Fyrir okkur nýliðana!

Þetta er tímabundinn þráður með leiðbeiningum um notkunn vefsins og hægt er að setja inn spurningar
User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 4
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri
Fyrir okkur nýliðana!

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 27 Oct 2012 14:40

Sælir\Sælar

Er búinn að flakka aðeins hér á milli þráða og komst að því að viska mín er frekar lítill!
Því var ég að velta fyrir mér hvort ekki væri einhver þarna úti sem væri til í að útskýra nokkrar skammstafanir fyrir okkur sem ekki vitum?

T.d.
MOA
MRAD
FFP
O.s.f.v

Endilega henda inn útskýringum á öllum þeim skammstöfunum sem ykkur dettur í hug ;)
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fyrir okkur nýliðana!

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 27 Oct 2012 16:01

Það er nú örugglega betra að þú spyrjir bara um þær skammstafanir sem þig langar að vita um.

MOA er minute of angle og er frændi MRAD ef svo má segja. Þetta eru hvoru tveggja mælieinigar sem þú getur notað til þess að meta fjarlægðir og t.d. hvað þú átt að miða langt yfir þegar þú ert að skjóta á lengri færum.

Ef þú t.d. núllar riffilinn þinn á 100 metra þá þarftu yfirleitt að hækka hann upp um x mörg MOA eða MRAD á t.d. 400 metrum.

1 MOA er t.d. mjög nálægt 1 tommu á 100 yards, reyndar er það rétt yfir, en flestir rúna það af niður í 1 tomma á 100 yards. 1 MOA á 200 yards væri þá um 2 tommur og 1 MOA á 500 yards er um 5 tommur. Viltu giska á hvað 3 MOA er á 200 metrum?

MRAD er svo mælieinnigin sem við metra kerfis fólkið notum.

FFP og SFP eru skammstafanir fyrir það í hvaða plani krossinn er í kíkirnum þínum. Ef hann er FFP (Front Focal Plane) þá stækkar krossinn og minnkar í sjónaukanum hjá þér þegar þú ZOOMar inn og út. FFP sjónaukar eru þar með rétt kvarðaðir út frá Millidot-inu alveg sama á hvaða ZOOMi þú ert með þá stilta.

SFP (Second focal plane) sjónauki er alltaf með krossinn jafn stóran, það er að segja hann lítur alltaf eins út alveg sama á hvaða ZOOMi þú ert með hann og þá er Millidot-ið yfirleitt kvarðað rétt á einni ákveðinni stækkun. Skal reyna að útskýra þetta betur seinna ef þú skilur þetta ekki.
Síðast breytt af Stebbi Sniper þann 27 Oct 2012 22:36, breytt í 1 skipti samtals.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 4
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: Fyrir okkur nýliðana!

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 27 Oct 2012 16:16

Sæll og takk fyrir þetta!

Langar helst að vita allt :D

Var að vona að mér vitrari menn myndu henda inn upplýsingum um hinar og þessar skammstafanir svona þegar þeir nenntu (fínt að hafa einhvern lista sem hægt er að sækja í)

Ef 1 MOA á 200 er sirka 2 tommur þá hljóta 3 MOA á 200 að vera sirka 6 tommur. Eða hvað?

Ef ég er að skila þetta rétt er þá 8 klikk á kíki með 1/8 MOA per klikk þá 1 tomma á spjaldi (100 yards)
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fyrir okkur nýliðana!

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 27 Oct 2012 16:59

Reyndar ekki alveg rétt... því ég plataði þig aðeins! Við göngum samt àfram út frà því að 1 MOA sé 1 tomma à 100 yards... skoðaðu dæmið aðeins betur og skjóttu aftur.

En hitt er rétt skilið hjà þér að 8 click à sjónauka með 1/8 MOA færslu er ein tomma à 100 yards.

Bý til annað dæmi fyrir þig í leiðinni. Hvað eru 3 click à 400 yards mikil færsla ef þù ert með 1/4 MOA sjónauka?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 4
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: Fyrir okkur nýliðana!

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 27 Oct 2012 17:43

Mundi giska á að þrjú klikk á 400 yards væru 3tommur ? 1 moa á 400 = 4tommur og 3/4 af 4 tommum = 3tommur Eða er ég kominn útí einhverja vitleysu?

En hitt er ekki að komast fyrir í kollinum á mér.... Hugsa þetta aðeins betur ;)
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fyrir okkur nýliðana!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Oct 2012 17:58

Hvað eru 3 MOA er á 200 metrum klikk?3 MOA á 200 sirka 6 tommur klikk?3 click à 400 yards klikk?3 klikk á 400 yards 3tommur klikk?1 moa á 400 = 4tommur og 3/4 af 4 tommum = 3tommur klikk?eða er ég kominn útí einhverja vitleysu klikk.....klikk.....klikk?
Viðhengi
IMG_8063.JPG
MOA 200 MOA 300 MOA 400 grrrrrrr....klikk.....????????
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Fyrir okkur nýliðana!

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 27 Oct 2012 18:05

Sælir.
Er þetta ekki altaf bara spurning um "einn máf yfir" ;)
einn alveg klikk
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fyrir okkur nýliðana!

Ólesinn póstur af maggragg » 27 Oct 2012 18:19

Hérna sett ég inn útskýringu um þetta fyrir einhverju síðan:

riffillgreinar/hvad-er-moa-t150.html
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fyrir okkur nýliðana!

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 27 Oct 2012 19:30

Ha ha, góður Siggi... ég sé að þú þarft enga sérkennslu í MRAD, Mil og MOA! Ég vissi reyndar ekki að þessar upplýsingar væru sendar austur í hafragrautspökkum, hélt að þær væri bara að finna í kornflexpökkunum hér í bænum. Ef ég væri á fasbókinni þá myndi ég samt like-a á bakgruninn hjá þér.

Svo ég klári dæmið hérna fyrir ofan fyrir þig þá eru 200 metrar = 219 Yards og ef 3 MOA á 200 yards er 6 tommur þá er 3 MOA á 219 = c.a. 6,6 tommur.

Seinna dæmið er hárrétt hugsað hjá þér Gunnar.

Linkurinn hjá Magga útskýrir þetta svo mjög vel og ef þú heldur áfram yfir á Youtube þá ertu náttúrulega kominn í hafsjó af fróðleik fyrir allar hugsanlegar skammstafanir!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 4
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: Fyrir okkur nýliðana!

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 27 Oct 2012 23:01

Sem byrjandi brúkandi byssu
Bað að ég gerði ei skyssu
Ei kunni á MOA
og skaut útí móa
Og myrti þar saklausa hryssu.

Það er bæði skemmtilegri og meira fræðandi kennslustundirnar hér en á Youtube...
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

Svara