Að ferðast í gegnum Amsterdam með skotvopn

Allt um veiðar erlendis
User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland
Að ferðast í gegnum Amsterdam með skotvopn

Ólesinn póstur af gkristjansson » 16 May 2012 20:06

Sælir,

Ég vildi bara láta ykkur vita að ef einhver ykkar er á leið erlendis með skotvopn og ætlar að fara í gegnum Amsterdam (skiptir ekki máli hvert þið eruð að fara), þá þarf að fylla út sérstök umsóknareyðublöð og senda til Hollenskra tollyfirvalda áður en lagt er af stað og fá leyfi þeirra til að ferðast með vopnin. það þarf að fylla þetta út fyrir bæði út og heimferð og skiptir ekki máli þó að maður hafi evrópska vopnapassann....

http://www.travelexpressagency.com/inde ... m-permits/

Kíkið á "Netherlands Information".

Ef maður gerir þetta ekki þá getur maður víst lent í því að vera neitað um að fara um borð í flugvélina eða að byssurnar verða gerðar upptækar.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Að ferðast í gegnum Amsterdam með skotvopn

Ólesinn póstur af Bowtech » 16 May 2012 20:22

Svo að til að bæta við upplýsingar frá Guðfinni að ef einhver svo ólíklega vill til að viðkomandi sé með veiðiodd þá er hann tekinn af þér og þó nokkuð vesen í kringum það, þetta er eina Evrópuríkið fyrir utan ísland sem hefur þessa reglur svo vitað sé. En verið er að vinna í því að fá þessu breytt..
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Að ferðast í gegnum Amsterdam með skotvopn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 May 2012 08:41

Takk fyrir að segja okkur frá þessu, ég hefði farið alveg grænn með minn riffið og evrópupassann og reynt Amstardam sem og annars staðar.
Ég hef heyrt að það séu enhver vandræði að fara inn í Svíþjóð, heyrði ávæning af því að veiðihópur héðan hefði lent í einhverjum vandræðum þar og orðið að senda vopnin heim aftur og fá lánsvopn þar úti.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Að ferðast í gegnum Amsterdam með skotvopn

Ólesinn póstur af gkristjansson » 17 May 2012 08:50

Síðast þegar ég var í Svíþjóð að veiða þá þurfti ég að sækja um tímabundið byssuleyfi (eins og útlendingar þurfa heima á Íslandi) áður en ég kom til landsins. Tollurinn var síðan með þessa pappíra hjá sér þegar ég kom til Svíþjóðar og þetta gekk eins og í sögu. Ef ég hefði ekki sótt um þetta leyfi fyrir komuna til Svíþjóðar þá reikna ég með því að ég myndi hafa lent í einhverjum vandamálum....
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Að ferðast í gegnum Amsterdam með skotvopn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 May 2012 09:52

Það hefur líklega verið þetta sem stoppaði þá, man ekki alveg í hverju þetta klúður lá.
Já það er greinilega að ýmsu að huga þegar ferðast er með skotvopn um Evrópu, það er greinilega ekki nóg að veifa bara Evrópubyssupassanum sínum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Einar P
Póstar í umræðu: 1
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð

Re: Að ferðast í gegnum Amsterdam með skotvopn

Ólesinn póstur af Einar P » 17 May 2012 14:36

Til að koma með vopn til Svíþjóðar þarf að sækja um leyfi til lögreglunar á Arlanda og það þarf að gera þetta með minnst 6 vikna fyrirvara. Til að geta fengið leyfið þarf að vera með boð frá veiðiklúbb eða veiðiréttarhafa ef fara á til veiða en annars skotfélagi.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Að ferðast í gegnum Amsterdam með skotvopn

Ólesinn póstur af gkristjansson » 03 Feb 2013 18:06

Bara svona til að bæta við Amsterdam, ég fór að veiða í Bandaríkjahrepp núna í Október síðastliðnum. Eins og ég geri oftast þegar að ég er þar þá keypti ég mér skot í veiðirifflana mína þar. Þegar að ég síðan skila mér heim þá kemur í ljós að taskan mín var ekki samferða. Hún siðan skilar sér einum degi seinna með öllu innbyrðis nema skotin sem ég hafði keypt.....

Þar sem ég flaug í gegnum Amsterdam á heimleiðinni þá hef ég sterkan grun um að þeir hafi opnað töskuna þar og tekið skotfærin úr. Ég hef reyndar lent í því áður að hlutir hafi verið teknir úr tösku en í öll þau skipti þá hafði viðkomandi tollayfirvald að minnsta kosti þann manndóm að setja smá bréf inn í töskuna um að eitthvað hefði verið fjarlægt (t.d. hrá spægipylsa sem bannað var að flytja inn í landið).

Það sem mér kom reyndar mest á óvart í þessu máli var hvað allir voru "ligeglad" um þá staðreynd að sprengiefnum hafi verið "stolið" úr töskunni minni.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Svara