Síða 1 af 1

bb kóðar

Posted: 25 Feb 2012 09:50
af admin
Þegar verið er að skrifa póst og menn eru í svokölluðum "Full editor" þá er hægt að setja inn bb kóða en það eru hnapparnir fyrir ofan ritgluggan. Með þeim er hægt að stjórna textanum, t.d. gera letur feitletrað, miðjusetja, eða stækka. Einnig er auðvelt að setja inn tengla á aðrar síður eða myndir, jafnvel youtube video.

Til að setja einhvern ákveðinn texta í bb kóða er textinn valinn og svo smellt á viðeigandi hnapp. T.d. er hægt að líma hlekk af youtube videoi í textann, velja svo hlekkinn og smella á youtube hnappinn. Þá kemur kóði með hornklofa sitt hvoru megin. Þegar menn prófa sig áfram með þetta verða menn fljótir að ná tökum á þessum möguleikum. Jafnframt er hægt að bæta við kóðum í framtíðinni ef eitthvað vantar.

Gott er að minna menn á að setja inn lýsandi heiti í titil þar sem það verður heitið á hlekknum sem kerfið býr til.