Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Allt um veiðar erlendis
Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 10 Mar 2014 21:40

Langar til að deila með ykkur reynslu minni úr veiðiferð til Noregs sem farin var dagana 24. okt. til 28. okt. síðastliðinn.

Tildrög ferðarinnar var sú að ég á norskan hálfbróðir sem býr í Þrándheimi. Hann var búinn að reyna að fá mig út síðastliðin tvö ár en vegna óheppilegs róðrarplans var ég ekki laus. Hann kíkti til landsins í síðastliðið vor og á svipuðum tíma fékk ég róðraplan fyrir árið 2013 og sáum við strax að þetta haust myndi þetta ganga. Var ákveðið á staðnum að núna yrði kíkt í veiði til Noregs og flug pantað strax. Kom sér vel að Icelandair flýgur beint til Þrándheims á þessum tíma.

Eftir að búið var að panta ferðina var boltinn kominn til bróður míns (Rune). Hann þurfti nú að fara í það að redda veiði þá daga sem ég yrði út. Þetta skýrðist smátt og smátt eftir því sem að nær dróg brottfarardegi og endanleg mynd á þetta kom síðan rétt áður en ég fór út.

Planið varð svona:
Fimmtudagur 24. okt (komudagur): Farið beint í hjartarveiði í Snillfjorden við bæ sem heitir Slørdal. Þar er mágur Rune með veiðileifi á 18 hjartardýrum sem hann og veiðifélagar hans eruð að veiða allt haustið alveg fram að jólum.

Föstudag 25. okt : Halda áfram veiði á sama stað og prufa rekstur ef veður leyfði

Laugardagur 26. okt: Farið í elgveiðar (rekstur) við Skjelstadmarka fyrir austan Þrándheim.

Sunnudagur 27. okt: Farið á veiðar (elgur, hjörtur) í fjöllum fyrir ofan eyjuna Bjorkoya fyrir vestan Þrándheim

Fimmtudagur - Föstudagur
Jæja, það var byrjað í Snillfjorden. Vissi ekkert hvernig þessi veiði fór fram og koma margt mér ókunnuglega fyrir sjónir. Þarna eru dýrin að mestu skotin á engjum sem þau koma inn þegar að það fer að rökka. Til þess að ná að gera þetta með einhverjum árangri þarf að vera vel græjaður og má með sanni segja að leigutakinn var VEL græjaður. Þarna þarf góða riffla (að sjálfsögðu), sjónauka sem duga vel í rökkri og hljóðdeyfa til að draga úr muzzelblasti sem blinda men og skemma skot númer 2 og síðan eru nætursjónaukar alveg nauðsynlegir.

Við vorum fjórir sem mættum galvaskir í veiðina, sá sem leigir landið og síðan ég, bróðir minn og svili hans. Við þrír höfðum enga reynslu af þessu svæði.

Mynd
Veiðhúsið þar sem gist var fyrstu nóttina

Mynd
Norskir veiðibílar

Við ætluðum að veiða á fimmtudeginum en vegna rigningar og þykkra skýjarhulu kom tungli ekkert fram en það er nauðsynlegt til að nægilega birta sé til að skjóta.
Eftir að ég kom inn í veiðihúsið tók ég strax eftir tölvuskjá sem var þar á skenk og fljótlega einnig eftir fjarstýringu sem lá þar við. Í ljós koma að þetta var tengt myndavél með nætursjónauka. Tæknina get ég ekki almennilega farið með – en læt myndina fylgja með. Myndavélin var staðsett hátt uppi í tré ca 200 m frá veiðihúsinu og með henna mátti fylgjast með ferðum dýrana á engjunum á landinu.

Mynd
Skjárinn góði þar sem fylgjast mátti með dýrunum á enginu

Á föstudagsmorgninum mátti síðan sjá í myndavélinni að nokkur dýr voru á enginu og þarf af einn ungur tarfur en það átti einmitt eftir að taka nokkra þannig. Þar sem dýrin virtust mjög stigg var ákveðið að eini maðurinn með reynslu myndi læðast að þeim og ca 30 mínútum eftir að hann hafði yfirgefið okkur heyrðum við hvell (þrátt fyrir hljóðdeyfi) og skömmu síðar kom hann til baka og tilkynnti okkur að dýrið væri fallið. Um leið og það var orðið nægilega bjart var farið og náð í dýrið og gert að því.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 10 Mar 2014 21:45

Síðan var farið í að gera sig klára í rekstur. Við værðum okkur í dal sem tilheyrir landinu og þar var ákveðið að tveir færu á undan og kæmu sér vel fyrir yst í dalnum en ég og bróðir minn myndum síðan reka dýr í hlíð dalsins. Til að gera langa sögu stutta þá sáust tvö dýr en þau komust strax undan og skytturnar sem biðu við enda dalsins sáu þau aldrei.

Mynd
Klár í daginn með hundi bróður míns. Vel þjálfaður hundur sem hann notar í veiði

Mynd
Það er fallegt í Noregi

Mynd
Veiðifélagarnir á fimmtudeginum og föstudeginum að grilla nestið.

Dagurinn var samt frábær, útivist í frábæru umhverfi, góð líkamsrækt og flottur félagsskapur. Og maður var að sjá eitthvað nýtt allan daginn. Seinnipartinn kvöddum við bræður veiðifélagana og héldum af stað til Þrándheims til að gera okkur klára fyrir veiðiferð næsta dags.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 10 Mar 2014 21:48

Laugardagur
Það var vaknað snemma á laugardeginum – allt tekið til og lagt af stað til Skjelstadmarka til að taka þátt í rekstrarveiði á elg. Þarna var allt annað landslag en dagana áður. Mikið mun sléttara og auðveldara yfirferðar. Enn fannst íslendingnum ansi mikið um tré og nánast öll af þeirri stærð að það hefði ekki dugað að standa upp ef maður hefði villst.

Við hittum veiðistjórann á bæ hans og keyrðum síðan ásamt honum og tveimur ungum sonum hans á annan bæ þar sem restin af veiðihópnum var saman komin. Þar var gengið inn í sértakt veiðihús og mönnum boðið upp á kaffi og köku á meðan skipulag veiðanna var rætt og ákveðið hvar hver maður ætti að vera. Alls vorum við 8 sem fórum af stað í þennan rekstur og þar af ein kona sem er víst ansi öflugur veiðimaður og dugleg að mæta.

Mynd
Rune bróðir að tala við veiðistjórann fyrir utan bæinn hans

Það var stutta að keyra og frekar stutt að labba og fyrr en varði voru allir komnir á sinn stað. Það var falleg veður en kalt. Fljótlega fórum við að heyra að aðrir veiðihópar voru greinilega að sjá eitthvað því að skothvellir heyrðust nokkrum sinnum.

Mynd
Útsýnið frá póstinum okkar

En því miður kom ekkert dýr til okkar og eftir ca 2 tíma var reksturinn búinn. Þá var tekið til við að borða nestið og var allt grillað/hitað við opinn eld, rétt eins og daginn áður. Við færðum okkur reyndar eftir matinn og tókum stuttan rekstur á en það skilaði engu heldur. En þetta var samt alveg bráðskemmtilegt og eins og fyrr var ég að sjá eitthvað nýtt allan daginn.

Mynd
Hluti af veiðifélögunum á laugardeginum á leiðinni til baka. Takið eftir að allir eru með hljóðdeyfi
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 10 Mar 2014 21:50

Sunnudagur – lokadagur veiða
Þá var loka veiðidagur þessarar noregsferðar runnin upp. Ég var mjög sáttur við ferðina til þess þrátt fyrir að hafa ekki skotið neitt. Enda var ég farinn að skilja að það var síður en svo gefið að ná einhverju. Sumir veiðifélaganna voru búnir að fara í nokkrar ferðir þetta ár og ekkert fá og enn aðrir ekkert í nokkur ár. Ég var því frekar vonlítill um veiði þennan síðasta dag en hlakkaði samt mikið til. Samkvæmt skilaboðunum sem bróðir minn fékk máttum við veiða elgskálf, krónhjört og ungan karlhjört þennan dag. Ég hafði því aðeins notað Google til að kynna mér betur hvernig þessi þrjú dýr gætu litið út – þekkja hornastærð o.s.frv.
Við bræðurnir lögðum snemma af stað því að það var 1,5 tíma akstur framundan og við höfðum fengið skilaboð daginn áður að hópurinn myndi hittast klukkan 9 um morguninn. Veðrið var fínt – still og bjart en þó var smá rigning og allur gróður því blautur.

Mynd
Áður en lagt var af stað upp fjallið

Þegar við komum á móttstað bíða okkar þar 4 menn. Keyrum við að fjallsrótum og þar græja men n sig. Við leggjum 5 af stað upp en sjötti maðurinn var síðan rekstrarmaðurinn og fór hann upp annarsstaðar með hund til að reyna að reka dýrin upp til okkar. Við leggjum af stað á brattan og þegar við vorum ca hálfnaðir upp hittum við sjöunda manninn sem hafði lagt fyrr af stað enda fór hann hægar yfir en við hinir.

