Íslandsmótið í Vallarbogfimi. (Field) IFAA

Allt sem viðkemur bogum, bæði hefðbundnum, lásbogum og öðru tengu því.
User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 2
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:
Íslandsmótið í Vallarbogfimi. (Field) IFAA

Ólesinn póstur af Bowtech » 17 Jun 2014 12:25

Þann 15-17 ágúst næstkomandi mun vera haldið Íslandsmótið í vallarbogfimi (Field), og verður það haldið í Litla-Skóg sem er miðsvæðis á Sauðárkróki.
Keppt verður í tveimur flokkum annars vegar á Langboga og bogum án sigtis, og svo boga með sigti óháð gerð og sleppibúnaði.
Íslandsmótið í vallabogfimi (Field) IFAA verður haldið daganna 15-17 ágúst. Í Litla-Skóg sem er miðsvæðis á Sauðárkróki
Keppt verður samkvæmt reglum IFAA, skotin. verða 28 mörk(Field 1x14 og Hunter 1x14 skífur).
4 örvar í skífu og 4 í hóp.
Keppt verður í 2 flokkkum: Langbogar og bogar án sigtis. Bogar með sigti óháð gerð og sleppibúnaðar.
Enginn kynja skipting nema ef um yngri en 13 ára þá er stelpur/strákar.
Fjarlægðir. 6m og upp í 80 metrar.
Skráning fer fram í gegnum bogveidi.net.
Þeir sem vilja fá skor sitt skráð og staðfest þurfa að skrá sig í Bogveiðifélag Íslands. Samkvæmt reglum IFAA
Mótið er opið öllum.
Keppnisgjald: 4000 kr:
Allar frekari upplýsingar veitir Indriði Ragnar Grétarsson í indridi@bogveidi.net eða í síma 825-4627
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Íslandsmótið í Vallarbogfimi. (Field) IFAA

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Jun 2014 16:20

Ég get nú ekki annað en brosað að undirskriftinni þinni Indriði... :lol:

Það er samt eitt sem ég er hugsi yfir og það er hvers vegna sér Bogveiðifélag íslands um Íslandsmót í bogfimi.

Þetta er kannski smámunasemi í mér en mér findist eðlilegra að batteríið sem heldur utan um íþrótta hliðina á bogfimi heiti Bogfimifélag Íslands eða eitthvað í þá áttina. Ég tengi aldrei Skotvís við skotíþróttir eða Skotíþróttasamband Íslands við veiðar.

Ég hef reyndar mjög takmarkaða þekkingu á þessari starfsemi hjá ykkur sem virðist springa út og vaxa með ótrúlegum hraða hér á landi. Eftir því sem ég hef heyrt er mjög vel staðið að öllu í kringum þetta hjá ykkur sem er eitthvað sem Skotfélög á Íslandi geta örugglega tekið sér til fyrirmyndar.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 2
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Íslandsmótið í Vallarbogfimi. (Field) IFAA

Ólesinn póstur af Bowtech » 17 Jun 2014 17:03

Sæll Stefán.

Til að svara spurningu þinni afhverju Bogveiðifélagið er að halda þetta mót. Málið er að það eru til nokkur alþjóðleg bogfimisambönd til. FITA er stærst og með greinar sem snertir ólympíupartin og er inní ÍSÍ og eru þá einna helstí bogfimi innanhús en er að breytast. En svo er það IFAA sem er næst stærst en þar hugsa menn meira um heildina heldur en spot on íþróttapartin heldur að flestir geti stundað bogfimi óháð getu, grein eða öðru bara hafa gaman af. Sem dæmi þá er IFAA með greinar sem heita Bowhunter ekki væri maður að sjá að ÍSÍ myndi leyfa keppni í grein sem heitir "Bogveiði". Sem og langboga greinar eru meira í IFAA en FITA. En málið er líka að það var komið að máli við okkur og við beiðnir um að skoða með aðild að þessu sambandi sem við höfum fengið bráðabirgðaaðild að sem og með aðild þá samrýmist það stefnu og tilgangi félagsins. Þetta samband það hefur líka leyfi til að halda heimsmeistaramót og er metið til jafns við FITA á alþjóðavísu þannig í þessu er virðist ekki vera um neina togstreitu á milli sambanda að ræða þar sem um mismunandi fyrirkomulag og reglur í keppnum. Sem dæmi þá er í dag 5 bogveiðifélög í IFAA og það er aðeins leyft 1 félag frá hverju landi. En greinar í IFAA eru taldar henta Bogveiðifélögum útaf fjölbreytileika sem og hvað þetta er opið öllum.

Bogfiminefnd ÍSÍ er starfandi þar til að sérsamband verður stofnað, og á næstunni þá er ég á leiðinni þar inn ásamt mörgum öðrum. Ég hef alltaf horft á heildina þegar ég hef verið að breiða út bogfimi, bogaeign og allt í kringum það. Og þeir sem þekkja mig vita það. Og það er kannski þessa vegna sem okkur hefur gengið vel af því við erum að horfa á heildina burtséð hvort viðkomandi sé í þessu félagi eða hinu eða er bara fyrir íþróttina, veiðar eða allt saman. Grunnurinn er sá sami.. Bogveiðifélag Íslands var stofnað til að stuðla að Bogveiðum, hagsmuna gæslu fyrir alla bogaeigendur og stuðla að bogfimi í öllu formi.

já ég er sammála þér að skotfélög og bara allir aðilar sem koma að skotvopnum yfir höfuð ættu að vinna betur saman hér á landi. Og mér finnst þetta vera frekar sér íslenkt fyribrigði af því að menn séu svo hræddir að missa eitthvað eða telja að þetta komi þeim ekki við, ef menn reyni að vinna saman. En mín skoðun er að það á ekki að skipta máli hvort þú sért í íþróttaskotfimi, veiðum eða öllu saman, í grunninn er þetta það sama og menn eiga að getað talða saman öllum til hagsbóta, leggja til hliðar persónulegar skoðanir í staðin að vera í sýnu horni og agnúast út í hina....
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Íslandsmótið í Vallarbogfimi. (Field) IFAA

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Jun 2014 17:26

Takk fyrir þetta Indriði

Ég er talsvert nær því hvernig þetta virkar hjá ykkur.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Íslandsmótið í Vallarbogfimi. (Field) IFAA

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 17 Jun 2014 20:21

Sælir/ar.

Ágætt svar hjá Indriða og mér heyrist að félagi Stefán sé sáttur við svarið.
Alveg merkilegt hvað þetta gengur allt vel hjá okkur á Króknum, þrátt fyrir vera algerlega sjálfstæðir og óháðir ;)
Vinnum samt með hagsmuni allra í huga. Mun skila sér síðar varðandi okkar sameiginlega áhugamál, óháð því hvort menn/konur tilheyra veiði eða íþróttageiranum.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

Svara