Síða 1 af 1

Þeir klikka ekki á Króknum

Posted: 29 Dec 2012 19:22
af maggragg
Þeir gera það með stæl á Sauðárkróki þegar þeir gera eitthvað. Flottur Indriði!

http://www.feykir.is/archives/62173

Re: Þeir klikka ekki á Króknum

Posted: 29 Dec 2012 20:36
af Spíri
Ég man ekki hvort það var í fyrra eða hitteðfyrra, en þá kveikti sjónvarps maðurinn og Lunddælingurinn Gísli Einarsson í þrettándabrennu okkar Borgnesinga með því að skjóta logandi ör á bálköstinn, þannig að án þess að vera með hroka þá getum við Borgnesingar sagt við Skagfirðinga "Bin there, dönn that" :lol:
En flott hjá Indriða og félögum :)

Re: Þeir klikka ekki á Króknum

Posted: 29 Dec 2012 22:32
af Bowtech
Sæll Þórður

Nú Ok ef svo að þá hefur það ekki farið hátt. Hefði haldið að það hefði orðið einhver frétt út af því.

Við sem höfum verið að skjóta af boga og ör lengi höfum ekki heyrt af neinni tilraun til þessa nema 2006 þegar reyna átti á þjóðhátíð í eyjum en tókst ekki..

Og ekki vissi ég að Gísli stundaði það að skjóta af boga og ör eða þá að hann ætti boga.

Re: Þeir klikka ekki á Króknum

Posted: 29 Dec 2012 23:18
af Spíri
Þess skal getið að boginn sem Gísli notaði var heimagerður úr rafmagnsrörum ef ég man rétt og var færið ekkert voðalegt, en hann skaut ör sem logaði í á bálköstin og það kviknaði í. Björgunarsveitin Brák stóð fyrir þessari brennu og var hún haldinn á Seleyri. Fann auglýsinguna á netinu og þetta var í fyrra, en því miður fann ég ekki myndir af athæfinu en vafalaust eru til myndir af þessum gjörningi Gísla, þar sem þetta vakti mikla lukku :-)

http://www.bjsvbrak.is/frettir/frettir/nr/123911/

Re: Þeir klikka ekki á Króknum

Posted: 02 Jan 2013 23:15
af maggragg
Hérna er myndband af gjörningnum :)

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=HHZIyoVIrFk[/youtube]