Mynd
Á leiðinni upp - ca í miðju fjalli
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 10 Mar 2014 21:51

Þegar við nálgumst toppinn fer stjórnandinn að skipa okkur niður á sex pósta. Að lokum erum við bara tveir eftir og hann segist ætla að taka mig upp á topp segist hafa fínan stað fyrir mig. Þar geti ég séð nokkuð langt og þar sem hann hafi heyrt að ég skjóti svolítið mikið heima á Íslandi vilji hann hafa mig þar því það sé hægt að skjóta allt upp í 300 m á þessum stað.

Mynd
Farnir að nálgast toppinn - landslagið orðið öðruvísi - enn áttu nokkrir eftir að fara á pósta

Ég segi honum að þetta hljómi vel og við leggjum síðan á toppinn. Ég skal alveg viðurkenna að þegar ég var kominn á minn póst var ég orðinn ansi þreyttur og sveittur. Ég fékk mér að drekka og borða, fækkaði aðeins fötum og kom mér fyrir. Ég sá strax að þarna var stór steinn sem ég gæti lagst á og nýtt mér tvífótinn. Honum var því smellt undir og ég bjó mig undir nokkra bið.

Mynd
Útsýnið frá póstinum mínum
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 10 Mar 2014 21:52

En biðin var ekki löng. Ca. 10 mínútum eftir að ég er búinn að koma mér fyrir heyri ég greinileg hljóð í dýrum og sé nánast um leið þrjú hjartardýr koma hlaupandi eftir hlíðinni. Þau fóru hratt yfir og yrðu komin út úr mínum skotgeira á skammri stundu. Ég sá strax að fyrstu tvö dýrin voru lítil, lítil kú eða kálfur og síðan ungur hjörtur. En í humátt á eftir þeim kemur síðan krónhjörtur. Og þá fór hjartað að slá aðeins hraðar.

Dýrin voru á góðri ferð og á nokkrum sekúndum voru litlu dýrin tvö komin í hvarf og hjörturinn fíni á sömu leið. Þá hóaði ég hátt og snjallt á hann – hann stoppaði - og ég lét vaða. Hann snérist einn eða tvo hringi þar sem hann stóð og síðan sá ég bara lappir upp í loftið frá þeim stað sem ég lág.
“Var einhver að skjóta” heyrðist þá í talstöðinni.
“Já ég “ svaraði ég.
“Hvað var það?”
“Krónhjörtur” svaraði ég “en það væri gott að Terje (sá sem stjórnaði og skipaði á póstana) myndi skreppa og kíkja á hann með mér áður en við höldum áfram”.
Terje koma hlaupandi enda hans póstur ekki það lang í burtu – kíkti á dýrið og var sáttur. Veiðin gat haldið áfram en núna voru bara tvö dýr eftir. En skömmu seinna var rekstrarmaðurinn kominn á toppinn og veiðin blásin af.

Mynd
Hjörturinn fallinn - ekki sá stærsti - en skyttan var sátt

Mynd
Uppstilling eftir að búið var að blása veiðina af
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 10 Mar 2014 21:53

Þá var varið í það að gera að dýrinu, og drösla því niður. Það tók sinn tíma, enn meiri svita og streð.
En það var pottþétt að það var amk einn maður í hópnum sem var löngu búinn að gleyma öllu slíku.
Eftir að búið var að gera að dýrinu var keyrt heim til Þrándheims og daginn eftir flaug ég heim, hrikalega sáttur eftir magnaða ferð til bróðir míns sem seint mun gleymast.

Mynd
Gert að dýrinu

Mynd
Við Terje klárir í að leggja af stað niður fjallið

Mynd
Stundum fór allt í flækju - það gat ferið erfitt að stýra dýrinu á milli trjáa
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 10 Mar 2014 21:54

Mynd
Helvítis flækja :)

Mynd
Sveittir, þreyttir en ánægðir bræður

Mynd
Aðgerð
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 10 Mar 2014 21:55

Mynd
Skotsárið


Nokkur atriði að lokinni ferðinni:
1. Gestrisni norðmannanna. Mér var allstaðar tekið alveg einstaklega vel.
2. Ég myndi giska á að 60% þeirra sem ég veiddi með voru með hljóðdeyfa – þar af allir á laugardeginum.
3. Það voru ALLIR með VHF stöðvar. Ég fékk lánaða enda hefði ég verið eins og fiskur á þurru landi án hennar
4. Það voru ALLIR með heyrnahlífar með umhverfisnema.
5. Það er mjög skemmtilega nestismenning hjá frændum okkar. Alltaf var kveikt bál og menn grilluðu sér samlokur og eitthvað niðursuðu “jukk”.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gisminn » 10 Mar 2014 21:57

Svakalega flott og skemtilegt að lesa takk fyrir :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 177
Skráður: 16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn: Jón Pálmason
Staðsetning: Sauðárkróki

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 10 Mar 2014 22:25

Sæll Gísli.
Takk fyrir skemmtilega frásögn og góðar myndir.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 1916
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Mar 2014 07:39

Takk fyrir þessa frásögn, kærlega og flottar myndir :D
Ég er líka stoltur, trúi því að þú einn hafir veitt vegna þess hvað þú lærðir mikið af því að fara með mér á hreindýraveiðar 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 256
Skráður: 25 Feb 2012 09:16

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Spíri » 11 Mar 2014 08:23

Takk fyrir skemmtilega veiðisögu og góðar myndir. Hvernig riffil varstu með? Hvaða cal og hvernig sjónauka og er þatta riffill sem þú átt og fluttir með þér eða fékkstu hann lánaðan? Hvernig er það svo með skotpróf í noregi þurfa menn ekki að taka skotpróf sem fara á svona veiðar, eitthvað sambærilegt við hreindýraskotprófið okkar?
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 11 Mar 2014 11:09

Já Siggi - ég lærði af því - ekki spurning. Síðan er þetta líka spurning um heppni (vera á réttum stað) og æfingu - skjóta og skjóta. Ég hafði svakalega lítinn tíma til að taka skotið og ef maður væri ekki að skjóta allt árið hefði þetta ekki gengið.

Þórður, ég tók minn eigin riffil. Það er riffillinn sem ég veiði með - Sako 85 Laminated í 270 Win. Ofan á honum er ég með S&B Classic 3-12x56. Frábær riffill með frábærum sjónauka.

Þar sem að ég er með leyfi til að skjóta hreindýr hér þurfti ég ekki að taka próf í Noregi - þeir voru heldur ekkert að spá í því hvort að ég væri búinn að taka það hér heima. Fyrst að það stóð hreindýr í veiðikortinu mínu voru þeir sáttir. Þurfti að verða mér úti um norskt veiðikort - það var lítið mál og kostaði ca 8000 kr.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 250
Skráður: 02 May 2012 14:21
Staðsetning: Ungverjaland

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af gkristjansson » 11 Mar 2014 11:13

Skemmtileg lesning, takk fyrir að deila þessu með okkur.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 55
Skráður: 03 Jan 2011 17:33

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 11 Mar 2014 11:18

Takk fyrir mig, mjög skemmtilegt.
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 184
Skráður: 11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn: Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning: Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Bowtech » 11 Mar 2014 19:02

Gaman að þessu, skemmtileg saga og greinilega ævintýri.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 469
Skráður: 13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af karlguðna » 11 Mar 2014 19:28

Takk fyrir þetta ,,, verulega góð saga,,,, en hvernig er það verða norsarar að hafa gæt ????
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 16
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 11 Mar 2014 19:56

Nei Karl, það er enginn leiðsögumaður - EN - það er mikill munur á aðstæðum.

Í öllum tilfellum hjá mér var ég að veiða með eiganda/leigjanda af afmörkuðu svæði. Okkur var skipt niður á pósta í flestum tilfellum og vorum að eltast við ákveðin dýr (tegund/kyn/aldur). Einn daginn (laugardaginn) var t.d. skotið ansi mikið í kringum okkur en við sáum ekkert dýr. Menn greinilega í veiði á aðliggjandi löndum.
Síðast breytt af Gísli Snæ þann 22 Mar 2014 23:12, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 490
Skráður: 25 Feb 2012 08:01
Staðsetning: Sauðárkrókur

Re: Noregur - veiðisaga frá haustinu 2013

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 11 Mar 2014 20:08

Sælir.
Alveg snildar pistill, þetta hefur verið mikil upplifun fyrir þið og flott frásögn, takk kjærlega fyrir mig. Ein spurning fékkstu eitthvað af dýrinu heim? kjöt eða trophy (haus, skinn)
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Svara