Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
egill_masson
Póstar í umræðu: 5
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík
Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af egill_masson » 30 Oct 2012 22:45

Sælir, ég var að eignast minn fyrsta riffil - Ruger Hawkeye 243 með léttu hlaupi og næsta verkefni er að fá sér kíki.

Riffillinn verður notaður fyrir hreindýr (og þar með skotpróf) og vonandi fyrir tilfallandi gæsaveiðar.

Ég er að skoða notaðan Burris 3,5-10x50. Velti því samt fyrir mér hvort 50mm kíkir sé of stór fyrir þennan riffil og hvort 40mm kikir henti betur. Hef reyndar lent í því að skjóta hreindýr í rökkri - og þá skipti birtan í kíkinum höfuðmáli við ákvörðun um að taka í gikkinn.

Vildi gjarnan fá að heyra skoðun mér reyndari manna um þörfina á björtum kíki annars vegar og hins vegar hvort stærð kíkisins verði óhófleg og geri vopnið verra til brúks.

Kv,
Egill Másson
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Oct 2012 23:18

Sæll bjartari kíkir er betri og veitir meiri möguleika í veiðum eins og ref við æti til viðbótar því sem þú nefndir.
Ef ég mætti ráðleggja þér þá er leopold 3-9x50 auglýstur hér á vefnum þar er góður gripur með lífstíðar ábirgð ef ég fer rétt með.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

egill_masson
Póstar í umræðu: 5
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af egill_masson » 30 Oct 2012 23:33

Takk Þorsteinn, ég kanna Leupoldinn. Er á ágætis ásettu verði.
Hinn kíkirinn sem ég er að skoða er Burris Fullfield II - töluvert dýrari - en sennilega betri (?).

Kv
Egill
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 31 Oct 2012 00:29

Sælir.
40 mm linsa ætti að vera nóg í flest ef glerið er þokkalaga vandað. á 2 Burris Fullfield II annar 3-9x40
hinn 6,5x20-50 og 3-9 er alveg á pari við Leupold VXII 3-9x40 sem ég á líka en það er næsta típa ofan við þann sem er verið að auglýsa hér, en Leupold er alltaf flott merki. Kosturinn við 40 mm linsu er að sjónaukinn situr lægra á rifflinum.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af konnari » 31 Oct 2012 09:30

Leupold VX-III eru fínir sjónaukar, en VX-I er bara svona sæmilegur ódýr sjónauki sem er ekkert til að hrópa húrra fyrir ! Væri brúklegur á 22LR. Ef þú villt góðan sjónauka fyrir peninginn fáðu þér Kaps (fæst í vesturröst) eða Meopta (fæst í hlað), t.d. 3-12x50 sem er mjög fínt í alla veiði og ekki of þungur á þennan riffil.
Kv. Ingvar Kristjánsson

egill_masson
Póstar í umræðu: 5
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af egill_masson » 31 Oct 2012 13:22

Takk, já nú er ég farinn að hallast að kíki í svona meðalgæðaflokki og þá 40mm - finnst koma vel til greina að kaupa þennan frá USA:
http://www.opticsplanet.com/zeiss-3-9x4 ... icle1.html
Hugsunin er þá að Zeiss glerið sé heldur bjartara þó linsan sé bara 40mm.

Mér skilst að ekki séu tollar né vörugjöld á riffilkíkjum frá USA - einungis VSkur.
Kv
egill
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af Gisminn » 31 Oct 2012 13:30

Það passar en gættu að þeir gætu verið með leiðindi og ekki vilja senda út úr USA
en hingað kominn kostar þessi ódýrasti 63.915 kr ef það eru engin flutningsgjöld
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

egill_masson
Póstar í umræðu: 5
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af egill_masson » 31 Oct 2012 18:35

Jæja búinn að panta Zeiss Conquest 3-9x40 frá opticsplanet.
Flutningskostnaður er $46 - semsagt alls $446.
Svo er bara að vona að ekkert vesen verði.

Þakka þeim sem svöruðu fyrir aðstoðina við þessa ákvörðun.

