Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Allt um veiðar erlendis
Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37
Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 11 Mar 2014 20:15

Já gleymdi alveg að nefna það. Í öllum tilfellum ef við hefðum veitt eitthvað átti landeigandinn dýrið. Eftir að ég skaut mitt dýr þá fékk ég að eiga hornin. Þau voru sett í sjó og koma til landsins í lok þessa mánaðar.

Varðandi kjötið þá fékk ég ekkert og bróðir minn átti ekki von á neinu. En skömmu eftir að ég fór heim þá fékk hann 1/5 af dýrinu (held að það hafi verið 1/5 frekar en 1/4) þar sem landeigandinn var búinn að ákveða að þetta dýr yrði notað til einkaneyslu og við bræðurnir töldumst sem 1/5 af veiðihópnum - þ.e. 5 aðskildir aðilar/fjölskyldur sem komu að veiðinni.

Þetta kom bróður mínum skemmtilega á óvart. Hann segir að þetta sé alveg rosalega gott kjöt.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 1
Póstar:37
Skráður:25 Apr 2012 22:05

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 11 Mar 2014 21:15

Aldeilis gaman að komast í svona. Ljómandi góð saga og ekki skemma myndirnar fyrir.
Bróði þinn er enginn lygari, krónhjartarkjöt er rosalega gott

Takk fyrir sýna okkur þetta.
Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 11 Mar 2014 21:52

Nei hann er alveg örugglega að segja satt. Get ekki beðið eftir að endurtaka þetta með honum og því frábæra fólki sem ég kynntist.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Árni More Arason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:26
Skráður:23 Ágú 2013 16:53
Fullt nafn:Árni More Arason
Staðsetning:Njarðvík

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Árni More Arason » 12 Mar 2014 08:56

Stórskemmtileg lesning, þetta hefur verið alveg mögnuð ferð hjá þér! Gaman að fá að sjá þetta og lesa.
Árni More Arason
Keflavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Mar 2014 10:04

Karl Guðna spurði þig hvort þú hefðir þurft að vera með leiðsögumann.
Það er satt sem þú segir Gísli það er mikill munur á aðstæðum, þarna er verið að veiða á afmörkuðu eignarlandi úr kvóta sem þeim er úthlutað, kvóta sem er fyrirfram samsettur af törfum kúm og kálfum.
Þú talar mikið um stjórnandann sem réði öllu þarna, hann er vissulega ígildi leiðsögumanns, það er mikið útbreiddur misskilningur hér á landi að menn meigi veiða svo og svo mikið erlendis án leiðsögumanns, fylgdarmennirnir heita kannski ekki leiðsögumenn eða eftirlitsmenn en reglurnar sem menn gangast undir þarna úti eru kannski eru oft harðari en hér á Íslandi, það er allavega mín reynsla frá veiðum erlendis, til dæmis í Pólandi.
Í þessu tilfelli er verið að veiða úr kvóta sem úthlutað er á tiltekið land og sumsstaðar hafa menn ákveðna skyldu til að ná þessum kvóta, að öðrum kosti er hann veiddur á kostnað landeigendanna, ég veit að vísu ekki hvernig það er þarna akkúrat, veit þó að það er svoleiðis á ákveðnum svæðum á Bretlandi og Skotlandi.
Eini munurinn á þessu í praktík sýnist mér vera að þarna þurfa menn ekki að borga leiðsögumanninum sem er þú svo sannalega fyrir hendi í þessum stjórnanda sem þú nefnir Gísli.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af gkristjansson » 12 Mar 2014 10:21

Bara til að bæta pínulítið við umræðuna um leiðsögumenn.

Hér í Ungverjalandi þá á viðkomandi veiðiklúbbur á svæðinu veiðikvótann fyrir það svæði. Að öllu jöfnu þá fara klúbbmeðlimir á veiðar án leiðsögumanns.

Ein undantekning er þó á þessu. Á krónhjartarveiðum þá verður veiðimaður að hafa staðist strangt próf fyrir krónhjartarveiðar til að mega vera einn á veiðum. Ef þú hefur ekki þetta próf þá er skylda að hafa leiðsögumann með sér sem hefur þetta próf.

Þannig að ég sjálfur veiði allt hér "með sjálfum mér", nema krónhirtina (hef ekki þetta próf), þá þarf ég alltaf að hafa leiðsögumann með mér.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 12 Mar 2014 10:57

Þetta er alveg rétt hjá þér Siggi - í raun var leiðsögumaður alla dagana
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 13 Mar 2014 00:10

Sæll Guðfinnur

Þetta finnst mér sniðugt kerfi. Þarftu að standast þetta próf til krónhjartaveiða á hverju ári eða gildir það í eitthven tíma?

Hvað kostar að fara í það?

Mín upplifun af hreindýraveiðum er sú að ég gæti alveg gert þetta án leiðsögumans, eftir að hafa verið nokkuð mikið í þessum veiðum miðað við hinn hefðbundna veiðimann. En það er líka mjög margt sem mælir á móti því að sleppa mönnum einum á fjöll hér heima.

Mér finnst samt asnalegt að geta ekki komist inn í þetta kerfi hérna heima. Því eins og ég hef sagt áður þá er það nokkuð merkilegt að ef mig langar að hefja samkeppni við Jóa Fel, þá get ég lært að vera bakari og farið í skóla til þess, sett svo upp mitt bakarí! En ef mig langar að verða leiðsögumaður með hreindýraveiðum og fara í samkeppni við Sigga, þá get ég það ekki vegna þess að UST er ófært um að leysa það verkefni að halda þessi námskeið. Pirrrrrr!

Annars ætla ég ekki að snúa þessum frábæra þræði hjá Gísla upp í leiðinlegar leiðsögumanna umræður. Frábær skemmtun að lesa þessa sögu Gísli... Takk fyrir mig.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af gkristjansson » 13 Mar 2014 09:46

Sæll Stefán,

Já ég vill heldur ekki stela þessum þráð í aðrar umræður en menn þurfa að endurnýja prófið fyrir krónhjartarveiðina á 5 ára fresti. Þetta er mest vegna þess að það eru mjög strangar reglur um hvaða hirti má skjóta og hverja ekki. Þetta er ekki dýrt en fer allt fram á Ungversku sem er reyndar aðal ástæðan fyrir því að ég hef ekki farið í prófið.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af gylfisig » 13 Mar 2014 10:33

Takk fyir skemmtilega frásögn.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 13 Mar 2014 11:00

Takk fyrir skemmtilega veiðisögu og góðar myndir eitthvað sem maður þarf að hugsa meira um að taka í kringum veiðiferðir
Síðast breytt af Jenni Jóns þann 13 Mar 2014 11:09, breytt í 1 skipti samtals.
Jens Jónsson
Akureyri

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 13 Mar 2014 11:08

Takk fyrir strákar. Leit á þetta sem góða aðferð til að skrásetja veiðiferðina. Maður er allt of latur við það annars.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

BrynjarM
Póstar í umræðu: 1
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af BrynjarM » 13 Mar 2014 11:49

Takk fyrir skemmtilega veiðisögu. Það væri gaman að sjá meira af slíku hér.
Brynjar Magnússon

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Morri » 13 Mar 2014 23:25

Þetta var skemmtileg lesning. Maður á örugglega eftir að prófa að veiða í Noregi og víðar, t.d. á Grænlandi

Er sammála Stebba sniper varðandi leiðsögumannakerfið hér heima, að ekki sé hægt að komast að í því með góðu móti. Efni í enn einn þráð um það


Takk fyrir myndir og sögu. Gaman að deila svona
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 14 Mar 2014 22:21

Fann þessa mynd af næturmyndavélinni sem ég tala um í upphafi frásagnarinnar.

Mynd
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Svara