Síða 1 af 1

Gott kvöld í veiðinni

Posted: 02 Jun 2012 07:45
af gkristjansson
Jæja,

Hér (eins og annar staðar) er rétt að koma fullt tungl og þegar heiðskýrt er þá er maður með góða skotbirtu langt fram undir morgun.

Að sjálfsögðu er um að gera að nota sér þetta þannig að ég skellti mér út í gærkvöldi.

Ekki þurfti ég að bíða lengi í turninum þangað til að hópur af svínum mætti á svæðið. Í hópnum voru 5 gyltur, 15-20 grísir og 6 eins til tveggja ára gömul svín.

Nú var aðal málið að bíða þess að eitt af þessum 6 ungu svínum gæfu á sér hreint færi og viti menn eitt þeirra gerðist "anti social" og tók sig út úr hópnum:
Yearling.jpg
Yearling.jpg (46.45KiB)Skoðað 6660 sinnum
Yearling.jpg
Yearling.jpg (46.45KiB)Skoðað 6660 sinnum
(lærdómurinn hér (fyrir svínin) er sjálfsagt að vera ekkert að skera sig út úr hópnum, það hefur ekki alltaf góðar afleiðingar.).

Þar sem klukkan var ekki orðin neitt alvarlegt (20:15), þá ákvað ég að færa mig um set og fara á annað svæði og prufa þar líka.

Ekki var langt á milli svæðanna (sirka 5 Km), þannig að ég var sestur upp í seinni turninn hálftíma seinna.

Eftir stutta setu mætti eitt svín á svæðið en gaf mér aldrei gott færi á að sjá sig almennilega þannig að ég gat ekki verið fullviss hvort þetta væri göltur eða gylta. Dýrið tók gott kjaftfylli af fóðri upp í sig og rauk með það aftur inn í kjarrið. 2-3 mínutum síðar mætir síðan gylta með þrjá grísi inn á svæðið og við það kemur fyrsta svínið aftur inn og rekur gyltuna og grísina burt. Jæja ekkert svín er svona ókurteist nema það sé göltur þannig að nú fór ekkert á milli mála um kyngreininguna á dýrinu.

Þá var, að sjálfsögðu, verkfærið sett upp á öxl og farið að rýna í krosshárin (talsvert farið að rökkva en gott tunglskin). Í stuttu máli sagt þá stillti hann sér upp og málaði á sig skotmark eftir um það bil 5 mínútur og maður tók (mjúklega) í gikkinn.

Hann hljóp jú einhverja 20 metra inn í kjarrið en komst þá að þeirri niðurstöðu að sagan væri nú öll sögð og ekki þýddi mikið að berjast á móti því. Þetta var síðan niðurstaðan:
Boar02.jpg
Boar02.jpg (37.92KiB)Skoðað 6660 sinnum
Boar02.jpg
Boar02.jpg (37.92KiB)Skoðað 6660 sinnum
Og síðan bara til að átta sig á stærðar hlutföllum (það er að segja það var ekki verið að bjóða svíninu sígarettu):
Boar04.jpg
Boar04.jpg (45.82KiB)Skoðað 6660 sinnum
Boar04.jpg
Boar04.jpg (45.82KiB)Skoðað 6660 sinnum
Það á eftir að gera að honum en hann er sennilega 90-100 Kg með 17-18cm tennur.

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 02 Jun 2012 13:03
af Padrone
Greinilega frábært kvöld hjá þér!

Maður verður nú að viðurkenna að maður öfundar þig alveg passlega mikið !

Til hamingju með flotta grísi en hvernig smakkast þessi villisvín samanborið við íslenska ali-grísinn?

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 02 Jun 2012 15:20
af gkristjansson
Mér finnst villisvínalkjötið af ungum svínum mjög gott en þetta er nátturulega villibráð þannig að það er lítið hægt að bera þetta saman við fituríka ali-svínakjötið.

Með eldri villisvínin þá þarf að kokka kjötið helst í þrýstipotti og ef rétt er að staðið þá getur þetta verið herramanns matur.

Svo hef ég líka verið að prufa að reykja þetta kjöt og það kemur mjög vel út.

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 02 Jun 2012 15:39
af Padrone
Það er einmitt gallinn við þetta grísakjöt sem er alið að það er nánast engin fita orðin eftir í þessu.
Ræktendur eru markvisst búnnir að fjarlægja fituna úr þeim með kynbótum og innfluttum sæðum/fósturvísum. En maður hefur einmitt heyrt að villisvínakjöt sé með mun meiri millivöðva fitu, sem gefur mýkra og bragðmeira kjöt. (þá er ég ekki að tala um villibragðið ;))

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 03 Jun 2012 22:21
af E.Har
Glæsilegt.

