Èg sè allt tvöfallt!

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54
Èg sè allt tvöfallt!

Ólesinn póstur af T.K. » 25 Jun 2012 12:18

Lenti í furðulegu veseni með Minox handsjónauka sem èg á. Hann sýnir tvöfalda mynd þegar horft er með báðum augum. Hann er skír og èg get fókuserað flott fyrir vinstra og hægra augað - í sitt hvoru lagi. En þegar èg svo horfi í hann með báðum augum í einu þá sè èg tvöfalda mynd. Ein fánastöng verður að tveimur, eitt hreindýr að tveimur osfrv. Nei, þetta skrifast ekki á drykkju. Dáldið leiður yfir þessu því þetta hefur verið ein af bestu veiðigræjum sem èg hef átt og virkað sèrdeilis vel fram til þessa.

Veit ekki hvað hefur gerst nè hvort hægt er að laga þetta. Einhverjar hugmyndir?
Takk :shock:
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Èg sè allt tvöfallt!

Ólesinn póstur af konnari » 25 Jun 2012 13:27

Hvernig típu ertu með ? Ég á HG típuna og þeir eru með 30 ára ábyrgð ! Hafðu samband við Jóa Vil í Ellingsen......þetta er örugglega í ábyrgð 8-)
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Èg sè allt tvöfallt!

Ólesinn póstur af T.K. » 25 Jun 2012 14:46

Þetta er BV að mog minnir. Hergrænn.
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Èg sè allt tvöfallt!

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Jun 2012 15:16

Önnur linsan virðist vera skökk en þá vísar annað sjónarhornið ekki samhliða hinu hver sem skýringin er þá því.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Èg sè allt tvöfallt!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Jun 2012 21:47

Það hefur einhver linkurinn (linsan) í honum losnað og skroppið til ! Hefur hann nokkuð dottið hjá þér?
Það er best að fara með hann í Ellingsen og athuga hvort hann er í ábyrgð (þú ert kannski ekki ,,atvinnumaður" og verslar erlendis ;) ) að öðrum kosti fara með hann í viðgerð í Beco það er ekki mikið mál að gera við þetta.
Það datt einu sinni kíkir hjá mér ofan af mælaborðinu og niður á gólfmottuna í jeppanum og það losnaði í honum linkur og það var ekkert mál að gera við hann, þó hann væri ekki í ábyrgð þetta var bara svona venjulegur kíkir og var bara í ábyrgð í eitt ár en hann losnaði strax á límingunum svo ég hefði getað látið gera við hann áður en hann datt og þá hefði linkurinn sennilega ekki losnað.
Viðhengi
IMG_0931.JPG
Hann varð jafngóður eftir viðgerðina. Mynd ÞSJ
IMG_6852-9.JPG
En svo var mér gefinn Zeiss og þá þurfti ekki að gera meira við. Mynd Nafni
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Èg sè allt tvöfallt!

Ólesinn póstur af T.K. » 27 Jun 2012 10:35

Reyndi Ellingsen. Græjan víst ekki í ábyrgð lengur svo mér var vísað á Beco. Þeir eru hættir að gera við sjónauka. Svo nú leita ég bara að einhverjum öðrum sem getur lagað þetta. Einhver? Líklega hefði ég bara átt að fá mér sjónauka síðast í cabelas. Amk hefði þjónustan varla verið mikið verri.
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

Svara