Síða 1 af 1

Veiðar í Ungverjalandi

Posted: 02 May 2012 15:11
af gkristjansson
Sælir félagar,

Ég slysaðist hingað inn eftir ábendingu frá veiðivini og líst mjög vel á síðuna hjá ykkur.

Bara svona að gamni þá sendi ég hér inn smá pistil sem ég setti saman um veiðar hér í Ungverjalandi (þar sem ég bý) ef einhver hefði gaman af því að lesa þetta.

Ef þið hafið einhverjar spurningar og / eða athugasemdir um pistilinn vinsamlegast látið mig vita.

Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Re: Veiðar í Ungverjalandi

Posted: 02 May 2012 16:27
af Veiðimeistarinn
Sæll Guðfinnur.
Þetta er flottur pistill, ég er miklu nær um veiðar í Ungverjalandi en fyrir, það er svo gott að hafa yfirlit um þetta á einum stað.
Vona að þetta sé bara byrjunin á veiðifrásögnum frá þér, ég veit að þú ert hafsjór fróðleiks í þessum efnum.

Re: Veiðar í Ungverjalandi

Posted: 04 May 2012 07:47
af Veiðimeistarinn
Gæti hinn almenni íslenski veiðimaður komist á veiðar þarna í Ungverjalandi?

Re: Veiðar í Ungverjalandi

Posted: 04 May 2012 09:12
af gkristjansson
Já, ekkert mál að komast í veiði hér. Bæði er hægt að finna þetta á netinu og svo er líka bara hægt að hafa beint samband við mig og ég geri mitt besta til að hjálpa mönnum að finna það sem þeir eru að leita að, hvort sem það er einstaklings veiði eða rekstrarveiði. Bara að hafa samband.

Kveðja,
Guðfinnur

Re: Veiðar í Ungverjalandi

Posted: 05 May 2012 21:08
af Stefán Einar
Sæll Guðfinnur

Takk fyrir bráðskemmtilega pistla.
Hefurðu einhverjar tölur um hvað kostar að komast í rádýra- eða hjartarveiðar í Ungverjalandi?

Kv.

Stefán

Re: Veiðar í Ungverjalandi

Posted: 06 May 2012 09:08
af gkristjansson
Sæll Stefán,

Meðfylgjandi er verðlistinn frá veiðiklúbbnum mínum:

http://nyugatcserhatvt.com/reddeerhunti ... kozas.html

Verðin eru reyndar frá 2009 / 2010 veiðitímabilinu en þau hafa ekki mikið breyst. Að öllu jöfnu þá eru þessi verð þau sömu / svipuð um all Ungverjaland þar sem klúbbarnir eru flestir með sömu verð.

Svo er stundum hægt að semja um sér pakka, það er alltaf spurning um hverju menn eru að leita eftir.

Kveðja,

Guðfinnur

Re: Veiðar í Ungverjalandi

Posted: 06 May 2012 12:01
af gkristjansson
Sæll aftur Stefán,

Bara svona til að hjálpa þér í að meta stærðir á krónhjörtum, hér eru myndir.

Mynd 1: Jói Vill kom í heimsókn til mín í fyrra og tók einn hjört um það bil 2.1 Kg.
JoiBull.jpg
JoiBull.jpg (46.06KiB)Skoðað 3468 sinnum
JoiBull.jpg
JoiBull.jpg (46.06KiB)Skoðað 3468 sinnum
Mynd 2: Þennan tók ég 2009 rétt rúm 8 Kg.
GuffiBull.jpg
GuffiBull.jpg (50.56KiB)Skoðað 3468 sinnum
GuffiBull.jpg
GuffiBull.jpg (50.56KiB)Skoðað 3468 sinnum
Mynd 3: Hann var það djúpt inni í skóginum að við þurftum að fá hest til að koma honum út (draga hann út).
Hesturinn.jpg
Hesturinn.jpg (54.65KiB)Skoðað 3468 sinnum
Hesturinn.jpg
Hesturinn.jpg (54.65KiB)Skoðað 3468 sinnum