Ný græja komin í hús, Sightron.

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af maggragg » 18 Apr 2012 12:18

Var að fá nýjan Sightron sjónauka í hendurnar sem lengi hefur staðið til að kaupa. Maður er í sjöunda himni yfir þessu. Þetta er Sightron SIII 8-32x56 LRMD/CM með mrad turnum.

Ég er bara búin að setja hann á riffillinn og fikta aðeins og það verður spennandi að fara og prófa hann. Hann er virkilega skýr og turnarnir eru virkilega skemmtilegir. Það er létt að snúa þeim en jafnframt eru þeir mjög öruggir og það er eins og að aðeins tölurnar á turninum snúist en ekki strikin því hann færist alltaf jafn mikið í hverju klikki.

Ég tók mrad turn þar sem þá hef ég sömu einingu og í krossinum sem er mildot. Það þýðir að eitt klikk er 0.1 mrad eða 1 cm á 100 metrum. Einn hringur á turninum er 5 mrad sem samsvarar um 20 MOA. Turnin er merktur í 0.1 mrad þannig að það eru 50 einingar í einum hring. Þetta er þægilegt að reikna þar sem maður notar tugakerfið en ekki 1/4 reikning eða tommureikning.

Mynd

Ég var með Nightforce NXS 5.5-22x56 á rifflinum og það er erfitt að sjá mun þegar maður horfir í gegnum þá en ég er ekki frá því að litir séu skarpari í Sightroninum og einhvernvegin stærri mynd líka. Á eftir að bera þá betur saman á skotsvæði með testskífur. Sightronin er örlítið léttari en þeir eru sambærilegir að stærð að öðru leyti. 30 mm túpa og svipað langir.

Sightronin er með 70 MOA elevation stillingu og þar sem ég er með Ken Farrel basa með 20 MOA halla ætti ég að ná 55 MOA færslu upp sem kemur mér út í nálægt 1200 m færi, og þá á ég eftir 5 MIL í viðbót í krossinum eða um 20 MOA.

Ástæðan fyrir því að ég valdi Sightron er sú að þeir eru með mjög áræðanlega turna, semsagt eiga að tracka sérstaklega vel, mjög góð gler og mjög hagstæðir.

Verður gaman að sjá hvernig hann kemur út á vellinum en svakalega er gaman að fá nýjar græjur :D

Mynd

Þeir hjá Skyttan.is klikka ekki og verður maður að benda á frábæra þjónustu þar á bæ eins og alltaf :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af Benni » 18 Apr 2012 13:30

Til hamingju með græjuna, Sightron eru flottir sjónaukar.

Hvað ætlarðu að gera við Nightforceinn?

Garpur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af Garpur » 18 Apr 2012 14:15

Til hamingju með þetta, vonandi reynist hann vel.

kv Garðar
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af maggragg » 18 Apr 2012 15:00

Takk fyrir það. Ég verð víst að skila Nightforceinum en hann er í eigu bróðir míns og fer hann þar á SwissArms SHR970 riffill.

Ég kem með einhvern pistil um þennan sjónauka þegar ég er búin að "reynsluaka" honum :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 Apr 2012 15:39

Til hamingju þú verður bara ánægðari og ánægðari og til frekari upplýsinga þá var ég að skjóta um dagin í glampandi sól og undirlagið var frekar dökkt og með mér var vinur minn og er hann með Zeiss divari með 24x stækkun og það var svakalega mikill truflun í hanns vegna hillinga og bara vont að greina kúlugat á 100 metrum en þetta veður hafði nánast engin áhrif á sightroninn
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

ingit
Póstar í umræðu: 1
Póstar:8
Skráður:16 Jul 2010 22:45

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af ingit » 18 Apr 2012 20:58

Til hamingju með þetta. Er með Bushnell Elite 4200 4-16x50 og langar í meiri stækkun. Hef verið að spá í Elite 6500 eða Sightron, sýnist að þessi sé spennandi svo ég bíð spenntur eftir að heyra frekar af þessu!
Ingi Tómasson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Apr 2012 01:01

