Svona á ekki að veiða......

Allt um veiðar erlendis
User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland
Svona á ekki að veiða......

Ólesinn póstur af gkristjansson » 29 Oct 2014 20:37

Strákar (og stelpur),

Eins og sumir ykkar kannski vita, þá er ég nýlega kominn heim eftir veiði í Afríku. Ekki mikið meira um það að segja.

Það sem mig, hins vegar, langaði til að deila með ykkur er pínu saga sem leiðsögumaðurinn minn (outfitter / guide) sagði mér.

Á einhverjum tímapunkti, ekki svo löngu fyrir síðan, þá fékk þessi leiðsögumaður til sín "veiðimann" frá einhverstaðar í Suður Ameríku. Þessi náungi kom vel fyrir, var mjög svo kristinn (fór með sínar bænir fyrir hvert mál) og virtist í flesta staði hinn besti maður.

Svo var farið út að veiða.......

Ekki leið á löngu þangað til að þeir komust í færi (þetta er jú Afríka með mikið af veiðidýrum). Leiðsögumaður byrjar að læðast að dýrunum, með veiðimanni, og kemst nægilega nærri til að hafa skot á dýr. Þá segir hann "veiðimanninum" að taka skot á tarfinn í dýrahjörðinni og bendir á tarfinn. "Veiðimaðurinn" horfir á hann með spurnarsvip og segir "En dýrið stendur kyrrt, það er ekki hægt að skjóta þannig". HA? Minn maður, leiðsögumaðurinn, horfir á "veiðimanninn og segir "En þetta er það sem við venjulega gerum: "Komast í gott færi á gott dýr og taka skotið".

Nei, ekki nógu gott "veiðimaðurinn" segir mínum manni að hann skjóti bara á hlaupandi dýr. Og til að undirstrika þetta þá stendur "veiðimaðurinn" upp fælir dýrin og tekur sitt skot, á hvað vissi enginn.

Ruglað, hugsaði minn maður, en við skulum reyna að finna dýrið sem þessi gaur skaut. Svo þeir labba af stað. Á leiðinni þá hlaupa einhver dýr framhjá þeim, "veiðimaðurinn" tekur upp riffilinn og "plamm, plamm".......

Til að gera langa sögu stutta þá var þetta víst hvernig þetta gekk næstu fimm dagana. "Veiðimaðurinn" tók bara skot á hlaupandi dýr og var, víst, nokk sama hvaða dýr hann var að skjóta á. Endirinn var sá að það lágu yfir 20 dýr í valnum eftir ferðina ásamt ótöldum særðum dýrum sem aldrei fundust, "veiðimaðurinn" sagði bara "no problem I will pay".

Minn maður var jú ekki alveg sáttur við þetta og spurði: "Af hverju skýtur þú villt og galið á hjörð á dýrum án þess að vita í raun hvað þú ert að skjóta á"? "Veiðimaður" sagði: "En ég hitti dýrin einhverstaðar og það þýðir að þau séu fallin, og ég borga fyrir þetta".

Semsagt þessi "veiðimaður" hélt að það væri námkvæmlega sama hvar þú hittir dýrið, ef þú hittir það þá væri það fallið. Og hann átti nóg af peningum.......

Það er stutt frá að segja að þessi "veiðimaður" er ekki velkominn aftur til míns manns og að það er mín persónulega skoðun að þessi "veiðimaður" er ekki "veiðimaður" heldur bara asni sem hefur of lítið af almennri skynsemi, virðingu fyrir dýrum yfir höfuð (ekki síst þeim sem við veiðum) og er akkúrat sú týpa sem kemur slæmu orði á okkur sem teljum okkur vera veiðimenn.

Langaði bara til að deila þessu (stories from the field).
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Svara