirleitt með paralax stillingu nema þeir séu ætlaðir á stutt færi eða stór skotmörk. Yfirleitt er það skoðun manna að sjónaukar sem eru með 12x stækkun eða meira þurfi að hafa paralax stillingu.

Þessvegna velti ég því fram hvort að sjónauki frá Zeiss með 2.5-15x56 sé með það mikið paralax í mestu stækkun að það geti það geti verið orðið nokkur vandmál t.d. á 300m, og ég geri mjög mikla kröfu til mín um nákvæmni og þess búnaðar sem ég nota og áreiðanleika. Ef ég væri að hugsa um sjónauka fyrir hreindýr skipti þetta engu máli, en þetta er fyrir varg og þá skipta svona hlutir meira máli.

Þetta er því meira tæknileg spurning út í getu ákveðins sjónauka heldur en hvort hann sé sé betri en einhver annar. Ef einhver á svona sjónauka er hægt að "mæla" það á auðveldan hátt.

Annars er Steiner með mjög svo spennandi sjónauka líka eins og margir aðrir á góðu verði, Munar ekki miklu í þyngd heldur en hann er með paralax stillingu og ljósi í krossi sem er kostur, en ekki allveg eins bjartur og Zeiss, en hvort það skipir það miklu máli er önnur spurning.