Það er margt skrítið í núverandi vopnalögjöf!!

Allt sem viðkemur bogum, bæði hefðbundnum, lásbogum og öðru tengu því.
User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:
Það er margt skrítið í núverandi vopnalögjöf!!

Ólesinn póstur af Bowtech » 22 Jan 2013 23:39

Komið Sæl öll

Vildi deila með ykkur hvernig bogamálum er háttað hér á landi sem sagt hvað máttu eiga og hvað ekki.

Eins og lögin eru í dag að þá má einstaklingur sem er í félagi eiga, allar týpur af boga, allar týpur af örvum og og allar gerði af örvaoddum fyrir mark, Field og 3-D bogfimi en svo má ekki eiga veiðiodda.

Ef við myndum yfirfæra þetta á skotvopn að þá kæmi þetta svona út. Þú mátt eiga byssuna, hylkið, þessa kúlugerð til að skjóta á mark en ekki hina sem er ætluð til veiða.

Það er undanþágu ákvæði varðandi stóru rifflanna, mátt eiga og æfa með hérna heima en ekki veiða það gildir ekki það sama um veiðiodda. Hvernig getur eitthvað í vopnalögum gilt um eitthvað en svo ekki annað þrátt fyrir að það liggji sömu rök á bak við notkunina.

Þetta finnst manni frekar skrítið hvernig þessu er háttað í lögum. af því að það er yfirleitt talað um áhaldið en svo skipta skotfærin litlu máli, nema þega kemur af bogunum.. :(
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Það er margt skrítið í núverandi vopnalögjöf!!

Ólesinn póstur af iceboy » 23 Jan 2013 10:38

Er ekki í núverandi lögum bannað að nota boga til veiða?
Á meðan svo er þá finnst mér bara ekkert skrítið að það sé bannað að eiga veiðiodda.
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Það er margt skrítið í núverandi vopnalögjöf!!

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Jan 2013 09:08

Jú, í dag er ekki heimilt að veiða á Íslandi með boga, en það er leyft erlendis. Það ætti því að gilda sama og með stóru rifflanna. Það er ekki heimilt að veiða með rifflum með meiri hlaupvídd en 8 mm hér á landi, heldur má eiga þá til að hægt sé að veiða erlendist. Þannig ætti Indriði að geta átt veiðiodda til að geta farið á veiðar erlendis með sinn boga, eins og þeir sem eiga .338 cal hér heima.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Það er margt skrítið í núverandi vopnalögjöf!!

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 24 Jan 2013 17:49

Sæll Magnús.

Hef grun um að gamlir og skráðir rifflar (fyrir tíma laganna sem takmarka kúlustærðina), séu löglegir til veiða hérlendis í dag.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Það er margt skrítið í núverandi vopnalögjöf!!

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Jan 2013 21:59

Sæll Jón

Já það er hinsvegar rétt, enda lög almennt ekki afturvirk.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara