Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 28 Nov 2012 21:42

Eftir þarfa ábendingu um að þörf sé á að vanda vel titil á þræði set ég þetta upp á þennan hátt. því að ábendingi er réttmæt og kemur okkur til góða síðar

En það sem ég er að leitast eftir eru skoðannir ykkar og alveg sérstaklega þeirra sem eru að skjóta og hafa áþreifanlega reynslu. Sumir eru búnir að lesa sig út á þúsund metra og vita allt en skjóta lítið

Sjálfur geri ég umtalsverðan greinarmun á sjónauka sem ég hef áhuga á að nota til veiða og þeirra sem ég vill gata pappa með. Reyndar er stór hluti af þessu öllu saman pappaskotfimi sem stuðlar svo að því að við verðum hæfari veiðimenn.

Það sem mér huggnast best til veiða eru sjónaukar sem eru að stækka 10-12-14 x max. Þá er ég laus við paralax stillingar og tófa eða gæs sem er kominn út fyrir 200 metra á mjög góðan möguleika á því að hlaupa frá mér því að skotfimin er nú bara eins og hún er. En á móti kemur sú staðreynd að eg er fljótur að finna dýrið eða gæsina.
Þarf ekki að dvelja lengi við að græja og gera. Við þær aðstæður hef ég notað sjónauka sem er með breytilegri stækkun og er það hámrk 10X. Ég hef ekki reynslu af skógarveiði og þekki það ekki nema af afspurn og þau tvö hreindýr sem ég hef fellt voru í þægilegu færi en rigning og slæmt skygni gerði þetta meira krefjandi. Við þær aðstæður kom það sér vel að vera með einfaldan, bjartan og góðan veiðisjónauka.

Í pappan á borði hef ég allan þann tíma sem drottinn og mín góða kona hafa saman úthlutað mér. Þá skiptir minna máli þó að það taki mig mun lengri tíma til að koma mér fyrir. Laga fókus, paralax og finna skotmarkið sem er stundum orðið lítið og vand fundið í 32x stækkun. Taka svo alskonar sérviskur í þetta því að pappaspjaldið er jarðfast og fer ekkert af sjálfsdáðum.

Ef við getum látið vörumerkin liggja á milli hluta og tekið trúarbrögðin út fyrir sviga bara í þetta eina skipti.
Því að vissulega höfum við gaman af því sem við höfum trú á og tökum ástfóstri við.
Þá væri fróðlegt og skemmtilegt að heyra hvað þið eruð að nota í ykkar skotveiði og æfingum.
Þá á ég við stuttu útgáfunna af tæknihliðinni. Stækkanir við veiðar og pappa. Hvort að þið séuð að nota ljósið í krossi sé það til staðar. Eða er ljósið eitthvað sem er þarna og aldrei notað. Hvernig krossar hugnast ykkur best við veiðar. Og í stuttumáli hvernig ykkur finnst að sjónaukar eigi að vera. Í gæs, ref, hreindýr og pappa
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Gisminn » 28 Nov 2012 22:10

Sæll ég er með 6-24x50 ekki með ljósi en hefði ekkert á móti því að hafa það ég notaði það á öðrum kíki sem ég átti og þá á daufustu stillingu því annars blindaði það bara og það er ég ekki að leita að.
Nú er ég reyndar með alla fídusa á mínum en þegar ég er á veiðum þá er ég oftast með hann stilltan á 12 en ef gæs er langt í burtu þá hef ég alveg tíma til að stækka.
Það sem skiptir mig öllu máli er að kíkirinn er bjartur og er með mildot sem ég nota óspart bæði til að ákveða fjarlægð ef ég tel mig ekki hafa tíma að mæla með fjarlægðarmæli og þó ég sé með þessa svaka stækkun þá er ég tiltölulega laus við paralax og þá þarf hluturinn oftast að vera innan við 100 metrana og þá er stækkunin óþörf við veiðar hvort sem er.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af iceboy » 28 Nov 2012 22:14

Sæll.

Ekki er ég svosum neinn reynslubolti en ég skaut mína fyrstu gæs 1992 og hafa þær fallið margar síðan.
Ég nota mikið 222 á gæsina og er með gamlan sakó í það verk, á honum er bushnell kíkir sem var á honum þegar ég eignaðist riffilinn 1992.
Þessi kíkir er með fastri stækkun og er 8x 32 og hefur hann dugað mér ágætlega, alveg út í 250-300 metra

Í hreindýrið hef ég notað mismunandi riffla með mismunandi sjónauka en flestir þeirra eru með 9 eða 12x max stækkun.

Ég er bara að byrja í pappaskitteríinu og er ég þar með stærri stækkun en hún er þó ekki nema 20x max hjá mér eins og er enda er ég ekkert farinn að teigja mig á löngu færin í pappanum
Árnmar J Guðmundsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 2
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 28 Nov 2012 22:24

Nota 6-24x50 með ljósi í pappaskytterí. Paralax stillingar notaðar mikið

Veiðisjónaukinn er 3-12x50 en er hefur verið stilltur á ca 10 á veiðum. Hann er ekki með ljósi og fastri paralax stillingu.

Mjög sáttur við báða sjónauka.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Aron Kr Jónsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:29
Skráður:24 Ágú 2012 23:17

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Aron Kr Jónsson » 29 Nov 2012 10:00

Sæll ég er að nota Zeiss 6,5-20x50 mjög sáttur sjónaukin er með paralax stillingu sem ég nota mikið, þessi sjónauki er notaður í allt eða Gæs Hreindýr og pappa hann er að vísu ekki með ljósi en krossinn er nr 43 :)
Síðast breytt af Aron Kr Jónsson þann 29 Nov 2012 16:14, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Aron Kristinn Jónsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af E.Har » 29 Nov 2012 14:19

Ok þetta gæti orðið skemtilegur þráður.
Ég er með Blaser 3 hlaup, 3 sjónauka.

Aimpont hugsaður í skógarveiði rekstur og annað slíkt. (Mest hugsaður á 9,3)

3-12 x 50 Zeiss ljóslaus lokaðir turnar, (ekkert sem getur hreyfts á bakinu á mér!)
bjartur skarpur hugsaður fyrir Hreindýr og gædery.
Alltaf skarpur og á hreindyr sem er kvikindi sem ég sé vel er 12 nóg fyrir mín
lengstu færi, grófur kross, sést vel í rökkri. Mætti samt alveg eins vera 4-16 eða 2,5-10( Mest hafður á 300 wsm)

6-24 x 50 Zeiss m ljósi og dropp turnum. Bjartur og skarpur og mildott kross.
Þetta er hugsað fyrir minni bráð við verri byrtu. Meiri stækkun til að teygja sig langt.
Dropp turnar þar sem ég reikna með að hafa týma, (Mest hafður á 6,5-284)
Krossin er grennri en á 3-12 svo ljósið er kostur í næturveiði.

Síðan er þessu auðvitað öllu ruglað á milli hlaupa og þá er bara að muna hve mörg klikkk hvert þar sem dótið virðist alltaf lenda í sama pungti.

Legg mikið upp úr sjónaukum eins og sést. Ekki bara stækkun heldur ekki síður birtu og skerpu.
Vil vera laus við tunnelvition, rökkur ofl. Hugsa að ég tæki gæsði á gleri fram yfir stækkun.
það er veldi frekar 3-9 í góðu gleri fram yfir 6-24 í löku.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af gkristjansson » 29 Nov 2012 16:35

Sælir,

Ég er reyndar ekki mikið að skjóta á pappa, geri það bara ef ég skipti um kúlutegund eða þarf að tékka riffilinn af. Hins vegar held ég að geti óhræddur sagt að ég veiði mjög mikið og mín reynsla er því útfrá veiðum.

Á einum rifflinum (.300WM) er ég með Zeiss Vivari V 3-12*56 ekkert ljós.
Ég er mjög sáttur við þennan mjög bjartur sem er áríðandi hjá mér þar sem mikið af minni veiði er í kringum ljósaskiptin. Stækkunin upp í 12 nægir mér þar sem lengstu færin sem ég er að skjóta á eru um 250 metrar. Þessi kíkir er hins vegar ekki góður í rekstrarveiðina þar sem færin eru svo oft þröng og stutt þar sem þreföld stækkun er einfaldlega of mikið. Fyrir þau tilfelli er ég líka með aimpoint sem ég get smellt á kíkirinn ef pósturinn sem ég er á er þannig (stutt / þröng færi). Riffllinn er ekki með járnsigti þannig að maður þarf að hafa kíkir á honum.

Á öðrum riffli (30-06) er ég með Kahles Helia CS 3-12*56 ekkert ljós.
Þessi er mjög sambærilegur Zeizz kíkinum bjartur og góður. Er að vinna í því að fá mér "aimpoint" á þennan riffil líka. Þessi er reyndar með járn sigti sem maður notar í staðinn fyrir "aimpoint" eins og er.

Á enn öðrum riffli (6.5x68, skiptihlaup 375 HH) er ég með Schmit og Bender 1.5-6*42 með ljósi.
Þessi er ágætur á styttri færunum og góður alhliða riffill í rekstrarveiðina. Hann er hins vegar ekki alveg nógu góður í veiðina í ljósaskiptum (ekki alveg nógu bjartur og mætti hafa meiri stækkunar möguleika).

Mín reynsla er sú að það er mjög gott að hafa ljósið en með Zeizz og Kahles kíkina, þá er skortur á ljósi ekki vandamál þar sem þessir tveir eru virkilega bjartir jafnvel í ljósaskiptunum.

Með "handkíkir" vill ég helst ekki hafa meiri stækkun en 8-10 því að ef maður fer uppfyrir tífalda stækkun þá fer öll hreyfing (eða skjálfti í höndum) að "brengla" það sem maður er að horfa á of mikið. Hins vegar skiptir stærð ljósopsins öllu máli, því stærra því betra.

Eins og er þá er .300WM riffillinn sennilega sá sem ég gríp mest til en í rekstrarveiðinni þá er þessi kaliber kannski helst til of hraður þannig að ég er að horfa til 30-06 sem hugsanlega betri valkost þegar ég er kominn með "aimpoint" á hann í viðbót við Kahles kíkirinn.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Fiskimann
Póstar í umræðu: 4
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Fiskimann » 01 Dec 2012 21:07

Sæli félagar
Ég er með Meopta Artemis 3-12x50 á Sako 308. Þrjú strik fyrir neðan miðjukrossinn. Stilli hann inn með því að vera aðeins fyrir ofan miðjukross á 100m. Þá er hann aðeins fyrir neðan miðjukross á 200 m. Næsta strik er rétt á 300 m. Þarnæsta rétt á 400 og síðasta var rétt á 550 m eins því var stillt upp á skotsvæðinu við Hafnir. Strikin eru rétt á öllu stækkunum. Það vill verða þannig að þegar hreindýrin eru stygg að gædinn er snöggur að velja dýr og vill að það sé skotið á fyrsta tempói. Um leið og þú veist fjarlægðina er hægt að taka mið á á augabragði. Ég las það e-r staðar á netinu að Meopta framleiddi glerin í Zeiss Conquest sjónaukana. Veit samt ekki hvað það var áreiðanleg heimild. Alla vega er ég mjög ánægður með hann á hreindýrið. Krossinn heldur breiður á pappann.
Kv. Guðmundur Friðriksson
Guðmundur Friðriksson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af TotiOla » 06 Dec 2012 15:39

Sælir

Ég fell nú ekki í þann hóp sem hér er beðinn um að tjá sig en langar að nota tækifærið þar sem slíkir menn eru komnir saman og spyrja: Í hvaða tilfellum, hér á landi, kemur sér illa að hafa stækkun upp að eða uppfyrir 20x? T.d. 6-24x50 sem ég er sjálfur með.

Mér finnst á umræðunni að mönnum finnist alveg vonlaust að vera með svona mikla stækkun á veiðum og skil það ekki alveg. Ég skil það þó að 3-12x sé nóg, fyrir flesta, en ég sé ekki neikvæðu hliðina í að hafa meira.

Einnig langaði mig að beina spurningu til Guðmundar. Er hægt að fá Artemis línuna í FFP? Var að hugsa um að fá mér Meopta í framtíðinni á minni riffil en hef ekki rekist á þá í FFP (sem ég er hrifinn af).
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Dec 2012 16:09

Ég held að það sé aðalega að geta haldið neðri mörkunum á skikkanlegu verði miðað við gæði.
Þeir eru farnir að kosta augun úr ef ef maður reynir að halda í neðri mörkin en sækja í meiri stækkun. Ég er sjálfur með 6-24x50 en er að fara upp í 8-32x56 og veit að þá er ég kominn á grátt með mín neðri mörk í sambandi við hreindýr en ef maður lærir vel á gripinn ætti málið ekki að vera erfitt :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Fiskimann
Póstar í umræðu: 4
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Fiskimann » 07 Dec 2012 00:04

Sælir
Ef ég man rétt þá er Artemis línan með FFP. Held að Meopro sé ekki með það. Vissara samt að spyrja Hjalla að því í Hlað.
Kveðja Guðmundur Friðriksson
Guðmundur Friðriksson

Fiskimann
Póstar í umræðu: 4
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Fiskimann » 07 Dec 2012 00:11

Varðandi stækkun á sjónaukum þá er þrengra sjónsvið á meiri stækkun. Getur verið of lengi að finna bráðina í sjónaukanum. Ef hreindýr eru t.d. á 100 m á ferð og stoppa eitt augnablik þá getur augnablikið sem það er lengur að finna mið verið augnablikið sem þú hafðir ekki.
Kv Guðmundur Friðriksson
Guðmundur Friðriksson

Kristmundur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Kristmundur » 07 Dec 2012 00:19

Fyrir ref og gæs er eg með 3-12x sem hefur reynst alveg nægileg stækkun út í 400 metra
fyrir skógarveiði er eg með 1-4x og 8x56
fyrir pappan er eg með 5-25x og 6-24x
fyrir 22lr er eg með 10x
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af TotiOla » 07 Dec 2012 00:39

Sælir

Þakka svörin. Ég tel samt að ef ég er kominn í 100m færi sé lítið mál fyrir mig að snúa niður í 6-12x í stækkun (eða hafa sjónaukann þar þangað til ég kemst að því að færið verði lengra) en tel gott að hafa 20x ef hreindýrið reynist vera í um 200m fjarlægð, svo ég tali nú ekki um gæs (minna skotmark) á +200m.

Þess má geta að ég skaut hreindýrstarf á um 120m með sjónaukann í um 10-12x stækkun og fannst það mjög gott, en eftir á að hyggja þá sé ég eftir því að hafa ekki prófað að fara upp í 16-18x. Ég hefði auðvitað geta skotið hann með sjónaukann í 6x stækkun en sé ekki tilganginn, þar sem ég var 99% á því að kúlan færi þangað sem henni var ætlað að fara og dýrið spakt á lítilli hreyfingu.

Ég þarf svo greinilega að kíkja við hjá Hjalla og sjá hvað hann á fyrir mig í FFP. Kannski fær hann á endanum 4-16x50 Vortex, eins og ég var að selja hér í sumar :D Annars verður Meopta fyrir valinu.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Gisminn » 07 Dec 2012 08:45

Er að fara að kaupa einn svona af skyttuni á Akureyri :-)
http://info.sightron.com/Riflescopes/SI ... 56LRMD-CM/
Og takið eftir að þeir gefa akkurat upp að á 24x stækkun er mildotið rétt miðað við þetta einfalda sístem= á 100 metrum er milli punkta 10cm 30cm á 200 og svo framveigis.
Og þar mun ég líka nota mildottið sem fjarlægðar mæli á gæs. Hef gert það með góðum árangri á
þeim sem ég er með sem er líka Sightron
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af TotiOla » 07 Dec 2012 10:23

Sæll Þorsteinn

Ég get vottað fyrir það að þetta er hörku sjónauki. Gefur dýrari sjónaukum lítið eftir og lítur mjög vel út. Ég seldi 3 svona stykki í byrjun sumars og hef ekki heyrt annað en að menn séu mjög ánægðir.

Eins og fram hefur komið þá kýs ég FFP en það hefur auðvitað sína kosti og ókosti. Einn af kostunum er sá að maður þarf ekki að vera á max stækkun til þess að fjarlægðarmæla, en auðvitað þarf maður að borga aðeins aukalega fyrir það :)
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Dec 2012 10:55

