Bushnell Fusion 1600 ARC

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 2
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37
Bushnell Fusion 1600 ARC

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 24 Apr 2012 20:57

Fór út í Hafnir í dag til að prufa nokkrar hleðslur. Tók með Bushnell Fusion 1600 ARC til að prufa. Áður en við byrjuðum að skjóta þá prufuðum við að "skjóta" með honum á mörkin - frá 50 metrum og út á lítið mark sem er alveg við 900 m. Hann var að standa sig með sóma - gefa okkur lestur upp á 50 - 102 - 202 - 301 - 398 (að mig minnir) og einhverja svipaða nákvæmni eftir það.

Gæði glerjana er alveg stórfín - sem sjónauki er þetta topp græja.

Fjarlægðarmælingin er að virka frábærlega - hann svarar mjög vel og virðist vera nákvæmur. Það eina sem ég gat fundið að honum var að það getur verið svolítið erfitt að lesa tölurnar í mikilli birtu. Kannski er það eitthvað sem hægt er að stilla en við gáfum okkur ekki tíma til þess að skoða það nánar.

Mæli með þessum.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Bushnell Fusion 1600 ARC

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Apr 2012 21:24

Já, þessi græja hefur mér fundist spennandi.

Skrifaði einmitt um hann á spjallinu hér: sjonaukar/flottur-fjarlaegdamaelir-fra- ... -t118.html

Hvernig er hann í hendi, er hann nettur til að halda á? Hef hugsað mér að þetta sé sniðug græja til að sameina sjónauka og fjarlægðarmæli í eitt tæki, og ekki skemmir ef sjónaukinn er líka góður :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 2
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Bushnell Fusion 1600 ARC

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 24 Apr 2012 22:15

Já ég myndi segja að hann væri bara eins og týpískur 10x42 í hendi - bara mjög þægilegur. Náttúrulega aðeins þyngri en ekkert sem truflar. Hef reyndar ekki gengið neitt með hann.

Sem sjónauki er hann bara alveg frábær.

Þessi er með tilboð á honum núna - keypti hann þar á sínum tíma.

www.libertyoptics.com
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Svara