Til hamingju með þetta nýja sjóngler Magnús, alltaf gaman þegar menn láta draumana rætast og fá sér eitthvað sem þá langar í og hentar þeim.
Ég veit ekki hvort ég á að þora tíunda hvaða sjónpípur ég hef á minum byssum?
En læt bara vaða.
Tasco 6-24x42 á "stóra" rifflinum sem heitir Eyþór og er 6,5-284
Red dot sem stækkar 1x á Combi grenjavopninu sem heitir Halli og er 12/222
Gatasigti á "litla"rifflinum sem heitir Húnbogi og er 22 cal.
Viðhengi
Halli.JPG
Red dot Halli 12/222
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 19 Apr 2012 18:10

Glæsilegur sjónauki. Er hann keyptur í geggnum Skyttuna? Mætti ég spyrja um verð á svona sjónauka.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af Spíri » 19 Apr 2012 21:20

Til hamingju með gripinn :) það verður fróðlegt að sjá hvernig hann kemur út í action.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af maggragg » 20 Apr 2012 19:33

Styttist í report. Kemst vonandi um helgina í prufur með hann :) Þessi sjónauki er á 159.900 kr. hjá Skyttan.is
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Apr 2012 15:46

Fór og stillti sjónaukan inn. Þurfti aðeins 4 skot til að stillan hann frá því að ég setti sjónaukan á.

Mjög gott að horfa í gegnum hann og virkilega skýr. Líka á 32 x stækkun.

Tók eina mynd í gegnum hann á 32x þar sem prufublað sést á 200 metrum. Það verður ekki vandamál að sjá kúlugöt á 200 metrum. Minnstu línurna á blaðinu eru 2 mm en þetta er staðlað 1951 USAF resulution test chart sem ég prentaði út til að prófa skerpu sjónaukans. Hafði engan sjónauka til að bera saman og var bara stutt þar sem það var stífur vindur og ekkert voðalega skemmtilegar aðstæður til að skjóta.
sightron8-32x65.JPG
Sightron SIII 8-32x56 lrmd/cm
Fer aftur í betra veðri og geri "vísindalegar prófanir" :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Norz
Póstar í umræðu: 1
Póstar:18
Skráður:08 Oct 2010 14:26

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af Norz » 22 Apr 2012 18:29

Jahá... hann er heldur betur skýr og það á 32x... :shock:
Kveðja Norz.
Með sjúklegri vinsemd, grunsamlegri virðingu og smá öfund, bara smá.

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 22 Apr 2012 21:26

Líst vel á þetta. Er loksins að fá Vortex Viper PST sem ég er löngu búinn að panta (reyndar að fá 2 stk). Bíð spenntur að prufa hann - vonandi í næstu eða þar næstu viku.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Skyttan.is
Póstar í umræðu: 1
Póstar:3
Skráður:02 Jul 2010 12:29

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af Skyttan.is » 22 Apr 2012 22:00

Til hamingju með sjónaukann Maggi!

Flottar myndir og gaman að fylgjast með :)

Kveðja
Skyttan.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Apr 2012 23:00

Takk takk :)

Gísli, hvaða týpu af PST ertu að fá?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 23 Apr 2012 23:05

Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Apr 2012 23:21

Þetta er flott týpa með FFP sem er stór kostur :) Verður gaman að heyra af því hvernig hann kemur út...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 24 Apr 2012 14:27

Bíð spenntur - hálf nakinn riffill inni í skáp sem bíður. Ætla samt að selja annan sjónaukann.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Padrone
Póstar í umræðu: 1
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af Padrone » 17 May 2012 18:52

Hver er munurinn á FFP og SFP ?
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

marin
Póstar í umræðu: 2
Póstar:72
Skráður:17 May 2012 04:42

Re: Ný græja komin í hús, Sightron.

Ólesinn póstur af marin » 17 May 2012 19:29

Sæll og til hamingju með gripinn, flott græja, var sjálfur að fá minn Sightron og er ekki minna spenntur að komast í land og fara að prufa.
kv Árni
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

Svara