Ég nota, red dot á combi byssuna mína 12/222.
Gatasigti á 22 lr skíðagönguskotfimiriffilinn.
Tasco 6-24x42 á hreindýrariffilinn 6,5-284.
Ég hef alltaf sagt að kíkirinn á byssunni skipti ekki höfuðmáli, þar skiptir öllu máli maðurinn sem stillir sér upp fyrir aftan glerið og tekur í gikkinn þegar hann telur hæfa með tilliti til árangurs.
Ég er alltaf með Tasko sjónaukann stilltan á 24x stækkun, mér finnst það ekki til neins að vera með 24x stækkun og nota hana ekki.
Ég er búinn að stunda hreindýraveiðar í 40 ár og hef verið ráðin refaskytta í 15 ár og hef fylgst með veiðimönnum, skotvopnum og veiðbúnaði riffla lengur en margur annar, sérstaklega eftir vinnu við hreindýraleiðsögn síðastliðin 21 ár.
Fyrstu hreindýrin mín skaut ég með járnsigtum á Sako 222 cal. og ég viðurkenni það alveg að það var framför þegar ég fór að skjóta af rifflum með sjónauka.
Ég get því sagt með vissu eftir þessa löngu reynslu að maðurinn aftan við riffilinn skiptir meira máli en glerið sem hann horfir gegn um.
Auðvitað er skemmtilegt að hafa dýran og góðan sjónauka á rifflinum en veiðmönnum hættir oft til að ofmeta getu sína gegn um svoleiðis gler og telja sig ekki þurfa eins mikla æfingu, það sé nóg að horfa í gegn um dýr gler og sjónaukinn sjái um restina en það er misskilningur sem verður oft dýrt spaug á ögurstund.
Að sjálfsögðu hefur Taskoinn dálítið þröngt sjónsvið á mestu stækkun og það var mér erfitt í upphafi að finna bráðina í honum á svona mikilli stækkun, en þar á við að ,,æfingin skapar meistarann".
Ég einfaldlega æfði mig og æfði mig þar til að það gekk og núna get ég hent mér niður með litlum fyrirvara og finn bráðina oftast strax gegn um glerið, þetta er bara æfing og ætli ég að stunda veiðar í einhverju mæli verð ég að æfa sig undir drep, það þíðir ekkert að kasta hödunum til þess frakar en annars sem ég vil gera vel.
En hvað um það ég er farinn að hugsa um að fá mér Zeiss Conquest 6-20x50 með tommu túpu, en það er nú aðalega vegna þess að ég held að liturinn á honum matsi betur við riffilinn minn og fitti betur inn í átfittið á mér :lol:
Viðhengi
IMG_6594.JPG
Gamli góði nærri 30 ára Tascoinn stendur alltaf fyrir sínu, hann er búinn að lifa marga riffla.
IMG_6492.JPG
Gatasigti geta bara verið fín til síns brúks.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Dec 2012 14:34

Set hérna inn myndir til gamans af rifflunum sem gamli góði Tasco riffilkíkirinn minn hefur lifað á undanförnum 30 árum.
Hann er nú ansi vel útlítandi á fyrstu tveimur rifflunum, næstum hægt að spegla sig í honum, en allt lætur á sjá við notkun þó notagildið haldi sér.
Teipið á neðstu myndinni er þó ekki til að halda honum saman, það er til að turninn afstillist ekki þegar ég ber hann á bakinu dægrin löng.
Viðhengi
SigA2068.jpg
Fyrst var hann á Mauser cal. 243 reyndar sami lásinn og hann er á í dag.
SigA2068.jpg (41.81KiB)Skoðað 4553 sinnum
SigA2068.jpg
Fyrst var hann á Mauser cal. 243 reyndar sami lásinn og hann er á í dag.
SigA2068.jpg (41.81KiB)Skoðað 4553 sinnum
SigA164.jpg
Hann var lengi á Sako Forrester cal. 243 sem ég hafði að láni.
136_3648.JPG
Hér er hann kominn á Mauserinn 6,5-284 meðan hann var með Bell og Carlson skeftinu.
IMG_0947.JPG
Núna er hann en og aftur á Mauser 6,5-284 með Richards Microfit Gunstocks skefti.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af E.Har » 07 Dec 2012 15:16

Í hvaða tilfellum, hér á landi, kemur sér illa að hafa stækkun upp að eða uppfyrir 20x? T.d. 6-24x50

Í mínum huga er þetta fín hér heims, sjaldan einhver tré að þvælast fyrir :-)

Siggi æfði sig að finna með 24 stækkununni. Fyrir menn sem fara sjaldnar er gott að hafa minni stækkun þegar færið er stutt og s´krúfa svo upp þegar það lengist.

Man eftir ónenfdum guðsmanni sem var með fastan 32 og færið var aldrei yfir 50m svo illa gekk að sjá hvort rét dyr var í sigtinu.

Persónulega vil ég að menn séu með litla stækkun því ég er að hjálpa þeim að velja dýr og þá er betra að sjá aðeins í kringum sig. Ef færið er langt þá má altaf skrúfa upp.

Ef þú ert í bát að kíkja eftir sel er minna en 6 eginlega nauðsinlegt annar á íslandi er þetta afbragðsgræja, enda er ég með rett eins og Siggi, 6-24 ofan á 6,5-284 :-) :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiðisjónaukar á hreindýr / Gæsir

Ólesinn póstur af Gisminn » 07 Dec 2012 15:30

Siggi er þetta límband sem heldur stillingarhnappnum þarna á neðstu?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara