Weaver sjónaukar í Vesturröst

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
Padrone
Póstar í umræðu: 1
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur
Weaver sjónaukar í Vesturröst

Ólesinn póstur af Padrone » 13 May 2012 17:11

Sælir félagar.

Ég var að skoða Weaver sjónaukana sem Vesturröst eru að selja.
Sölumaðurinn bennti mér á þennan

Mynd
http://www.vesturrost.is/?p=3520

og mér lýst vel á hann fyrir 170.000 kr.

En svona að ykkar mati, er þetta góður sjónauki fyrir þetta verð eða á maður að skoða einhverja aðra sem gætu hugsanlega verið betri fyrir sama pening?
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Weaver sjónaukar í Vesturröst

Ólesinn póstur af Gisminn » 13 May 2012 17:19

Þú getur fengið Sightron 6-24x50 mildot eða 8-32x56 mildot á 140-160 þúsund hjá skyttuni á Akureyri og það eru alla vega sjónaukar sem ég get 100% mælt með en þennan þekki ég ekki og kannski bara hinn besti gripur.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Weaver sjónaukar í Vesturröst

Ólesinn póstur af maggragg » 13 May 2012 17:30

Svona við fyrstu sýn þá eru þeir tæknilega með flotta fídusa, t.d. First Focal Plane og mil turnum sem getur verið kostur fyrir þá sem sækjast eftir því. Virðast vera samkvæmt umsögnum með góð gler líka. Best bara að skoða í kíkja í gegnum gripinn. Þetta virðist vera sjónauki á góðu verði með tactical fídusa sem henta vel í long range skotfimi.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara