Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Tilboð, góð verð, góð þjónusta, góð kaup og annað sem tengist verslun.
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:251
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 13 Mar 2020 22:50

Í tilefni af hreindýraleyfa úrdrætti ætlar Jói byssusmiður að bjóða Mauser M18 á 110.000 kr í caliber 222Rem, 6,5Creed, 270Win, 308Win og 3006.

Mauser M12 & M03 verða á 20% afslætti. Nú er lag að eignast Mauser á enn betra verði og því upplagt að nýta sér vikutilboð á Mauser.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 4
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ólesinn póstur af petrolhead » 14 Mar 2020 02:32

:mrgreen: Aldeilis hægt að gera góð kaup núna !!
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Mar 2020 08:56

Ég get í hreinskilni mælt með þessum Mauser M18 rifflum sem Jói hefur á boðstólum.
Þeir eru léttir einfaldir að gerð, sterkbyggðir og virka fullkomlega, engin vandamál komið upp varðandi þá !
Ég fullyrði að þessir rifflar eru þeir bestu fáanlegu hér á landi um þessar mundir miðað við verð og ég hef ekki heyrt um neina manudagsútgáfu af þeim enn sem komið er.
Ég hef kynnst þessum rifflum af eigin raun við hreindýraveiðar, þess vegna finnst mér vel til fundið hjá Jóa byssusmið að gefa þeim sem fá úthlutað hreindýra veiðileyfum og þeim sem ekki fá úthlutað hreindýra veiðileyfum, kost á að eignast þessa riffla, á tilboði.
Ég og Aðalsteinn ákváðum þess vegna á síðasta hausti að kaupa okkur svona riffil Mauser M18 til að eiga léttan auka vinnu riffil, við völdum hann í caliberinu 6,5 Credmore !
Ég mæli sérstaklega með þessu caliberi til hreindýraveiða og vegna fjölhæfni þess.
6,5 Credmore hefur verið að koma vel út á hreindýraveiðum hjá mér.
Einnig er þessi riffill okkar hugsaður til að láns fyrir þá sem að einhverjum ástæðum þurfa að fá léðan riffil til hreindýraveiðanna.
Ég hef til dæmis ákveðið að á næsta veiðitímabili mun ég ekki fara til veiða með mönnum nema þeir séu með hljóðdeyfi á veiði rifflum sínum.
Þess vegna er tilvalið fyrir þá sem ekki eru búnir að fá sér hljóðdeyfi nú þegar að fara til Jóa og versla sér einn slíkan.
Síðan ef menn eru að hugsa um að fjárfesta í dýrari rifflum mæli ég hiklaust með Mauser M12 og Mauser M03, það eru miklir gæða rifflar.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ólesinn póstur af sindrisig » 15 Mar 2020 21:09

Það er verið að spá og spökulera í að endurnýja sjöuna Siggi. Hljóðdeyfir já, það er möst.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 4
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ólesinn póstur af petrolhead » 16 Mar 2020 04:24

Góð lesning hjá þér Siggi !
Ég þekki þessa Mauser riffla ekki neitt af eigin raun og því gott að heyra frá þeim sem til þekkja.
Það er ekki nokkur spurning að 6.5Creedmoor er sallafínt caliber, nákvæmt og með þokkalegan hraða, en fyrir lengra komna þá er vert að hafa í huga að botninn á 6.5 Creedmoor hylki er 12,01mm í þvermál og heildarlengd er 48,01mm, annað 6.5 hylki er einnig með 12,01mm botni og heldarlengd upp á 55,12mm og heldur sverari búk en Creedmoor.
Svo ég komi mér að efninu þá sé ég þarna fínan kandidat til að ríma í 6.5-284 ;) svona fyrir þá sem þurfa að fikta í öllu sem þeir koma puttunum í og þessir Mauser rifflar eru trúlega fínn grunnur undir svoleiðis verkefni því ég á ekki von á öðru frá Mauser en þetta sé þokkalega hraust.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Mar 2020 07:55

Ég held það geti verið einhver vandamál að ríma Mauser M18 út í 6,5-284 vegna þess að hlaupið á er þrykkt í lásinn á honum, en ekki skrúfað.
Jói Vill segir að það sé lykillinn að því hvað M18 er nákvæmur, hann sé þrykktir saman í tölvustýrðum bekk sem gerir samsetninguna með 0 villu.
Rifflar sem hins vegar eru skrúfaðir saman hafa ætíð einhverja örlitla míkró millimetra skekkju í gengjusamsetningunni, sem kemur niður á nákvæmninni.
Mauser M12 og M03 eru hins vegar með skrúfuðu hlaupi í lásinn, sama fyrirkomulag og við þekkjum !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 4
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ólesinn póstur af petrolhead » 16 Mar 2020 21:54

Ja hvur skollinn Siggi....þar fór þessi afbragðs hugmynd mín út í veður og vind :shock:
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Mar 2020 22:27

Já, það er greinilegt að þú kemur ekki með Mauser M18 6,5 Credmore rimaðan út í 6,5-284 þegar þú kemur að veiða tarfinn þinn á svæði 2 í haust 🤣😂🤣😂
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ólesinn póstur af sindrisig » 17 Mar 2020 23:08

Siggi, það eru M03 og M98 sem eru með útskiptanlegu hlaupi, 12 og 18 eru með þrykktu. M03 er skiptihlaups en 98 er 98.

Ég reikna með að hægt sé að skipta um öll þessi hlaup en líklega ekki hlaupið að því þegar kemur að 12 og 18.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Mar 2020 23:20

Ég hélt að M12 væri með skrúfuðu hlaupi
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 4
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ólesinn póstur af petrolhead » 18 Mar 2020 05:00

Veiðimeistarinn skrifaði:
17 Mar 2020 22:27
Já, það er greinilegt að þú kemur ekki með Mauser M18 6,5 Credmore rimaðan út í 6,5-284 þegar þú kemur að veiða tarfinn þinn á svæði 2 í haust 🤣😂🤣😂
Ég verð þá líklega að bíta í það súra :cry: ....en ég kem SAMT og veiði tarfinn ....og kem SAMT með Mauser !! :x
Sennilega verður maður þá bara að notast við gamla 98 Mauser eins og síðast, en njóti ég leiðsagnar þinnar, Sigurður, í þessari för minni skal ég lofa því að vera kút framan á kvikindinu en ekki brake eins og síðast ;)

Annars get ég ekki neitað því að það hefur kitlað mig talsvert að fá mér einn Mauser hjá Jóa, þó það veðri ekki fyrir þetta haustið þar sem útgjöld nokkur eru fyrirsjáanleg við að sækja tarfinn góða, en ég hef verið heitastur fyrir M03 út af skipti sýsteminu á hlaupinu og eftir öllu sem maður les eru þetta virkilega vandaðir rifflar og fá fanta góða dóma, en koma tímar koma ráð og vonandi seðlar í veski :D
MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Mar 2020 10:19

Já, sennilega er Mauser M03 besti riffill sem er fáanlegur á markaðnum í dag 💎
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ólesinn póstur af sindrisig » 18 Mar 2020 20:52

Ég er að hugsa um að láta M12 duga. Það má drepa nokkur hreindýr fyrir mismuninn frá 12 og upp í 03. M12 mun líklega nýtast erfingjunum einnig, þó svo að um 7mm rem mag sé að ræða.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Mar 2020 08:53

Já, Mauser M12 er flottur, gæða vopn, ég þekki þá riffla vel og mæli með þeim.
Það er líka hægt að fá þá með þumalholuskefti með skammbyssugripi 👍
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Mauser vika hjá Jóa byssusmið 14 til 21 mars

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Mar 2020 23:12

Jói byssusmiður er búinn að framlengja Mauser vikuna til 31. mars !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara