Ódýr vs dýr :)

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 2
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri
Ódýr vs dýr :)

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 09 Oct 2012 21:21

Sælir\Sælar

Mig langar að spyrja hver er rökstuddur munur á "ódýrum" og "dýrum" sjónaukum?

En málið er það að ég keypti mér "ódýran" riffill fyrir nokkru sem var hugsaður svona til að ég sæi hvort þetta riffillskytterí ætti við mig. Ég fór því næst á stúfana og spurðist fyrir um sjónauka á nokkrum vel völdum stöðum..

Nánast allstaðar var svarið eitthvað á þessa leið "fáðu þér dýrari sjónauka strax! Annars áttu eftir að sjá eftir því fljótlega" engar nánasti útskýringar fengust.

Jú auðvitað gerði ég eins og mér einum er lagið, þvert ofaní ráðleggingar

Keypti mér ódýran Barska sjónauka, er mjög sáttur við gripinn þ.e.a.s á þennan riffill (gamall Rem 788 cal 22-250) sjónaukinn er með mil-dot kross og er hann frekar fínn að mínu mati.
Barska fyrirtækið virðist treysta sínum sjónaukum það vel að það er lífstíðarábyrgð á þeim í USA og Kanada.

Eftir hverju eru menn að leita? Öðru en verðmiða og nafni.
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Ódýr vs dýr :)

Ólesinn póstur af Gisminn » 09 Oct 2012 22:02

Sæll ég skal byrja Ég leita eftir skýrleikanum, Að ég get treyst því að ef ég fikta í stillingunum svona sem dæmi fer 20 klikk upp og tek skot að hann sé alltaf á sama stað þar og að hann fari í sömu stillingu þegar ég fer 20 klikk til baka. Að lífstíðarábirgðin haldi í alvöru því ódýrari eintökin eiga mörg hver það til að halda skyndilega ekki núllpunkt og á ég þá við að fyrsta skot hittir x en næsta 4cm undir þriðja enn neðar og í aðrahvora áttia og eftir það ferðast í þá átt en svo jafnar kíkirinn sig inn í skáp en skyttan er ógeðslega fúl yfir því hve léleg hún er. Þetta er svakalega leiðinlegur galli því þetta er ekki það fyrsta sem meðal eða byrjenda skytta dettur í hug að sé að.
þetta er það helsta sem ég er að leita að en svo eru fullt af smáatriðum í viðbót.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 2
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: Ódýr vs dýr :)

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 09 Oct 2012 22:18

Sæll og takk fyrir þetta... En miðað við þetta þá má ég una vel við minn (enn sem komið er) hef verið að skjóta -tommu grúbbur á 100m og miðað við allt þ.e.a.s reynslu, skot, riffill, kíki o.s.f þá er það nóg fyrir mig í bili.. Segi það ekki að þegar kemur að því að fá sér nýjan riffill þá verður sjónaukinn skoðaður vel.. En finnst samt sem áður oft á tíðum ráðleggingar ráðast meira af snobbi en reynslu. Það eru nefninlega ekki allir sem hafa reynslu af ódýrari sjónaukum en staðhæfa samt hversu óbrúkandi þeir eru...

Bara smá hugleiðing en alls ekki neinir sleggjudómar..

Með virðingu og vinsemd Gunnar Óli
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

User avatar
AndriS
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:22
Skráður:02 Jul 2010 09:37

Re: Ódýr vs dýr :)

Ólesinn póstur af AndriS » 09 Oct 2012 23:09

Grein þar sem verið er að skoða Bushnell elite en sá sem skrifar fer einnig út í þessar pælingar varðandi ódýra og dýra sjónauka.

http://www.realguns.com/Commentary/comar176.htm
Andri S. Ásmundsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Ódýr vs dýr :)

Ólesinn póstur af skepnan » 09 Oct 2012 23:52

Sæll Gunnar Óli, yfirleitt er það þannig í sjónaukabransanum að meira verð = meiri gæði.
Þú borgar fyrir gæðin á glerjunum, betur slípuð gler eru dýrari en líka skýrari. Betur smíðaður sjónauki þolir betur höggið sem að fylgir skotinu, ódýr sjónauki getur allt í einu byrjað á því hætta að virka sem skyldi. Ég er með Hawke sjónauka á 223 sem að virkaði fínt í nokkur ár en skyndilega datt hæðarstilliskrúfan úr sambandi :evil: Ekki það að þetta var nú bara bráðabirgða sjónauki þar til sjónaukasjóðurinn væri nógu stór fyrir alvöru sjónauka en núna er riffillin hálf gagnlaus :evil: og sjóðurinn tómur :cry:
Betur smíðaður sjónauki er dýrari, betri efni= hærra verð.
Þú semsagt borgar fyrir gæðin en oft á tíðum líka fyrir merkið.
Riffill skýtur aldrei betur en sjónaukinn leyfir, ef sjónaukinn er lélegur virkar besti riffill í heimi sem hálfgert drasl. En ef að skyttan er léleg, þá dugar besti riffillinn og besti sjónaukinn skammt :twisted: :lol:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Svara