Rekstrarveiði

Allt um veiðar erlendis
User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland
Rekstrarveiði

Ólesinn póstur af gkristjansson » 17 Jan 2015 12:22

Sælir Félagar,

Síðan að ég byrjaði að veiða erlendis þá hef ég mikið stundað rekstrarveiðar. Núna í ár þá ákvað ég að halda pínu dagbók um þá daga sem ég fór í rekstrarveiði á veiðitímabilinu.

Hér er "hlekkur" á afraksturinn:

https://www.dropbox.com/s/lsfxe2l12wpl4 ... s.pdf?dl=0

Þetta er reyndar á útlenskunni en vondandi hafa einhverjir gaman af að lesa þetta.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Rekstrarveiði

Ólesinn póstur af karlguðna » 17 Jan 2015 19:54

Takk fyrir þetta Guðfinnur,,, en segðu mér , meðaltal skota á dýr fynnst mér svolítið mikið !!! er smá hissa ,er það svona erfitt að hitta þessi dýr ??? og eru menn kannski með hálf-sjálvirka riffla ??? ef ekki þá verða menn að vera snöggir að endurhlaða,, :mrgreen: er alveg grænn þegar kemur að þessari veiði en er bara að spekúlera hvernig þetta fer fram,,, :oops:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Rekstrarveiði

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 Jan 2015 02:34

Þetta er dálítið eins og á fuglum á flugi þú verður að leiða framfyrir eftir hraða og taka í gikkinn.
Nema á fuglum hefur maður fullt af höglum en bara eitt í rifflinum og beint skot á dýr er fyrir aftan dýr og svo framvegis.
Það er erfitt og stuðullinn er dálíið hár vegna þess bráðin er á hreifingu og svo stressið og mismunandi stærð og slíkt á bráð í færi,
En Guðfinnur bætir sennilega við meiru sem vantar ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Rekstrarveiði

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Jan 2015 10:06

Ég held að þessi skotafjöldi sé svona nálægt norminu í þessari rekstrarveiði!
Ég hef tekið þátt í svona veiði og það er mikið skotið svo er víst.
Mig minnir að skotafjöldinn þá hafi verið sviipaður og þessi, það var verið að halda honum saman man ég.
Þegar dýrin koma út úr skóginum eru þau oftast á mikilli ferð og þess vagna þarf að leiða ens og þú sagðir Þorsteinn, og ef skotið hittir, sést ekki endilega hvort það hittir ef þetta er bóg eða lungna skot, dýrið hleypur jafnhratt áfram þess vegna er venjulega sett allt úr magasíninu á dýrið eða eins mörg skot og hægt er að koma á það meðan það er að hlaupa fram hjá skyttunni.
Hins vegar ef skot hitttir í haus, háls eða hrygg kútveltist það um og óþarfi að skjóta meira i það skiptið.
Þegar ég var á þessum veiðum úti í Pólandi, skaut vinur minn á lítið villisvín með 3006 og 180 gr. kúlu ef ég man rétt, hann skaut á það 3 skotum sem öll fóru gegn um lungu og svínið hljóp áfram og ekkert hefði í skotist, hægði nær ekkert á sér inn í skoginn hinumegin við auða svæðið sem það kom út á, út úr skóginum og það þurfti hunda til að finna það, það hefur hlaupið um 130 metra eftir að það fékk fyrasta skotið í sig.
Svo það verður að segjast eins og er að venjan er að í þessari veiði er mikið skotið.
Ég þekki það líka að þegar erlendir menn koma til mín á hreindýraveiðar, vilja þeir gjarnan skjóta meðan dýrið er á einhverri hreyfingu og nær ómögulegt að fá þá til að hætta, eða í fyrsta lagi þegar magasiinið er tómt en dýrið fyrir löngu búið að fá sitt banaskot....já sinn er siðurinn í landi hverju :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Rekstrarveiði

Ólesinn póstur af gkristjansson » 18 Jan 2015 10:29

Sælir strákar,

Jú þetta er svolítill fjöldi af skotum á hvert fallið dýr. Hér í Ungverjalandi er ekki leyfilegt að vera með hálfsjálfvirka riffla þannig að, að öllu jöfnu, þá er ekki um þannig riffla að ræða (þó ég hafi nú séð einn og einn slíkann sem erlendir gestir koma með).

Hins vegar er mikið um að menn séu með Blazer eða Merkel riffla ("straight pull") þar sem hægt er að pumpa út skotum annsi nálægt því sem gerist með hálfsjálvirkt.

Eins og Siggi segir þá er það þannig í svona veiði að þú setur öll skot sem þú hefur í byssunni á dýrið á meðan þú hefur færi eða að dýrið fellur. Ferðin á þessum dýrum er slík (og adrenalínið á fullu) að það er ekkert óalgengt að vel skotið dýr (t.d. hjartaskotið) hlaupi samt nokkur hundrað metra eftir að það er skotið.

Svo, á hinn bóginn, þá er það ekki óalgengt að óvanir menn komi inn í veiðina og verða svo "æstir" að þeir fara að "plaffa vinstri og hægri" á þess að hitta nokkuð. Ég hef sjálfur séð þess dæmi að menn tæmi fullan pakka af skotum (20 skot) og ekkert liggur í valnum á eftir.....

Að öllu jöfnu hins vegar, þá er það talið að 3-4 skot fyrir hvert fallið dýr sé ásættanlegt, fleiri en það og þá eru menn "ekki að skjóta vel".

Siggi minntist á að hafa séð þetta með erlenda veiðimenn á hreindýraveiðunum en venjulega þá er það bara í rekstrarveiðinni að menn eru að margskjóta dýrin, í venjulegri veiði (þá skjótum við ekki á hlaupandi dýr) þá setur maður skot í dýrið og nýtt skot í hlaupið ef vera skildi að dýrið fellur ekki og við skjótum bara fylgiskot ef það sýnir sig að dýrið er ekki að fara að falla.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Rekstrarveiði

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 18 Jan 2015 20:12

Er ekki upplagt fyrir þá sem hafa gaman að því að skjóta mikið að vera með hálfsjálfvirkar haglabyssur og slögg?

Eða er það ekki í boði hjá Evrópubúum?
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Rekstrarveiði

Ólesinn póstur af gkristjansson » 19 Jan 2015 10:28

Sæll Sveinbjörn,

Reyndar er ekki leyfilegt að vera með haglarann í rekstrarveiðinni hér í Ungverjalandi.

Það er nánast ótrúlegt, hins vegar, hversu snöggir menn geta verið að endurhlaða rifflana, með æfingunni þá er hægt að ná annsi góðum tíma.

Mér datt líka í hug að setja inn smá reynslusögu af síðasta Sunnudegi (11. Janúar):

Í eftirmiðdaginn þá var ég settur á póst sem var á vegarslóða. Öðru meginn við veginn var þykkt kjarr sem ekkert var hægt að sjá inn í. Hinum megin var hins vegar brekka með litlum sem engum trjágróðri og góðu útsýni í um það bil 3-400 metra. Nágranni minn var um 300 metra frá mér á vegarslóðanum og vel sýnilegur frá mínum pósti. Þegar um það bil hálftími var liðinn af rekstinum þá sá ég góðan gölt koma á harðahlaupum inn á skotsvið nágrannans og gölturinn stefndi beint á veiðimanninn. Ég horfði á nágrannann plaffa 5 skotum á göltinn en ekkert þeirra hitti og gölturinn hvarf inn í þykkt kjarrið hinumegin við veginn. Ekki leið á löngu þar til að einn rebbi slæddist næst inn á skotsvæði nágrannans og hann plaffaði 2 skotum á rebba, án árangurs. Um það bil 20 mínútum síðar kom síðan annað svín inn á skotsvið nágrannans, nánast á sömu slóð og fyrsta svínið. Í þetta sinnið þá setti nágranninn 3 skot í átt að svíninu, enn og aftur án árangurs. Þannig að ég horfði upp á nágrannann skjóta 10 skotum an þess að nokkuð lægi í valnum.

Bara svona pínu dæmi til að reyna að útskýra skotfjölda á fallið dýr.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Rekstrarveiði

Ólesinn póstur af gkristjansson » 07 Mar 2015 14:58

Var í ríki drottningar um helgina að eltast við Muntjac, náði að fella þrjá á jafn mörgum dögum:
DSC_0304_20150301_163844.jpg
Muntjac búkki
DSC_0304_20150301_163844.jpg (55.01KiB)Skoðað 9742 sinnum
DSC_0304_20150301_163844.jpg
Muntjac búkki
DSC_0304_20150301_163844.jpg (55.01KiB)Skoðað 9742 sinnum
Þessi var tekinn úr hásæti á 135 metra færi:
DSC_0312_20150301_165723.jpg
Hásætið
DSC_0312_20150301_165723.jpg (203.95KiB)Skoðað 9742 sinnum
DSC_0312_20150301_165723.jpg
Hásætið
DSC_0312_20150301_165723.jpg (203.95KiB)Skoðað 9742 sinnum
Þarna eru flest allir með hljóðdeyfir á sínum verkfærum. Eitt víti til varnar þó, alltaf að tékka á því að deyfirinn sé vel skrúfaður upp á hlaupið annars gengur ekkert upp (lenti í þessu þarna úti).......
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Svara