Hvað þarf til að koma sér upp byrjendaboga

Allt sem viðkemur bogum, bæði hefðbundnum, lásbogum og öðru tengu því.
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Hvað þarf til að koma sér upp byrjendaboga

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Jun 2012 21:26

Síðan http://www.hugall.is selur allt tengt bogfimi og sá ég að maður getur fundið sveigboga, langboga og trissuboga þarna ásamt öllum aukahlutum.

Hvað þarf maður af þessum hlutum til að koma sér upp góðum byrjendaboga, segjum sveigboga (recurve) til æfinga? Er að hugsa um ódýrt til að byrja með og ef maður fílar þetta þá myndi maður uppfæra græjurnar.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Hvað þarf til að koma sér upp byrjendaboga

Ólesinn póstur af Bowtech » 14 Jun 2012 22:41

Sæll Maggi

Fyrir byrjendur þá væri fínt að byrja á Polaris boganum, sigti cartel champion , örvar, armhlíf, fingurvörn, standur, taska svona í grunninn þá er þetta þannig.
t.d á bogfiminámskeiðum sem haldin hafa verið að þá er verið að nota svona boga og virka mjög vel góðir til síns brúks í byrjun..
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvað þarf til að koma sér upp byrjendaboga

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Jun 2012 17:52

Takk Indriði. Hvernig á maður að velja stærðina, þ.e. það er boðið uppá misstóra parta, fer það eftir því hversu hár maður er? Einnig ef ég myndi vilja fá boga fyrir krakka, einhvern léttan og lítin, væri hægt að setja hann saman og minnstu hlutunum þarna?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Hvað þarf til að koma sér upp byrjendaboga

Ólesinn póstur af Bowtech » 15 Jun 2012 20:20

Fyrir þá sem eru hærri en 170 þá myndi ég taka 24" handfangið af því það er með stærra sjónsvið þannig lágvaxnari geta líka notað bogann. svo er hægt að raðað hvaða örmum með ákveðnu afli sem er á það.
En gagnvart krökkum þá er það alltaf spurning

En best væri að boginn sé 68" en fyrir þessa lágvaxnari 66-62" heildar lengd.
Handa krökkum þá væri 54-62 allt í lagi með 12-16 punda örmum. og og styttra handfanginu..
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

arrinori
Póstar í umræðu: 1
Póstar:28
Skráður:30 Ágú 2010 22:47

Re: Hvað þarf til að koma sér upp byrjendaboga

Ólesinn póstur af arrinori » 04 Feb 2013 23:56

Ég verð nú að segja það að það er allt frekar ódýrt í þessari verslun að mínu mati. Ég héllt allavega að þetta væri dýrara. Ég er bara pínu spentur að fá mér boga þegar að framm líða stundir.
K.v Arnór Óli Ólafsson

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Hvað þarf til að koma sér upp byrjendaboga

Ólesinn póstur af Bowtech » 05 Feb 2013 07:48

Verðin hjá Lárusi í Hugal eru nokkuð góð og koma svipað út og ef þú værir að panta sjálfur að utan. Þannig sumt getur verið að koma ódýrara eða dýrara út, þitt er valið.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað þarf til að koma sér upp byrjendaboga

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Feb 2013 22:47

Það var áhugaverð umfjöllun um bogfimi í þættinum 360 gráður á RUV í kvöld:

http://www.ruv.is/sarpurinn/360-gradur/05022013-0
Bogaumfjöllunin byrjar þegar 13:30 mínútur eru liðnar af þættinum, svona um það bil um miðja stiku!

Mér sýnist að auðvelt sé fyrir þá sem hafa áhuga á, að fara og prufa þarna, þá er einnig hægt að sjá í leiðinni hvernig byrjendabogar líta út, einnig vafalaust bogar fyrir lengra komna líka :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara