Síða 1 af 1

Að setja inn myndir á vefinn

Posted: 20 May 2012 19:34
af Padrone
Nú spyr ég eins og fáfróðasti maðurinn...
Hvernig set ég myndir af tölvunni minni inn á vefinn?
Er það ekki annars hægt eða verð ég að setja þær á vefinn fyrst? (t.d. flickr)

Re: Að setja inn myndir á vefinn

Posted: 20 May 2012 21:54
af gkristjansson
Sæll,

Ef þú villt setja inn mynd þá verður þú að vera í "Full Editor" glugganum (kemur upp sjálfkrafa ef þú er að setja inn nýjan póst en þarft að smella á takkann 'Full Editor' ef þú er að nota "Quick Reply').

Þegar að þú ert í "Full Editor", þá smellir þú á valflipann "Bæta við viðhengi" og þá getur þú slegið inn skráarheiti eða notað "Browse" takkann til að finna myndina á tölvunni þinni.

Þegar að þú ert búinn að finna myndina þá smellir þú síðan á "Bæta við skrá" takkann og þá hleðst myndin upp.

Þegar að myndin er komin inn á vefþjóninn (ef myndin er ekki of stór og er af réttri skráartegun) þá birtist nýr valkostur: "Fella inn mynd" og ef þú smellir á þann takka þá verður myndinni skotið inn í póstinn hjá þér þar sem að bendillinn er staddur. Þú sérð ekki myndina en sérð í póstinum sem þú ert að skrifa texta sem vísar á myndina, til að sjá myndina í póstinum áður en þú sendir hann, smelltu þá á "Skoða" takkann.

Vona að þetta hjálpi.

Re: Að setja inn myndir á vefinn

Posted: 20 May 2012 22:11
af maggragg
Guðfinnur. Þetta með að fella inn hafði ég ekki einusinn fattað :) Þakka þér fyrir þetta en þetta er mun skemmtilegra að nota en að mynd sem viðhengi komi neðst.

Hinsvegar vill ég benda ykkur á að ef myndin er vistuð annarstaðar á vefnum að nota frekar tengil á myndina og smella á "Img" hnappinn í full editor og setja tengilinn á milli Img í hornklofa. Það sparar pláss á vefhýsingunni og kemur líka betur út finnst mér :)

Re: Að setja inn myndir á vefinn

Posted: 20 May 2012 22:56
af Padrone
Ég vissi einmitt að þessari [img] skipun en vissi ekki hvort hún væri líka fyrir myndir vistaðar á tölvu.

Ég ætla að láta reyna á þetta þegar ég set inn camo convertionið hjá mér :D

Takk fyrir ráðin og hjálpina