Kveðja,
Egill
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af konnari » 01 Nov 2012 09:31

Zeiss conquest eru mjög góðir sjónaukar....ég er búinn að eiga nokkra svoleiðis....þú verður ekki svikinn að því.
Kv. Ingvar Kristjánsson

iceboy
Póstar í umræðu: 3
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af iceboy » 01 Nov 2012 10:27

Það var ekkert vesen þegar ég pantaði minn sjónauka frá opticsplanet.com
Kom eftir ca 4-5 daga og ekkert vesen. Var spurður um áritun frá löggunni en ég sagði stelpunni bara að þess þyrfti ekki enda getur hún flett því upp að þess þarf ekki og borgaði tollinn og allt í góðu
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af skepnan » 02 Nov 2012 15:32

[quote="konnari"]Leupold VX-III eru fínir sjónaukar, en VX-I er bara svona sæmilegur ódýr sjónauki sem er ekkert til að hrópa húrra fyrir ! Væri brúklegur á 22LR. quote]

Úpps, svona er maður vitlaus :oops: . Búinn að nota svona gler á .270 rem og ekki búinn að slasa mig né aðra.
Þurfti reyndar að skjóta rollu í stansi og drapst hún um leið svo að væntanlega hef ég hitt ;)
Það sem hentar einum hentar kanski ekki öllum, sumir vilja meira en aðrir. Ég hef nú lesið á netinu að vx-i sé með endingarbestu og áræðanlegustu sjónaukunum, þessvegna fékk ég mér einn. Það að segja að hann sé bara á 22 virkar sem snobb fyrir mig Sorry.
IMG2011- 700.gif
IMG2011- 700.gif (58.33KiB)Skoðað 2771 sinnum
IMG2011- 700.gif
IMG2011- 700.gif (58.33KiB)Skoðað 2771 sinnum
Skelli hér inn lýsingunni á aðstæðum ofl. sem ég setti inn á Hlaðvefinn hinn gamla:
Þar sem að menn hafa beðið um fleiri myndir á vefinn ákvað ég að verða memm og henda inn þessari hérna.
Fór á laugardaginn upp í heiði og tók létta æfingu. Frostið var um 7°C samkvæmt mælinum í bílnum, gæti hafa verið meira, ekki sá nákvæmasti. Vindur 6-7 ms. Riffill er Howa Talon Thumpholer í cal. 270 win með flútuðu hlaupi. Kúlurnar 130gr FMJ Norma, verksmiðjuskot. Ekkert sérhlaðið gæðadót ennþá. Færið var 140 metrar samkvæmt fjarlægðarmæli.
Aðstæður eru þannig að skotið er yfir gil með læk í miðjunni, þónokkuð upp í móti. Ansi mishæðótt og misvindasamt. Ekki bestu aðstæður ég veit, er að vinna í því að búa til betri aðstöðu. Notast er við meðalstórt rafmagnskefli sem skotborð. Þarf að smíða sæti til að nota til þess að þurfa ekki að standa klofvega og halla mér niður til að skjóta.
Gleymdi næstumþví að glerið ofan á er bara Leupold vx-i 3-9x50, enginn Sightron hér, né Zeiss, né Nightforce, S&B,Vortex eða tactical mildot disel turbo ;-)
Og já ég klúðraði einu skotinu, ég er bara ekki betri en þetta. En ætti að duga á heimaslátrunina eins og Hurðarbak benti hér á einu sinni.

Fyrir mitt leyti þá er það að benda byrjenda á að kaupa sjónauka fyrir 250þúsund heldur vel í lagt :shock:
En við erum ekki öll eins sem betur fer né með sömu skoðanirnar :roll:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

iceboy
Póstar í umræðu: 3
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af iceboy » 02 Nov 2012 17:10

Keli ég er alveg sammála þér með það að það sem hentar einum hentar ekki öllum og kíkirinn þarf ekkert endilega að vera svakalega dýr til þess að geta verið ágætur.

Kíkirinn á rifflinum sem ég nota mest er 30 ára gamall Bushnell með fastri 8 x stækkun og 32 mm framlinsu, þetta situr svo á Sako Vixen 222 cal

Menn hafa oft talað um það að vera með bjartari kíki til að geta skotið lengur fram í rökkrið.

Ég var á hreindýraveiðum fyrir nokkrum árum og lenti í því að komast í dýr í rökkrinu.
Færið á milli 150 og 200 metrar og ég sá silúettuna af dýrinu vel og veit að það var ekkert á bakvið.

Ég tók samt skotið úr rifflinum og fór heim.
Þó svo að ég hefði verið með dýrari og betri kíki þá hefði ég ekki skotið, af þeirri ástæðu að mín veiðisiðfræði sagði mér að ef dýrið dettur ekki nákvæmlega þar sem það stóð þá gæti orðið erfitt að finna það.

Ég held því að spurningin um hvort kikirinn á að vera 40 eða 50 mm snúist svoltið um hvað á að nota þetta í, ef það er t.d í ref í rökkri þá skiptir birtan töluverðu máli. Ef það er aðallega spurning um hreindýr þá eru þau ekki svo oft skotin í rökkrinu.
Auðvitað geta áherslurnar breyst og það sem var ekki á planinu að nota riffilinn í í dag getur orðið það á morgun.

En er þetta ekki spurning með þetta eins og með margt annað að prufa, horfa í gegnum margar tegundir og finna það sem þér finnst best?
Eins og keli sagði, það sem hentar einum hentar kannski ekki öllum
Árnmar J Guðmundsson

Benni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af Benni » 02 Nov 2012 17:39

Veit þú ert búinn að panta en verð að benda á einn sjónauka sem hefur komið skemmtilega á óvart en það er Vortex Viper 6,5-20x50, fékk einn síðasta vor og gæti ekki verið ánægðari með hann!

http://www.opticsplanet.com/vortex-rifl ... -06fp.html

Svo verður settur http://www.opticsplanet.com/vortex-vipe ... scope.html á Remmann þegar hann kemur á næsta ári ef maður nær einum, þessir Vortex sjónaukar seljast svo hratt að það getur verið erfitt að ná einum :mrgreen:

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af sindrisig » 02 Nov 2012 17:48

Árnmar hefur greinilega verið að veiða á svæði þar sem t.t.l. auðvelt hefur verið að komast aftur á sömu slóðir.

Sumstaðar er þetta ekki svona einfalt. Einar Haralds man örugglega eftir Sandvíkurferð um aldamótin þar sem lent var í Norðfirði um sexleytið morgunin eftir með 14 dýr og helling af köllum. Það verður seint sagt að glerið hafi ekki skipt máli þá.
Sindri Karl Sigurðsson

iceboy
Póstar í umræðu: 3
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af iceboy » 02 Nov 2012 18:07

Auðvitað skipta glerin máli, enda hef ég aldrei haldið öðru fram. En ekki trúi ég nú að öll 14 dýrin hafi verið skotin alvegí rökkrinu þó að túrinn hafi endað seint morguninn eftir.

Það er alveg rétt hjá þér Sindri að ég veiði á svæði 2 en það hafa alveg orðið 22 tíma túrar þar og var þá lagt af stað kl 0600 um morguninn þannig að komið var heim um 4 morguninn eftir.

Það breytir því ekki að stundum þá er það ekki endilega glerið sem stoppar mann, dýr sem ber við loft sést oft ágætlega þó svo að það sé ekki víst að það sjáist eins vel þegar á að fara að leita að því særðu
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af sindrisig » 03 Nov 2012 00:50

Rétt er það.

Engin eftirbreytni af sumu sem maður hefur annað hvort horft upp á eða tekið þátt í. Breytir því ekki að ef búnaðurinn er næsta sort, hefðu hlutir ekki gengið upp.

Annars var þessi veiðiferð sérstök að flestu leyti. Farið að stað daginn áður, gengið allan daginn og endað með því að fara í Sandvík og gist þar. Næsti dagur byrjaði kl. 07 og búið var að ordna báti frá Neskaupstað og átti sá að koma á fyrirfram ákveðnum tíma. Við vorum með 4 dýr ef ég man rétt og klárir á tilsettum tíma. Vandamálið var "bara" það að það voru fáeinir aðrir veiðimenn sem höfðu ekki gert neinar ráðstafanir varðandi heimkomu á svæðinu. Ef ég man rétt var síðasta dýrið fellt rúmlega 10 um kvöldið, lagt af stað til Nes 3 um nóttina.

Það besta var, eða þannig, að þetta átti að vera skreppitúr með fjölskylduna, að ná í okkur 4+hjálparmenn, en hlutirnir æxlast stundum þannig að þó að aðrir séu ekki búinir að græja sig alla leið, þá er helvíti aumingjalegt og samviskan leyfir það einfaldlega ekki að skilja aðra veiðimenn eftir, umkomulausa, í vík eins og þessari.
Þó að þeir hafi átt það skilið, að vissu leyti.
Sindri Karl Sigurðsson

egill_masson
Póstar í umræðu: 5
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af egill_masson » 03 Dec 2012 23:05

Jæja, fyrir þá sem hafa áhuga: það tók um 15 daga að fá kíkinn frá USA með ódýrasta sendingarmáta- og þetta kostaði alls 74 þúsund með tollskýrslu- og geymslugjaldi til Tollstjóra.
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fyrir létta 243 - 40 eða 50 mm kíkir

Ólesinn póstur af Gisminn » 03 Dec 2012 23:13

Flott alltaf gaman að vita hvernig málin enda takk fyrir það :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara