Síða 1 af 1

Veiði á Grænlandi

Posted: 10 Dec 2014 00:53
af BrynjarM
Sælir kappar
Nú hefur mig lengi langað til Grænlands á veiðar. Hef aldrei þangað komið og langar bara að sjá þetta nágrannaland okkar. Miðað við ásóknina í hreindýr hér heima þá er maður að fá úthlutað leyfi á 2-4 ára fresti svo ekki er ósennilegt að maður horfi til Grænlands.
Mig langar að spyrja hvort þið þekkið til hverjir eru að fara með veiðimenn til Grænlands eða eru með operation þar? Þá hvaða reynslu menn hafa af því og aðstöðu hjá þeim? Kostir og gallar?
Veit að Lax-á er með camp þar og býður upp á veiði en eru ekki fleiri?
Það væri gaman að heyra einhverjar reynslusögur líka.

Re: Veiði á Grænlandi

Posted: 10 Dec 2014 23:14
af Gisminn
Sæll ég hef bara heyrt gott frá veiðimönnum sem hafa farið á vegum lax-á en ég er nú smá tengdur þeim er gæd hjá þeim :-)
En þessir bjóða líka upp á veiði á Grænlandi
http://www.huntingiceland.com/

Re: Veiði á Grænlandi

Posted: 12 Dec 2014 16:57
af BrynjarM
Takk fyrir það Þorsteinn. Einhvern tíman hef ég heyrt Bjarna Olsen nefndan varðandi veiði á Grænlandi en google sem allt veit fann enga síðu hjá honum en fann hann nefndan hjá Lax-á.
Hafa spjallvinir veitt á Grænlandi?

Re: Veiði á Grænlandi

Posted: 13 Dec 2014 10:53
af karlguðna
er ekki bara ódýrara að fara til Grænlands en að veiða hér ???? tala nú ekki um ef illa gengur hér heima ,, bíða af sér þoku ,,, auka dagar með gæt o.s.f. er ekki bara málið að hætta að spila í lottóinu hér og panta miða ????? ég segi eins og Brynjar,, mig hefur lengi langað að kíkja til Grænlands 8-)

Re: Veiði á Grænlandi

Posted: 13 Dec 2014 17:03
af Björn R.
Hvernig er það með hreindýraveiði í Grænlandi. Eru ekki takmörk fyrir því hvað má koma heim með af kjöti?

Re: Veiði á Grænlandi

Posted: 13 Dec 2014 17:40
af Gisminn
Jú og nei. Þú mátt koma með 10kg (var 15kg en var mínkað í fyrra)með þér heim en getur fengið rest senda seinna frysta og vottaða en það er því miður ekkert tryggt að þú sért að fá kjötið af þinni skepnu.
Mennn hafa þessvegna bara verið að taka bestu bitana.

Re: Veiði á Grænlandi

Posted: 14 Dec 2014 14:37
af Veiðimeistarinn
Já Brynjar ég tek það til mín þegar þú segir ,,Sælir kappar", takk fyrir síðast.
Ég þekki vel til hjá Stefáni í Ísortoq.
Ég var að vinna við slátrun hjá honum fyrir nokkrum árum, þá lóguðum við 1.300 dýrum á hálfum mánuði.
Hann hefur byggt upp veiðibúðir ásamt Árna í Lax-á skammt frá Ísortoq þar sem er er topp aðstaða fyrir veiðimenn, það er eingum á kot vísað sem fer þangað og hittir Stefán hann er hafsjór af fróðleik og segir skemmtilega frá.

Hérna er kynning og myndir
http://lax-a.is/index.php/onnur-lond/greenland

Hér er allt auglýst nema verðið 8-)
http://www.agn.is/veidistadir1.asp?elem ... at_id=1242

Re: Veiði á Grænlandi

Posted: 15 Dec 2014 15:13
af Bjarki_G
Hann heitir Bjarni Olesen, ekki olsen. Það gæti hafa strítt þér í leitinni

Síðan hans er þessi hér http://www.bohunting.is/

Kveðja.

Re: Veiði á Grænlandi

Posted: 15 Dec 2014 17:00
af Veiðimeistarinn
Þessi heimasíða 8-) ,,virðist hvorki fugl né fiskur" :o :shock: :?

Re: Veiði á Grænlandi

Posted: 15 Dec 2014 17:17
af BrynjarM
Sælir félagar og takk fyrir þetta. Já og takk fyrir síðast Siggi. Það er ágætt að hafa Grænland í bakhöndinni ef maður kemst ekki í Jökuldal á næsta ári :-) Annars vorum við að spá í að athuga með gæsaveiðar fyrir austan næsta haust. Sé að það er þráður um það líka.
Það eru sem sagt amk þrír íslenskir aðilar með veiðiferðir til Grænlands. Set mig í samband við þá. Þetta virðast nokkura ára gamlar síður hjá Bjarna og Icelandic hunting club, eru þeir ekki samt ennþá starfandi á Grænlandi?
Hafa spjallvinir reynslu af veiðum með Bjarna og Icelandic hunting club?

Re: Veiði á Grænlandi

Posted: 27 Feb 2015 22:32
af BrynjarM
Datt í hug að bæta við þennan þráð þar sem ég er búinn að heyra í Bjarna Olesen og honum Bóbó byssusmið, Jóhanni Norðfjörð. Ég var nú eiginlega kominn á það að fara með Bjarna á sauðnautaveiðar á Grænlandi þegar ég heyrði í honum fyrir áramót. Heyrði í honum aftur fyrir stuttu og það er farið að verða nokkuð þéttbókað og lítið laust.
Sá svo á skotveiðispjalli á facebook núna í vikunni að Bóbó er að fara með hóp á hreindýraveiðar í byrjun september og nokkur sæti eru laus. Það er víst á svipuðum slóðum og Stefán og Lax-á eru. Verðið er nú bara eins og að veiða tarf hér heima.
Þetta frestast nú hjá mér fram til næsta árs eins og svo oft áður. Sé þó að maður þarf bara að negla þetta niður og bóka um áramótin. Ekki bíða með að athuga hvort maður fái úthlutað hér heima og hafa Grænland sem varaval þó það virðist vissulega vera möguleiki á að detta þar inn með litlum fyrirvara.

Re: Veiði á Grænlandi

Posted: 28 Feb 2015 19:17
af Morri
Helvíti flott sláturhús þarna að sjá á myndum. Og tveir meistarar í mynd, veiðimeistarinn og Mari meistari.

Það er á dagskrá að fara í skotveiði til Grænlands, en spurning hvaða ár maður kemur því við.