FFP vs. SFP sjónaukar

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
FFP vs. SFP sjónaukar

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Oct 2012 21:05

Það var komin umræða af stað um muninn á FFP og SFP sjónaukum og því upplagt að setja þetta í sér þráð.

Báðir gerðirnar hafa kosti og galla og henta til mismunandi nota. Sjónaukar með Second Focal Plane (SFP) eru algengastir enda ódýrari í framleiðslu. Krossinn í þeim lítur alltaf eins út fyrir skyttuna óháð stækkun á sjónaukanum. Þannig er hægt að zooma inn og maður sér alltaf allan krossinn eins en myndin stækkar.

First Focal Plane (FFP)virkar þannig að krossinn stækkar í réttu hlutfalli við stækkun sjónaukans. Það þýðir að krossinn þekur alltaf jafn mikið af myndinni.

Kostir FFP sjónauka er sá að með þeim er hægt að nota kvarðana í krossunum, hvort sem það er mil-dot eða annarskonar mælikvarðar á hvaða stækkun sem er. Sem dæmi þá myndi 1 mil í krossinum alltaf þekja 10 cm á hundrað metrum, óháð því hvort sjónaukin er í 4x stækkun eða 24x stækkun. Krossinn verður þá oft mjög þunnur í minnstu stækkun og í sumum tilfellum of þykkur í meiri stækkun. Þessi gerð hentar því fyrir þá sem nota sjónaukan til að mæla með, eða nota fallreikning og vindferla.

Þeir sem skjóta bara á mark á þekktum færum hafa lítið við FFP að gera þar sem ekkert þarf að mæla og krossin hefur það eina hlutverk að sýna hvar kúlan á að lenda. Ef menn eru einni að skjóta á bráð með hröðum kaliberum og eru ekkert að spá í fall eða vindtöflur græða menn lítið á FFP, þeir eru jú dýrari.

Í dag eru sjónaukar sem eru með FFP, oft með mjög fína krossa og má nefna krossinn á vortex viper sem er aðeins 0,04 mil á þykkt. Það þýðir að hann þekur alltaf 4 mm af skotmarkinu á 100 metrum, þ.e. óháð stækkun. Það er því auðvelt að læra á að mæla út fjarlægðir og reikna með falli þegar þú ert með krossa sem eru alltaf í réttri stærð miðað við skotmarkið.

Á SFP sjónaukum er mil-dot kross aðeins réttur í ákveðinni stækkun, fer eftir hverjum sjónauka fyrir sig og ef stækkunin er önnur er ekki lengur 1 mil á milli punkta.

Vortex mil kross í minnstu stækkun:
Mynd

Og svo sami kross í mestu stækkun í FFP:
Mynd

Einnig er hægt að fá krossa með kvörðum í MOA nú eða sérhannaða fyrir kaliberið þitt, og þá er gott að vera með FFP.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Hjölli
Póstar í umræðu: 2
Póstar:27
Skráður:02 Jun 2012 21:55
Staðsetning:Kopavogur Iceland

Re: FFP vs. SFP sjónaukar

Ólesinn póstur af Hjölli » 08 Oct 2012 21:50

Eg á gamlan ca 6 ára meopta 3-12x50 finnst hann leiðinlegur í pappa götnu
krossin er fínn á 3 stækkun en á 12 sækkun er hann orðin mjög þykkur
sleppur kanski á 100 metrum en vont á 200 og 300 metrum
líklega er þetta betra hjá Wortex :)
Hjörleifur Hilmarsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: FFP vs. SFP sjónaukar

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Oct 2012 21:55

Þeir hafa verið að þróa þessa krossa einmitt í að vera þynnri. Áður var nokkuð um þetta á Evrópskum rifflum og voru þeir klárlega ekki gerðir fyrir markskotfimi. Einn annar kostur við FFP er að hann heldur miðinu óháð stækkun en það hefur verið vandamál í ódýrari rifflum að með því að stækka eða minnka þá hefur POI færst til.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Hjölli
Póstar í umræðu: 2
Póstar:27
Skráður:02 Jun 2012 21:55
Staðsetning:Kopavogur Iceland

Re: FFP vs. SFP sjónaukar

Ólesinn póstur af Hjölli » 08 Oct 2012 22:27

Ef menn eru í vandræðum að finna Wortex viper sjónauka
get ég hiklaust mælt með þessari síðu hef verslað þar sjálfur
muna bara að setja inn cupon code og fá 9% afslátt
http://theopticzone.com/

kv
Hjörleifur Hilmarsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: FFP vs. SFP sjónaukar

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 09 Oct 2012 14:26

Ég hef verið að pæla í þessu með FFP og SFP. Þar sem ég hef enga reynslu af því að skjóta með FFP sjónauka þá get ég ekki alveg áttað mig á því hvort þetta er betra.

Ég varð fyrir hálfgerðu áfalli fyrir nokkuð löngu síðan þegar ég las að FFP sjónaukar væru almennt dýrari (og þar af leiðandi fínni og kannski betri) en SFP, svo tók ég upp Zeiss-inn minn og sá mér til mikillar hrellingar að hann var SFP.

Ef þú ætlar þér að læra að meta færi með því að horfa í gegnum riffilsjónaukan þinn og reikna út færið með því að nota MOA eða MRAD þá er FFP sjónauki með þennan augljósa kost að hann er alltaf eins sama á hvaða zoom-i þú ert.

Ég er samt á þeirri skoðun að þú sért fljótastur að nota fjarlægðarmælir (eða læra að meta fjarlægðir með berum augum) þegar hann virkar og kunna bara klikkinn á sjónaukanum þínum, þ.e. að búa þér til feriltöflu.

Sú aðferð sem ég nota er að núll stilla kíkirinn á 100 metra og fjarlægðir innan við það skipta ekki máli, þar sem kúlan byrjar sirka 4,5 cm fyrir neðan kross og fer svo lítið uppfyrir á leiðinni út á 100 metrana að maður miðar bara örlítið yfir á þessum styttri færum og allt út á 150 metra eftir það klikkar maður hann bara upp.

Mót eins og tófumótið sem bæði við og skaustmenn hafa verið að halda, hjálpa mönnum mjög mikið að læra á sjónaukann sinn þar sem menn eru að skjóta á mörgum mismunandi færum.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: FFP vs. SFP sjónaukar

Ólesinn póstur af gkristjansson » 09 Oct 2012 19:54

Ég er sammála Stefáni, ég stunda svo til eingöngu veiðar (ekki mark skotfimi) og sætti mig við að núlla riffilinn á 100 metra, mæla eða meta fjarlægðina í dýrið sem ég er að skjóta á og reikna (með gömlu gráu sellunum) hvað fallið er ef út í það er farið.....
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: FFP vs. SFP sjónaukar

Ólesinn póstur af maggragg » 10 Oct 2012 21:16

Hvort maður vill FFP eða SFP snýst fyrst og fremst um smekk frekar en annað.

Kosturinn sem ég sé við FFP persónulega er að ég get notað krossinn í staðinn fyrir turnanna til að gera ráð fyrir færunum. Það er ein helsta ástæða vinsælda FFP núna. Fæstir eru að mæla færið með krossunum, enda mun nákvæmara og áreiðanlegra að nota fjarlægðarmæla.

En þegar uppi er staðið þá snýst þetta um smekk og í hvað á að nota riffilinn, en eins og kemur fram hjá flestum þá er þessi fídus aðeins í sjónaukum sem nefnast tactical þar sem þetta hentar best í þannig skotfimi.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara