Bogveiðifélag Íslands

Allt sem viðkemur bogum, bæði hefðbundnum, lásbogum og öðru tengu því.
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Bogveiðifélag Íslands

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Nov 2010 20:30

Búið er að stofna bogveiðifélag Íslands og eru það hagsmunasamtök þeirra sem vilja leyfa bogveiðar á Íslandi.

Fyrir þá sem vilja fræðast um þá er þetta heimasíðan þeirra: http://bogaveidi.123.is/

Við óskum þeim til hamingju með stofnun félagsins.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
AndriS
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:22
Skráður:02 Jul 2010 09:37

Bogveiðfélag Íslands

Ólesinn póstur af AndriS » 09 Dec 2010 13:51

Þann 14.11.2010 var haldinn stofnfundur bogveiðifélags/ samtaka Ísland.

Þar var samþykkt var að félagið skyldi heita "Bogveiðifélags Íslands"

Samkvæmt vefsíðu félagsins http://bogaveidi.123.is/home/

"Þessi síða er ætluð að leiðbeina þeim sem hafa áhuga á því að veiða með boga og fræða fólk um veiðar með boga erlendis."
Andri S. Ásmundsson

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Bogveiðifélag Íslands

Ólesinn póstur af Bowtech » 14 Jan 2011 17:44

Vildi bara láta vita að það kom smá viðtal við mig í gær í Fréttablaðinu um Bogveiðifélag Íslands. Endilega kíkið á það og heimasíðu félagsins ef þið hafið ekki séð það.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Bogveiðifélag Íslands

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Jan 2011 22:04

Vilja veiða hreindýr með boga og örvum

Félagsmenn nýstofnaðs Bogveiðifélags Íslands vilja fá yfirvöld til að leyfa veiðar með bogum og örvum á Íslandi líkt og heimilt er víða um álfur og lönd, meðal annars á Norðurlöndunum. Þeir vilja til dæmis veiða hreindýr, fugl og fisk.

sportveiði "Það ætti að vera hægt að veiða allt með þessu; fugl, ref, mink, hreindýr og fisk," segir Indriði Ragnar Grétarsson, formaður hins nýstofnaða Bogveiðifélags Íslands sem vill að veiðar með bogum og örvum verði leyfðar á Íslandi.

Indriði segist lengi hafa haft áhuga á bogveiði þótt hann hafi ekki lagt stund á hana ennþá sjálfur. Í mars í fyrra stofnaði hann sérstaka síðu á netinu um bogveiði. Þá hefur hann átt samstarf við bogfimideild Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og skotveiðifélagið Ósmann í Skagafirði þar sem hann sjálfur er liðsmaður.

"Bogveiði er leyfð samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu en hvert land fyrir sig ákveður hvort þetta er leyft. Bogveiðin er leyfð í nærri helmingi landanna innan sambandsins," segir Indriði sem kveður einnig hefð fyrir bogveiði í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og í Afríku. Úti í Evrópu veiða bogmenn að sögn Indriða helst hirti og birni. Í Afríku veiði menn allra handa dýr á boga.

Indriði segir siðferði bogveiðimanna áður fyrr ekki hafa verið nógu gott. Það sama hafi gilt um hittni þeirra.

"Í dag eru kröfurnar orðnar svo miklar svo hittnin er orðin á við það sem gerist með riffla," segir Indriði en bendir um leið á að hérlendis séu strangari kröfur varðandi boga en gerist annars staðar. "Eins og lagaumhverfið er í dag virðist bogi og ör vera hættulegra vopn en byssur. Það er mikið strangara ferli í kring um þetta en með byssur. Til dæmis verða menn að vera í félagi innan ÍSÍ til þess að mega eiga boga og stunda æfingar."

Að sögn Indriða hyggjast bogveiðimenn halda kynningu í febrúar fyrir þá sem hafa að gera með umsagnir og leyfisveitingar vegna bogaeignar og bogveiði. "Í Evrópu þarf hvergi leyfi til þess að eignast boga og örvarodda. Við viljum fá breytingu hérna heima þannig að þetta verði svipað og erlendis,"

Í stefnuskrá Bogveiðifélagsins segir að auk bogveiðanna vilji félagið stuðla að sameiningu bogveiðimanna og áhugamanna um bogveiðar, bogfimi, náttúruvernd og standa vörð um hagsmuni þeirra
Tekið úr vefútgáfu fréttablaðsins

Einni umfjöllun inn á http://eyjan.is/2011/01/13/bogveidifela ... yraveidar/
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Bogveiðifélag Íslands

Ólesinn póstur af Bowtech » 14 Jan 2011 23:39

Sett þá líka inn það sem er á heimasíðu bogveiðifélagsins.

Nú dag birtist grein í Fréttablaðinu smá viðtal sem haft var við mig undirritaðann í gegnum síma í gær. og eftir viðtalið um seinna um daginn sendi ég einnig á ritstjórn fréttablaðsins smá texta sem ég hefði vilja myndi fylgja með svo að samtalið yrði ekki slitið úr samhengi. sem virðist svo aðeins hafa verið.

í þessu viðtali þar sem minnst er á Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og Skotfélagið Ósmann þá vil ég koma því á framfæri að þessi félög tengjast Bogveiðifélagi Ísland á engann hátt. Það sem rétt er að: Ég hef stundað bogfimi í 3 ár og og hef verið það lánsamur að hafa haft bogfimideild íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík mér til stuðnings og Skotfélagið Ósmann á Sauðarkróki með aðstöðu, stuðning og sé ég um bogfimi málin hjá þeim.

Þeir sem hafa áhuga á að stunda bogfimi bendi ég á að kíkja á bogfimi.net eða hafa samband við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík

Bogfimi og Bogveiði er ekki sami hluturinn...


Í Mars 2010 stofnaði ég þessa síðu bogaveidi.123.is þar sem mér fannst vanta umræðu grundvöll fyrir þetta málefni þar sem að menn virðast hafa verið á miklum villigötum gagnvart þessu með staðreyndir. Var svo hugmyndin að með tímanum yrði þessi síða grundvöllur fyrir því að að stofnað yrðu hagsmunasamtök um bogveiði. Varð það að veruleika nú 13 nóvember 2010.
Vil taka fram að eins og staðan er í dag að bannað er að veiða með boga og ör á íslandi

Á þessu ári verða haldnir kynningar og fræðslufundir um allt sem viðkemur bogfimi og bogveiði í samstarfi við fleiri aðila og verða þeir auglýstir á heimasíðu félagsins
Hvet fólk til að kíkja á bogaveidi.123.is þar eru allar upplýsingar svo sem markmið félagsins ofl, og þau sem það vilja geta haft samband í gegnum síðuna.
Í dag samkvæmt korti Bogveiðisambandi Evrópu að þá eru 14 lönd sem leyfa og 17 sem leyfa ekki bogveiðar. Það eru nokkur lönd sem eru með í gangi ferli/athugun á að leyfa bogveiðar á öllum þeim tegundum sem er á annað borð leyft veiða með skotvopnum.

Til þess að eignast boga segir í reglugerð að viðkomandi verður að vera félagi í íþróttafélagi sem er aðili að ÍSÍ og gagnvart því er löggjöfin mun strangari hér heima en er í flestum löndum heims, og hefur það hamlað framgangi á bogfimi hér á landi og einnig að ekki sé hægt að versla sér áhöld til bogfimi iðkunar hér á landi. Eins og reglur um bogaeign er í flestum löndum að þá er hún lítil sem engin, hins vegar eru öryggis/notkunarreglur um boga og ör varðandi notkun viðurkenndum svæðum og eru þær í samræmi við reglur FITA (Alþjóðlega bogfimisambandið)

Virðingafyllst
Indriði R. Grétarsson.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Bogveiðifélag Íslands

Ólesinn póstur af Bowtech » 14 Jan 2011 23:42

Hvernig fannst ykkur annars þessi frétt sem kom í Fréttablaðinu?
Hefur einhver umræða komið upp hjá ykkur með/ á móti?
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Bogveiðifélag Íslands

Ólesinn póstur af maggragg » 16 Jan 2011 21:31

Mér persónulega fannst þetta gott innlegg og er sjálfur hlyntur því að þetta verði leyft. Finnst þetta vera ennþá meiri veiðiskapur en skotveiðar þar sem veiðimaðurinn þarf að vera mun tengdari náttúrunni til að geta veitt bráðina. Það reynir meira á veiðimannin.

Það verður aðalfundur fljótlega og ætla ég að koma þessari umræðu á koppinn en ég vill að þessi grein verði meðal greina sem hægt verði að stunda í félaginu. Þarf að skoða hvað félagið þarf að uppfylla til þess að það sé hægt og þá verð ég í sambandi við þig með það.

Kv.
Maggi
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara