Nikko Stirling Nighteater 30mm 10-50x60??

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
AndriS
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:22
Skráður:02 Jul 2010 09:37
Nikko Stirling Nighteater 30mm 10-50x60??

Ólesinn póstur af AndriS » 10 Nov 2012 07:53

Hefur einhver reynslu af dýrari gerðum frá þessum framleiðanda?? Er að pæla í 10-50x60 en finn ekki mikið um hann á veraldarvefnum.

Pælinginn er að nota hann á 6.5-55 þangað til að drauma kíkirinn fæst til landsins.

http://www.tacticalscope.co.uk/nikko-ni ... -804-p.asp
Andri S. Ásmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Nikko Stirling Nighteater 30mm 10-50x60??

Ólesinn póstur af Gisminn » 10 Nov 2012 11:27

Nei ég þekki það ekki en bara fyrir forvitnisakir þá verð ég að spyrja hvort þér finnist ekki 10-50x60 dálítið of mikið.
Þú þarft stærstu sjónaukafestingarnar og þarafleiðandi getur þú lent í því að allar stellingar til að miða með honum eru vondar nema standandi fríhendis.
Því í liggjandi stöðuni og jafnvel sitjandi stöðuni gætir þú þurft að reigja hausin aftur til að horfa í gegn og það eyðileggur í flestum tilfellum skotstöðuleikann.
Þú mátt ekki taka þetta sem afskiptasemi af minni hálfu þetta er bara svona vinsamleg ábending af reynslu.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
AndriS
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:22
Skráður:02 Jul 2010 09:37

Re: Nikko Stirling Nighteater 30mm 10-50x60??

Ólesinn póstur af AndriS » 10 Nov 2012 14:40

Takk fyrir þetta Þorsteinn. Hafði hreinlega ekki hugsað út í það. Get fengið að prufa sjónauka af svipaðri stærð til að kanna með hvernig það kemur út.

Alltaf gott þegar menn eru til í að miðla reynslu sinni.
Andri S. Ásmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Nikko Stirling Nighteater 30mm 10-50x60??

Ólesinn póstur af Gisminn » 10 Nov 2012 15:24

Besta mál endilega mátaðu ég hef átt marga sjónauka með mismunandi stækkunum og er með 6,5x55 riffil og er með 6-24x50 og er hann alveg yfirdrifið nóg í alla veiði og vel nothæfur uppað 500 metrum á rauðan tommu punkt þó ég sjái ekki lengur krossinn sem er á blaðinu ca 5mm breiður og hverfur bakvið krossin í kíkinum . En mikið vill meira og sá næsti verður sama tegund nema 8-32x56 :P
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Nikko Stirling Nighteater 30mm 10-50x60??

Ólesinn póstur af konnari » 12 Nov 2012 14:22

Það er eins gott að það sem þú ætlar að skjóta á hreifi sig ekki mikið meðan þú miðar því að þú verður fljótur að týna skotmarkinu með 10x sem lágmarkstækkun í veiði ! Ég myndi skoða aðra kosti í þinni stöðu. 8x sem lágmarksstækkun er algjört hámark að mínu mati.....og 6x er enn betra ef þú ætlar að nota hann í veiði.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
AndriS
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:22
Skráður:02 Jul 2010 09:37

Re: Nikko Stirling Nighteater 30mm 10-50x60??

Ólesinn póstur af AndriS » 13 Nov 2012 11:13

Ingvar það var nú ekki hugmyndin að fara að skjóta á eitthvað sem myndi hreyfast. Bæði kíkirinn og rifillinn hugsaður fyrir pappagötun.

Takk samt fyrir svarið. Hef þetta í huga þegar ég set saman veiðiriffil.
Andri S. Ásmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nikko Stirling Nighteater 30mm 10-50x60??

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Nov 2012 13:05

Ég er með Tasco kíki á rifflinum mínum sem stækkar 6 til 24 sinnum og linsan bara 40 mm.
Ég er alltaf með kíkinn stilltan á 24x stækkun og fjandakornið það er ekki allt kyrrt sem ég er að skjóta á.
Þetta var svolítið erfitt fyrst en ég var furðu fljótur að venja mig á að finna strax skotmarkið í gegn um hann með fulla stækkun meðan hann var með Bell & Carlson skeftinu sem Arnfinnur setti á hann í upphafi.
Mín reynsla er sú að stilli menn kíkinn á hálfa stækkun, til dæmis 15 í mínu tilfelli, þá eru menn sjaldnast að nota hann með meiri stækkun og þess vegna óþarfi að kaupa kíki sem stækkar meira en það.
Ég þurfti síðan að læra allt upp á nýtt eftir að Jói Vill skipti um skefti á rifflinum fyrir mig og setti á hann Richards M G með pistol grip og thumbhole, þá kom riffillinn öðruvísi upp og þá tók það lengri tíma að venjast þessu.
Þar sannast hið fornkveðna að ,,það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja", það á að vísu gríðarlega oft vel við okkur sem stundum skotfimi og veiðar að því er mér finnst og alloft kemur fram, jafnvel á þessu ágæta spjallborði :lol:
Viðhengi
Riffill-4578[1].jpg
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Nikko Stirling Nighteater 30mm 10-50x60??

Ólesinn póstur af skepnan » 13 Nov 2012 17:07

Sæll Andri, ég hef ekki verið með Nikko sjálfur né skotið af riffli með slíkum grip svo að ég get ekki sagt til um gæði þeirra en hef spáð í að henda einum slíkum á 223-inn. Þeir fá alveg ágætis einkunn á veraldarvefnum og menn virðast frekar ánægðir með þá hérna heima en þetta eru bara ódýrir sjónaukar svo að þeir eru ekkert að fara keppa við stóru merkin :P Að því sögðu, þá hafa menn nú reyndar klúðrast til þess að vinna mót hér á landi með Nikko og Howa pakka svo að þetta er ekki algert rusl :mrgreen:
Ég veit nú svosem ekki hversu skýr hann verður á mestu stækkun, þar borgar maður fyrir gæðin ;)
En til þess að notast við þangað til að draumagripurinn kemur þá er þetta nú ekki alvarleg upphæð sem um ræðir og alveg tilraunarinnar virði.
Fáðu að skoða Nikko í Veiðihorninu og vittu hvað þér finnst.
Svo lætur þú okkur vita hvað úr verður, alltaf gaman að sjá nýja fleti á áhugamálinu 8-)

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Svara