Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ
Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af TotiOla » 07 Dec 2012 15:34

Gisminn skrifaði:Siggi er þetta límband sem heldur stillingarhnappnum þarna á neðstu?
Teipið á neðstu myndinni er þó ekki til að halda honum saman, það er til að turninn afstillist ekki þegar ég ber hann á bakinu dægrin löng.
Ég velti þessu einmitt fyrir mér í sumar þegar ég fór á hreindýr. Þ.e.a.s. hvort ég ætti að reyna að festa þetta einhvern veginn. Gleymdi því svo í öllum látunum, en það kom ekki að sök. Turnarnir héldu sér alveg þrátt fyrir bröltið :D
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Gisminn » 07 Dec 2012 16:19

Jú ég sá ekki að hann hafði útskýrt notkunina en það er nú einn kosturinn við eins og Sightroninn þegar ég er búinn að núlla einfaldlega losa ég turnstillihettuna og set á núll.Er svo reyndar með hlíf yfir en ég geri það orðið ósjálfrátt að skoða núllið og svo hallarmálið síðan tek ég í gikkinn þetta á við á gæsini. er oft að taka hana á 2-300 metrum og eins og ég hef sagt áður hættir mér einhverra hluta vegna til að halla rifflinum að mér. Átti reyndar 2 góð skot núna í haust það fyrra var gæs á 411 metrum niður í móti yfir á og 1 skurð og það síðara hrafn á 425 metrum beint á sandi en bæði þessi skot voru í logni.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af TotiOla » 07 Dec 2012 16:28

Það er ekkert annað :shock: Ég þarf að komast á fleiri æfingar ef ég á að ná fugli á svona færi :P

Þörfin á tape-i hjá þér er þá væntanlega lítil fyrst þú ert með hlífar yfir turnunum.Turnarnir á Viper PST-inum hjá mér líta svona út:

Mynd

... en eru með þokkalega grófan "gang" þannig að það þarf þokkalegt afl til þess að þeir snúist.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Gisminn » 07 Dec 2012 16:38

Þetta eru flottir turnar og virkilega góð mynd af skrúfuni sem við losum til að færa á núll
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 2
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 07 Dec 2012 17:09

Ertu búinn að græja Zero Stoppið Tóti?

Það er alger snilld. Þegar maður er farinn að skjóta út á nokkur hundruð metra er rosalega gott að hafa það til að fara til baka í hvelli
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Fiskimann
Póstar í umræðu: 4
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Fiskimann » 08 Dec 2012 00:32

Sælir félagar
Ég er alveg sammála Veiðimeistara að leggja ekki of mikinn pening í sjónaukann. Pabbi gamli var með gamlan ódýran Bushnell, með fastri 6x stækkun á 243w. Ég notaði sjónaukann síðar á 308. Það hafa margar gæsir fallið í áranna rás og þær sem ég hitti ekki eru tæplega sjónaukanum að kenna. Ég sé alltaf eftir að hafa gefið hann á sínum tíma. Ef menn hafa auka pening þá væri gott ráð að kaupa góðan handsjónauka til að finna dýrin.
Kv. Guðmundur Friðriksson
Guðmundur Friðriksson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Dec 2012 00:43

Mig grunar nú samt að gamli ódýri Bushnell sé í allt öðrum gæðaflokki en nýji ódýri Bushnell.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Dec 2012 10:44

Einar, þó menn séu að fara sjaldan á veiðar verða menn samt að æfa sig og í rauninni verða menn að æfa sig meira ef menn fara sjaldan á veiðar til að halda sér betur við, mér finnst það engin afsökun að menn geti verið með minni stækkun til að komast af með að æfa sig lítið.
Það er alltaf betra að venja sig strax á að skjóta með mikla stækkun það kostar meiri æfingar ef alltaf er verið að súmma upp og niður, einnig eru menn að láta eftir sér í einhverri óþolinmæði að minnka súmið ef menn finna ekki bráðina strax í sjónaukanum þó það taki í raun lengri tíma að taka kíkinn frá auganu til að minnka súmið heldur en leita betur.
Ég hef alltaf nógan tíma, ég finn bráðina strax í kíkinum og fylgi henni svo eftir þar til hún stoppar eða ég læt hana stoppa, þá þarf ég ekki nema sekúndubrot til að taka í gikkinn.
Það er rétt sem þú segir Einar að sjónaukar með mikla stækkun henta vel hér á landi á þessum opnu svæðum og löngu færum, þess vegna eigum við að æfa okkur að finna bráðina með mikilli stækkun, 20-24 til dæmis.
En takið eftir því að um leið og mikil stækkun hentar vel til veiða hér á landi á þessum opnu og löngu færum, þá henta líka betur hérna heima til veiða, rifflar með flatan feril og hraðar kúlur.
Eins og ég sagði byrjaði ég að skjóta hreindýr og gæsir með járnsigtum og sagði það hafa verið framför þegar sjónaukarnir komu á rifflana fyrsti sjónaukinn var Carl Zeiss Jena með 4x stækkum og stólpakrossi það var og er virkilega nákvæmur kíkir sem aldrei breytir sér og er á Sako 222 cal. heilskeftum sem kom heim í Vaðbrekku úr búi afabróður míns, Guðmundar Þorsteinssonar frá Lundi.
Ég er búinn að skjóta gríðarlega mikið af hreindýrum, gæsum, tófum og rollum með honum, hann klikkar aldrei og ég er enn að skjóta úr honum.
Einar, ég man líka eftir ónefndum guðsmanni sem hefur farið á hreindýraveiðar með mér, hann var með Carl Gustaf 6,5x55 með járnsigtum og hitti ágætlega.
Mér er alveg sama hvaða stækkun menn eru með sem fara með mér á hreindýraveiðar en mér finnst ekki verra að þeir séu með mikla stækkun, aðalatriðið er að þeir hafi æft sig að finna bráð og það dýr sem ég ráðlegg þeim að skjóta, í kíkinum sem þeir eru með á rifflinum hjá sér .
Sumir eru svo illa æfðir að þeir finna ekki bráð sem er á hreyfingu þó stækkunin sé niður undir 10x.
Bezt finnst mér samt að menn sú með riffil með flötu og hröðu kaliberi og kíki með mikilli stækkun, þá tekur minni tíma að veiða dýrið vegna þess að við þurfum ekki eins nálægt dýrunum og ella, svona 200-300 metra og þau eru rólegri.
En með riffla eins og 243 og 308 þarf að komast í undir 150 metra færi, þetta álit byggist á gríðarlega mikilli og langri reynslu minni af hreindýraveiðum og leiðsögn.
Síðan er bara að æfa sig og æfa sig það er grunnurinn að allri velgengni á veiðum, það var til dæmis stór munur á mönnum síðasta haust hvað menn komu muklu betur æfðir til veiða og það var einungis skotprófunum að þakka.
Viðhengi
201_0103.JPG
Sako Riihmakhi cal. 222 heilskeftur sem við köllum Guðmund eftir afabróðir mínum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Sveinn » 09 Dec 2012 22:04

Það getur verið fínt að hafa mikla stækkun ef menn hafa góð gler. En frekar að velja góð gler og litla stækkun en miðlungsgler og mikla stækkun ef budget er takmarkaður.

Aukin stækkun þýðir að exit pupil (útljósop) og sjónsvið minnkar. Minna útljósop þýðir minni birta, minna sjónsvið þýðir meiri hætta á að missa bráðina úr sjónsviði. Augnablik telja eins og einhver benti á. Mikil stækkun krefst góðra glerja (og stærri framlinsu) ef birta, kontrast, litgreining og upplausn á að vera í lagi. Útljósop = þvermál framlinsu / stækkun. Ljósop mannsaugans er 5-9 mm (í ungum manni, minnkar með aldri), ef útljósop stillingar á kíki er minna þá fær augað ekki þá birtu sem það getur numið og jafnvel skapað dökka umgjörð (vignetting) á jöðrum. Á 20x stækkun á kíki með 50 mm linsu er útljósop hans 2,5 mm. 10x stækkun á sama kíki gefur 5 mm útljósop. Yfirleitt skynja menn bara að birtan dofnar með meiri stækkun. En auðvitað skipta glergæðin hér miklu máli.

Góður kíkir þarf fyrsta flokks festingar, alveg sérstaklega á veiðikíki sem þarf að þola högg og hnjask. Mönnum hættir til að kaupa of dýra sjónauka, klára budgetinn og kaupa þá lélegar festingar sem eru aldrei til friðs.

Mér finnst mikill kostur að hafa Pop-up Zero turna sem þýðir að þú stillir skalann á núll á turnunum þegar búið er að skjóta inn á vissri fjarlægð og ert fljótur að stilla á rétt +/- MOA þegar fjarlægðin eða vindátt/-styrkur breytist – og tilbaka.

Kíkir (og festingar) á að þola mikið bakslag og halda öllum stillingum alltaf, whatsoever. Lykilatriði. Átt alltaf að geta treyst kvikindinu 100%.

Ég myndi aldrei velja kíki sem vigtar meira meira en ca 5-600 g. Hvað þá 1 kg+. Ekki á veiðiiriffil sem þarf að bera allan daginn, ef því er að skipta. Fyrir markskytterí skiptir þyngdin minna máli. En það sem hentar einum hentar ekki öðrum.

Semsagt, ákveða fyrst hvað kíkirinn má kosta, síðan að fá bestu gæði með lágmarksþyngd miðað við þá bráð og færi sem kíki+riffli er ætlað í.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af E.Har » 10 Dec 2012 10:51

Mér finnst vera sitthvað, að skjóta t.d gæs eða hreindyr eða rebba.

svona þumalputta teoría með birtu stig sjónauka var að stækkun í öðruveldi deilt með þvermáli
7*50 er nærrri að vera 1 það er sama og birtan úti.
6*56 er bjartari en birtan úti.
10*50 er tvöfalt dimmari og 20*50 4 sinnum dimmari.

Mín skoðun er óbreytt, lengi hafa sjónaukar verið margfeldi af 4 það er 3-12 4-16 6-24

Fyrir fugla og pappír mikkla stækkun.
Ref mikkla birtu, einfaldlega oft rökkur þegar skotið er.
Fyrir hreindyr meiga efri mörk vera frá 12 upp í 25 :-) Meira atriði að þekkja droppið og vera með flatan feril. Skotmarkið er stórt og atriði að þekkja græjuna. Æfasig. ;)
Sammála Sigga með að æfa sig en hef oft beðið menn að minka stækkun þegar verið er að velja dýr á undir 100m. Einfaldlega til að tryggja að þeir skjóti dýrið sem ég er að velja með þeim. En ekki snudda eða einhvern gemling hinumegin í hjörðinni sem snýr eins :evil:

Field of viuw (Sjónsvið! ) skiptir littlu máli á pappír og fuglum. Getur skipt máli á rebba og hreindýri.
En er sammála Sigurði um að það er spurning um að æfa sig. Aldrei endurtekið of oft :P Hér eru engin tré að þvælast fyrir svo kröfur um vítt sjónsvið skipta minna máli. Stór stækkun fín.
Talandi um að æfa sig þá er auðvitað líka munur á betri sjónaukum og þeim ódýrari að vera laus við svona tunnelvition. (Rörsjón) Svona að þegar þú lyftir rifflinum þá sé sjónsviðið strax rétt og skýrt og ekki þessi rörtilfinning! Þarft ekkert að vera að laga hausin til til að sjá krossin réttan, ekkert paralax (Hliðrunar) vésin bara miða og toga í gikkinn.

Um droppturna þá vil ég hafa þá á riffli sem er hugsaður fyrir löng færi.
Er með þá á 6-24 sjónaukanum mínum.
Ekki á 3-12 þar eru þeir lokaðir, einfaldlega þar sem sá sjónauki er notaður í meira brölt og ég treysti þeim bara verr. Ekki að þeir hafi farið á flakk, en ég er bara svona þenkjandi.

Síðan er auðvitað notalegt að vera með swingoff (Smellu) festingar.
Ég hoppa milli aimpoint, 6-24 og 3-12 á sömu hlaupum, eftir aðstæðum.

Hvað varðar að spara í sjónauka þá trúi ég á frasan um að þú grætur bara einusinni þegar þú kaupir þér Zeiss Eða sambærilegt) :lol:
Þú getur hitt með hálf ónýtum riffli og þokkalegum sjónauka.
Þú hitti ekki með þokkalegum riffli og oónytum sjónauka. :mrgreen:

Sjónauki ætti að vera svipað dýr og riffillinn sem hann er á, fyrir utan að hann slittnar ekki þá ætti hann að endast betur. 3-12 Zeissin minn er t.d núna á þriðja rifflinum. var fyrst á 6,5-55 siðan 300 win mag og er núna á Blaser (3 mismunandi hlaup)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Konni Gylfa
Póstar í umræðu: 1
Póstar:69
Skráður:24 Oct 2012 19:01

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Konni Gylfa » 10 Dec 2012 18:10

Ég hef verið með meopta artemis 2100 3-12x50 m ljósi og leupold vx-3l 6,5-20x56 (seldi báða)og nú aftur 3 stk meopta 3-12x56 tveir án ljóss og einn m ljósi. sá með ljósinu er nú kominn á tikkuna t3 varmint ss í 204 ruger og hinir eru á remington 700 vssf 223 og sako hunter ss 243.

þetta eru að mínu mati frábæris veiðisjónaukar, mjög bjartir fyrir refaveiðina og tærir og fínir á mestu stækkun hvort sem er í björtu eða rökkri.
allt fer þetta víst eftir því í hvaða verk á að nota gripinn en ég er oftast með sjónaukana á 8-10x stækkun, sjaldan 12x.
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968

Svara