Vísur - heilræði

Þetta er tímabundinn þráður með leiðbeiningum um notkunn vefsins og hægt er að setja inn spurningar
User avatar
oskararn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:30
Skráður:18 Dec 2012 11:35
Fullt nafn:Óskar Arnórsson
Staðsetning:Akranes
Vísur - heilræði

Ólesinn póstur af oskararn » 21 Mar 2013 21:03

Eftir misjafnar umræður undanfarið:
Gamlar vísur sem koma í hugann.

Að segja biturt orð í eyra
angri veldur
en þögnin segir miklu meira
en margur heldur.

Og svo á eftir:

Fann ég ekki orðin þá
sem ég segja vildi,
varð þó feginn eftir á
að ég þegja skyldi.

Á að þekkja skáldin en man ekki, góð vísa er ekki of oft kveðin :|
Óskar Arnórsson, Akranesi
oskararn@gmail.com

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Vísur - heilræði

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Mar 2013 21:10

Jú mikið rétt þessi var samin þegar allt fé var að fenna í kaf og tófan fór í hlaðborð

Stundum ljót var staðan séð
Stríðið hart í önninni
Tófan var að tanna féð
tept á kafi í fönninni

R.K.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

EBJ
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:26
Skráður:10 Dec 2012 16:32
Staðsetning:Sauðárkrókur.

Re: Vísur - heilræði

Ólesinn póstur af EBJ » 21 Mar 2013 22:31

Sæll Óskar..

Fyrri vísan er eftir Harald Jónsson frá Kambi....

Sú seinni er eignuð..
Steinunni Jakobínu Guðmundsdóttur Miðgarði í Saurbæ, Dölum
en hún var fóstra Steins Steinars..

Þannig eru þessar vísur færðar til bókar hjá mér í dag ...:-)
Kv.
Erlingur B Jóhannesson.

Svara