Síða 1 af 1

Smá sögustund um bogfimi.

Posted: 08 Dec 2010 22:55
af AndriS
Nenni ekki að skrifa þetta allt aftur upp af wikipedia svo hérna er hlekkur með smá flóðleik.

http://is.wikipedia.org/wiki/Bogfimi

Re: Smá sögustund um bogfimi.

Posted: 11 Jan 2011 12:40
af Bowtech
Vil taka fram að upplýsingarnar sem eru á wiki eru ekki alveg réttar þar sem að það vantar nýjustu stöðu um hvaða félög stunda bogfimi hér landi.

En þau eru: Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík, Skotfélgið Ósmann, Vikinga félögin Rymmugígur og Hringhorni svo og er kannski að fara af stað aftur hjá íþróttafélagi fatlaðra á Akureyri Bjargi.

Re: Smá sögustund um bogfimi.

Posted: 13 Jan 2011 17:22
af maggragg
Sæll og takk fyrir þetta.

Vonandi getum við líka tekið þessa íþróttagrein upp í Skyttunum. Það er stefnan allavega og eigum við eftir að kynna okkur hvað þarf til að það geti gengið eftir...

Kv.
Magnús Ragnarsson

Re: Smá sögustund um bogfimi.

Posted: 14 Jan 2011 17:41
af Bowtech
Sæll Maggi

Ef ykkur vantar aðstoð, upplýsingar þá er minnsta málið að aðstoða við það. :D

Re: Smá sögustund um bogfimi.

Posted: 14 Jan 2011 19:10
af maggragg
Sæll

Takk fyrir það, við eigum örugglega eftir að nýta okkur það þegar við förum almenninlega af stað. Væri persónulega til í að kynna mér þetta sport betur og hef sjálfur áhuga á því líka að innleiða lásbogaskotfimi sem er keppti í á alþjóðavettvangi og hef ég örlítið kynnt mér það í Sviss.

Re: Smá sögustund um bogfimi.

Posted: 21 Jan 2011 13:13
af Bowtech
Svo með að nálgast upplýsingar gætuð þið líka haft samband við http://ifr.is/index.php?page=mypage&op= ... le=Bogfimi

Kv
Indriði