Sjónaukaprófun - Barska 6-24x60 SWAT IR

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Sjónaukaprófun - Barska 6-24x60 SWAT IR

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Sep 2010 20:57

Ég ákvað að gefa sjónaukanum mínum séns og gera \"box\" prófið á honum til að athuga hversu vel turnarnir elta. Einnig prófa hvernir stillingar á Zoomi breyttu ákomu.

Ég setti upp skotmark á 100 metrum og setti einn hornpunkt (vinstri, niðri). Ég mældi svo með laser lóðlínu upp og setti punkta akkurat 29 cm og 58 cm fyrir ofan hornpunktinn en þeir samsvara 10 MOA og 20 MOA á 100 metrum. Setti svo punkt til hægri 58 cm frá og aftur niðri þannig að það myndaði box.

Fyrst skaut ég tvemur skotum í hornpunktinn. Stillti sjónaukan upp um 10 MOA (80 klikk) og skaut tvemur skotum. ( Miða alltaf á sama punktinn ) Þetta endurtók ég allan hringinn og skaut svo síðustu tvemur skotunum aftur í núllstillingu. Ég skaut þremur skotum í efra vinstra hornið þar sem ég ruglaðist á turnum og trackaði 20 MOA til baka í stað þess að fara niður þannig að það bættust tvær aukafærslur við testið.

Útkoman er eins og sést á myndinni eitthvað sem ég hefði aldrei búist við af þessum sjónauka, hann virðir tracka mjög vel og 1 MOA á sjónaukanum er ekki langt frá raunverulegu MOA. Ég sé í raun ekki hvaða skotum ég skaut í hornpuntin því grúppan er undir 0,6 MOA.

Appelsínugulu punktarnir tveir sitthvor megin við skotmarkið í miðjunni er test á Zoominu en á vinstra skotmarkinu skaut ég tveimur skotum á 6x og 10 stækkun og eru það neðri skotin og hin tvö eru á 16x og 24 x stækkun. Það er töluverður munur og því ekki gott að vera að fikta í zoominu.

Skotmarkið í miðjunni notaði ég til að skjóta fyrstu skotunum og gá hvort að sjónaukin væri ennþá núllstilltur en ég hafði skotið á 600 og 700 metrum fyrir nokkrum vikum og hringlað fram og aftur með turnanna en ekki getað staðfest að þeir væru rétti eftir að ég setti þá til baka aftur. Það kom líka mjög á óvart.

Varðandi glerin þá eru þau sæmileg, þetta er enginn Zeizz eða ámóta sjónauki. Ég nota ekki meiri stækkun en 16x þar sem að hann verður óskýr við meiri stækkun. Upp á glerin að gera þá er þessi sjónauki ekki upp á marga fiska en ég get þó allveg sætt mig við hann þar sem þau eru ekki alslæm heldur. 1 klikk er 1/8 úr MOA og finnst mér það alltof fín stilling, einn hringur er 7,5 MOA og maður verður einfaldlega að horfa og telja þegar maður snýr turnunum. Klikkin eru ekki stíf og virkar þetta allt mjög ótraust.

En færslurnar eru samt sem áður góðar og hann heldur núllstillingu þannig að þetta er vel nothæfur kíkir fyrir peningin en hann kostaði fyrir kreppu um 30.000 kr. minnir mig fluttur inn.

Hann dugar í það sem honum er ætlað en í þessu eins og flestir vita fær maður það sem maður borgar fyrir. Þessi sjónauki kemst aldrei þar sem Zeizz, Nightforce og aðrir alvöru sjónaukar eru en hann dugar þó. Ég get allavega sætt mig við þennan sjónauka þangað til ég hef safnað fyrir stærri og betri.

Hliðarvindur var um 2-3 m/s en annars mjög gott veður. Norma Golden Match 130 gr. í 6,5x55 skotið liggjandi úr resti.

Næst ætla ég að prófa Nightforce 5,5x22x56 með sama testi

(Upphaflega sett inn á hlaðvefinn 11-07-2009)
Viðhengi
boxtest2.jpg
Boxtest með grúppustærðum og fráviki frá miðju
boxtest.jpg
Boxtest Barska
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Atli S
Póstar í umræðu: 1
Póstar:13
Skráður:22 Feb 2012 17:55
Fullt nafn:Atli Steinar Stefánsson

Re: Sjónaukaprófun - Barska 6-24x60 SWAT IR

Ólesinn póstur af Atli S » 23 Feb 2012 11:16

Mjög skemmtileg lesning, gaman að barskan hafi komið svona vel út.
Kv Atli Stefánsson
Föndur kall með meiru.

Svara