Hvar ertu og hvernig er að fá veiðileifi þarna?

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 04 Jun 2012 09:05
af gkristjansson
Ég er að veiða í norður hluta Ungverjalands (rétt við landamæri Slóvakíu) en bý reyndar rétt fyrir utan Búdapest (um það bil 2 tíma akstur í veiðihúsið frá heimilinu).

Hér er google tengill inn á þorpið þar sem veiðihúsið mitt er:

http://maps.google.com/maps?f=d&source= ... iwloc=ddw0


Annars var helgin nokkuð "týpisk" veiðihelgi:
- Föstudagur: náði að taka tvö svín
- Laugardagur: sá hjartarkú, ref, 8 gyltur og ótalinn fjölda af grísum. Ekkert til að skjóta þetta kvöld
- Sunnudagur: sá tvo krónhirti, 2 búkka, 6 rádýrs kýr einn rebba en engin svín. Ekkert til að skjóta þetta kvöld.

Sá fjöldi af grísum sem maður er að sjá gefur virkilega góðar vonir fyrir haust og vetur þegar að grísirnir verða orðnir nógu stórir til að veiða þá.

Sem sagt veiði, ekkert er öruggt en gamanið er að reyna og að vera úti í náttúrinni.

Svona inn á milli veiða þá var maður í landaframleiðslunni (lögleg hér í Ungverjalandi):
Harum Kutyas.jpg
Harum Kutyas.jpg (44.72KiB)Skoðað 6556 sinnum
Harum Kutyas.jpg
Harum Kutyas.jpg (44.72KiB)Skoðað 6556 sinnum
Ef þú hefur áhuga á að kíkja í heimsókn og reyna við veiðina hér þá sendu endilega á mig tölvupóst og við finnum eitthvað út úr þessu: gkristjansson@axelero.hu

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 04 Jun 2012 10:00
af Veiðimeistarinn
Já Guðfinnur, kvöldin í veiðinni eru gefandi :D

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 04 Jun 2012 14:12
af gkristjansson
Flottur!

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 05 Jun 2012 18:14
af Veiðimeistarinn
Já, takk Guðfinnur.
Ef ég væri ekki hættur að drekka mundi ég flytja til Ungverjalands og gerast landagerðarmaður :D

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 05 Jun 2012 21:05
af konnari
Siggi ! Rosalega ertu með flotta riffla á þessum myndum...hvaða kaliber er þessi i heila skeftinu ?

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 05 Jun 2012 21:55
af Veiðimeistarinn
Þessi í heila skeftinu er cal 308 :roll: skógarvörðurinn vinur minn úti í Pólandi lánaði mér hann til að skjóta úr honum í myrkrinu hann var með nógu bjartan kíki, það var svartamyrkur þegar ég skaut villisvínið.
Tvíhleypti riffillin er Ferlack comby GA12/375H&H sérsmíðaður úti í Ferlack í Austurríki árið 1963, listasmíði sem góður vinur minn í Reykjavík lánar mér alltaf þegar ég fer til veiða í Pólandi :D

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 06 Jun 2012 16:31
af Spíri
Menn eru misstórtækir í vodkaframleiðslunni. Hérna kemur mynd af tækjunum "mínum" :D

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 07 Jun 2012 18:08
af gylfisig
Uhumm,... Siggi. 308 er bara alls ekki brúkhæft. Varstu í skóm með stáltá? :D

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 07 Jun 2012 18:33
af Veiðimeistarinn
Þetta var allt í lagi það var svartamyrkur, ég skaut bara eitthvað upp í loftið til að vera öruggur um tærnar :D

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 07 Jun 2012 18:44
af gylfisig
heheheh... bara heppinn.... reyndar heyrðist mér þú vera haltur í símanum :D

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 07 Jun 2012 21:13
af skepnan
Sko Gylfi, Sigurður notaði nefnilega tvíhendu aðferðina á þetta. Miðar beint upp í loftið, hleypir af og slengir svo rifflinum snöggt, niður og fram svo að kúlan hendist út úr hlaupinu og baddabíng baddabang svínið er dautt :lol: :lol:

Kveðja Keli

Re: Gott kvöld í veiðinni

Posted: 08 Jun 2012 09:47
af Veiðimeistarinn
Flottir :P :) :D :lol: