Zeiss Conquest vs Diavari

Allt sem viðkemur riffillsjónaukum og handsjónaukum
Aron Kr Jónsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:29
Skráður:24 Ágú 2012 23:17
Zeiss Conquest vs Diavari

Ólesinn póstur af Aron Kr Jónsson » 05 Dec 2012 15:16

Sælir. ekki er eitthver hér sem hefur mikið vit á Zeiss riffilsjónaukum??ég er að spá í að versla mér annan sjónauka (sá sem ég er með fyrir er Zeiss Conquest 6,5-20x50 ég er mjög sáttur með hann)

Það sem mér langar að vita er hver munurinn er á Zeiss Conquest 3-12x56 og Diavari 3-12x56 annað en verðið?? :)
Kveðja
Aron Kristinn Jónsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Zeiss Conquest vs Diavari

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 05 Dec 2012 21:34

Í stuttu màli er munurinn svipaður og munurinn à t.d. VW Golf GTi og Porsche... fyrir sumum er munurinn à þeim ekkert nema verðið! Skila þér bàðir frà A til B...

Maður þarf ekki endilega Diavari... en það er samt rosalega gaman að eiga svoleiðis ;)

Best er að fà að prufa að kíkja í gegnum þà bàða hlið við hlið à skotsvæði til þess að meta muninn.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Zeiss Conquest vs Diavari

Ólesinn póstur af E.Har » 06 Dec 2012 10:46

Zeiss Conquest USA/ asia framleiðsla, fínir sjónauakar. Komu oft með tommu tubu.
Zeiss Diavari oftsat Þýskir þó einhverjar typur hafi verið USA made. Einfaldlega toppurinn í stækkunarglerjum.

Munur á Golf og porce er kannski aðeins exstreem en í retta átt.

Spurningin er hvað sættir þú þig við :P
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Zeiss Conquest vs Diavari

Ólesinn póstur af konnari » 06 Dec 2012 11:10

Ég vil aðeins leiðrétta hann Einar varðandi framleiðsluna á Zeiss Conquest....hann er hvorki framleiddur í USA eða Asíu, hann er framleiddur í Þýskalandi (á e-mail frá Zeiss því til staðfestingar) en settur saman í USA enda hannaður og markaðssettur fyrst of fremst fyrir USA með tommu túbu eins og Kaninn vill hafa.

Ég hef átt/á báðar típur og Diavari típan er töluvert betri og verðmiðinn samkvæmt því, þó að Conquest sé mjög góður engu að síður. Einhverstaðar heyrði ég þó þá kjaftasögu í netheimum að Meopta framleiddi glerin fyrir Zeiss Conquest línuna.....sel það ekki dýrara en ég keypti það :D

Ég á tvo Zeiss Diavari í dag og þeir eru BARA frábærir !
Kv. Ingvar Kristjánsson

Svara