Hvað er notað í skotmörk fyrir bogfimi?

Allt sem viðkemur bogum, bæði hefðbundnum, lásbogum og öðru tengu því.
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Hvað er notað í skotmörk fyrir bogfimi?

Ólesinn póstur af maggragg » 01 May 2012 19:58

Vildi athuga hjá þeim sem þekkja til bogfimi hvað er hentugast að nota sem skotmörk? Langar að setja upp mark á skotvellinum og þá þarf að finna eitthvað ódýrt og gott til að nota.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 490
Skráður: 25 Feb 2012 08:01
Staðsetning: Sauðárkrókur

Re: Hvað er notað í skotmörk fyrir bogfimi?

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 01 May 2012 23:11

Sæll Magnús.
Við hjá Ósmann erum bæði með eh. voðavoða fínt Danskt efni sem kosta eh. líkamshluta en virkar alveg frábærleg fyrir alla boga. Svo erum við með svona stórann frauðplastkubb ca 0,6x1,2x3 m. sem er búið að lúðra alveg helling á og er ekkert að láta sig jafnvel með 45-55 punda trissubogum.létt og fínt efni en hentar ekki innanhúss þar sem það kvarnast alltaf pínu úr honum.
En spjallaðu við Indriða hann er með þessi mál öll á kristaltæru.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvað er notað í skotmörk fyrir bogfimi?

Ólesinn póstur af maggragg » 02 May 2012 09:16

Já heyri í honum með þetta. Okkur vantar eitthvað ódýrt sem má vera úti til að byrja með. Lýst vel á svona frauðplast...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 184
Skráður: 11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn: Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning: Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Hvað er notað í skotmörk fyrir bogfimi?

Ólesinn póstur af Bowtech » 04 May 2012 13:04

Já frauðplast kubbur er málið að minnsta kosti til að nota utanhúss, og ódýrt í startið, ég keypti kubb hjá plastás á Akureryi fyri 2 árum á 15þ stærð lengd 3m þykkt 50cm og breidd 1,2m og hefur verið að virka vel að minnsta er búið að skjóta um 5000 örvum í hann og það bara öðrum megin.

Svo flutti ég inn svokallað ethafoam planka sem við notum innanhús og það stoppar að minnsta kosti 60 punda boga. þetta er reyndar ekki flottasta efnið sem hægt er að fá en dugar og hendar utanhús líka.
Það er mælt með þessu ethafoam og svo því flottasta frá Danage á heimasíðu danska bogfimisambandsins.

Vona að þetta hjálpi eitthvað. :)
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvað er notað í skotmörk fyrir bogfimi?

Ólesinn póstur af maggragg » 04 May 2012 18:56

Takk fyrir þetta.

Er eitthvað fyrirtæki í bænum eða á Selfossi sem selur svona frauðplast kubba. Held að það sé fínt til að byrja með á meðan menn eru að kynnast þessu og prófa sig áfram :)

Á hvaða færum er verið að skjóta úr bogum?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 184
Skráður: 11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn: Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning: Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Hvað er notað í skotmörk fyrir bogfimi?

Ólesinn póstur af Bowtech » 04 May 2012 21:58

Færin sem er verið að skjóta er 18m innanhús og svo utan 30-50-70-90m.
En fyrir byrjendur þá mæli ég með 10m í startið en svo færir fólk sig á lengri færi.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

Svara