Verðlag á púðri, hvellhettum og kúlum

Tilboð, góð verð, góð þjónusta, góð kaup og annað sem tengist verslun.
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Verðlag á púðri, hvellhettum og kúlum

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 23 Jun 2013 14:00

Oftar en ekki veltum við skotmenn og neytendur því fyrir okkur hvað við erum að greiða fyrir vöru. Þrátt fyrir að hafa lifibrauð af því að starfa í verslun þá er ég einnig neytandi og háður duttlungum okkar ástkæru krónu, kaupgjalds og vísitölu.

Í dag með hjálp netsins og góðum og aðgengilegum upplýsingum frá mörgum verslunum er þetta enn auðveldara. Til að létta okkur lífið þá er oftar en ekki sá valmöguleiki að nýta sér gjaldmiðlabreyta og fá uppgefið verð í krónum. Það er efst til hægri í þessari netverslun.

Í Skotlandi er 20% söluskattur og því eilítið hagstæðari en sá skattur sem við búum við.
Púður er okkur hugleikið þessa daganna og því ekki úr vegi að skoða verðlag á því. Ameríska púðrið sem er reyndar framleitt í Ástralíu, Kanada og víðar fer ýmsar krókaleiðir áður en það kemst í hillur verslana í Evrópu. Dreifingar aðilinn er staðsettur í Þýskalandi og fær púðrið frá Ameríkuhrepp í smásölupakkningum.
Sama á reyndar við um ýmsar aðrar vörur og þegar þetta er skrifað er sending af Hornady á leið í Ellingsen með viðkomu í þýskalandi. Við tölum gjarnan um Ameríkuhrepp og innifalið í því eru 52 ríki. Kaninn talar um Evrópu og er ekkert að flækja þetta.

En aftur að Skosku veiðibúðinni og verlagningu á leyfis skildum vörum hjá okkar nágrönum.
http://www.fishingmegastore.com/powders_2696.html
hér kemur gott dæmi og auðvelt ætti að vera fyrir flesta að klóra sig fram úr þessu. Mismunur á púðri er óverulegur þrátt fyrir lægri söluskatt hjá Skotum og líklega umtalsvert stærra markaðsvæði. Sama á við um hvellhettur og kúlur.
http://www.fishingmegastore.com/bullet-heads_2697.html
http://www.fishingmegastore.com/primers_3108.html

Þessir karlar hafa verið þekktir í heimi stangveiðimanna fyrir hagstæð verð og góða þjónustu.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Verðlag á púðri, hvellhettum og kúlum

Ólesinn póstur af Árni » 23 Jun 2013 18:10

Gæti samt verið að þeir smyrji sérstaklega á þetta því þarna er vv dollan á rétt rúman 17þ kallinn
Sem virðist vera í takt við ca öll lönd í heiminum nema Ísland, hér er vv töluvert ódýrara en aðrar gerðir.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Verðlag á púðri, hvellhettum og kúlum

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 23 Jun 2013 18:33

Sælir.
Það er líka skondið að þetta "Ameríska" púður hefur hækkað um 50% síðan það sást hér fyrst hjá þessum söluaðila og um 2000 kall síðan í haust án þess að það hafi komið ný sending mér vitanlega?
þessi sami aðili hækkaði verð á öllum skotum hjá sér um 100% stuttu eftir hrun líka á þeim sem höfðu veri uppseld í mörg ár. Það er líka skrítið að það væri ódyrara að flytja td. Sako og Tikka inn frá USA ef ekki væri fyrir paranoijuna og leyfisfarganið í kananum en versla hér heima.
Ég veit að það er dýrt að vera sérvitur og það er allt í lagi að borga fyrir það, en þegar álagningin er orðin 4-500% frá smásöluverði erlendis á almennum smáhlutum þá er mig farið svíða óþægilega á vissan stað. Menn réttlættu 100% hækkum 2008-9 með hruni krónunar sem var jú rétt en ég veit ekki til þess að rekstrarkostnaður verslana hafi hækkað lika 100% um leið? þannig að það hefði verið réttlætanlegt að hækka vörur um þá krónutölu sem innkaupsverð hækkaði en ekki setja bara x2 á verðmiðan með álagningu og öllu.
Í mínu tilfelli er bara X upphæð umfram af launum í hverjum mánuði til að leika sér og hún er oftast notuð öll og fæst ekki meira, þannig að með hærra verði er verslunin ekki að græða meira á mér, ég kaupi bara minna púður og færri kúlur en áður, og ef mig vantar eh. annað þá kaupu ég ekkert púður og engar kúlur þann mánuðinn.
þessu tuði er svo sem ekki beint að neinum sér stökum, bara uppsöfnuð gremja á stöðuna í þessum málum. Ef ég fer með rangt mál endilega leiðréttið.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Verðlag á púðri, hvellhettum og kúlum

Ólesinn póstur af gylfisig » 23 Jun 2013 20:18

Víst er það rétt að verð á endurhleðsluvörum er orðið hátt... eða var það kannski bara alltaf of lágt hér fyrir nokkrum árum?
Ég verð að viðurkenna að verðið á ameríska púðrinu olli mér miklum vonbrigðum. Tæpar tíu þús. kr. fyrir 454 gr. af púðri er helv. mikið, miðað við VV púðrið. Ég hef samt lært það, að ef ég ætla að vera áfram í þessu sporti, þá þýðir ekki annað en að eiga nóg af birgðum. Nýjar birgðir voru ótrúlega fljótar að seljast upp, og maður sat kannski eftir með sárt ennið, og ekkert púður, eða kúlur, af þeirri gerð sem maður var sáttur við, og búinn að eyða tíma og auðvitað peningum í að finna réttu samsetninguna fyrir riffilinn.
Síðustu árin hef ég gætt þess að kaupa nægilega mikið magn af púðri, kúlum og primerum, svo ég verði ekki uppiskroppa, þegar birgðir í verslunum seljast upp. Kaupi gjarnan 1000 st. af primerum í einu, einnig og töluvert af þeim kúlum sem ég vil nota. Gæti þess líka að eiga alltaf nóg af púðri.
Ég mun samt kaupa þetta ameríska púður, þó það sé dýrt, vegna þess að mér líkar vel við það.
Kannski er svipað með endurhleðsluvörur, og klósettpappír og túrtappa... þetta selst alltaf. :D :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Verðlag á púðri, hvellhettum og kúlum

Ólesinn póstur af skepnan » 23 Jun 2013 20:53

Það sem ég hef séð á hinum norðurlöndunum, þá er verðið á ameríska púðrinu töluvert hærra þar heldur en hér. Sem að er áhugavert miðað við magninnkaup og annað slíkt, ég er nokkuð viss um það að við þessar örfáu hræður, sem að stundum endurhleðslu, á smá skeri langt utan alfaraleiða, erum ekki að fara skáka margfalt fjölmennari löndum í púðurmagni.
Svo að verslanirnar hér eru annaðhvort með mikið betri samninga en verslanirnar í nágrannalöndunum eða þær eru með mikið lægri álagningu, nema hvoru tveggja sé :P
Þetta á nefnilega líka við um verðið á VV- og Norma púðrinu.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Verðlag á púðri, hvellhettum og kúlum

Ólesinn póstur af sindrisig » 23 Jun 2013 22:51

Tja...

Tæpur 15 þúsund kall fyrir 100 kúlur er rúmlega slatti finnst mér. Árið 2009 kostaði 7mm rem mag um 160 kall skotið, gengið var um 170 kall fyrir EUR. Sömu 100 kúlurnar kostuðu þá rétt rúman 10 þúsund kall. Nú er ekki annað að sjá en að skotið kosti um 250 kall, án patrónu. Örugglega 100% hækkun síðan um hrun...

Útskýring á því takk fyrir!!!
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Verðlag á púðri, hvellhettum og kúlum

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 23 Jun 2013 23:28

Sælir.
Fyrst það er farið að bera okkur samann við nágranana í verði og hvað við séum "ódýrari" þá væri nú gamann ef einhver talnaglöggur maður setti það í samhengi við laun til að fá raunhæfa útkomu, td. hve iðnaðarmaður er lengi að vinna fyrir bauk af púðri í hverju landi fyrir sig, ég skal byrja.
Ísland 1kg VV Stálsmiður 7klst 20 mín
Ísland 1lbs IMR Stálsmiður 5klst 40 mín
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Verðlag á púðri, hvellhettum og kúlum

Ólesinn póstur af sindrisig » 23 Jun 2013 23:53

Jón !!

Þú verður að reikna þetta í sömu eininguna... Lbs. = Kg. ?

0,4561 = kílógrömm í pundi, minnið er frá 5 punda öskjunum, hlýtur að ganga enn í dag.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Verðlag á púðri, hvellhettum og kúlum

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 24 Jun 2013 00:39

Já nú er þetta að færast út í landsmálinn og kosningar rétt afstaðnar. Ekki tel ég mig vera talnaspeking og en þá síður hæfan til að skilja lögmál hagfræði. Væntanlega útskýrir hagfræðingur vinnuveitanda þetta á þann hátt að framleiðni sé mun lakar hér á landi miðað við járniðnaðarmenn á Norðurlöndum.

Klisjan er á mannamáli sú að við séum latir á Íslandi og ekki við komandi að hækka laun svo neinu nemi. Fráfarandi allsherjar ráðherra Steingrímur reyndi sárt að fá mig til að trúa því að hér séu skattar lægri en á Norðurlöndum og mér hafi verið hlíft með skjaldborg heimilanna.

Svo kemur minn skilningur og það stemmir ekki við þá upplifun að hér vinnum við lengur á hverjum degi og ef þú ætlar að hafa það skár bætir þú við laugardegi.
Laun voru lækkuð á einni nóttu um helming og lýsir sér það þannig að verðlag tvöfaldaðist vegna gengisbreytinga. Reyndar voru brögð að því að atvinnurekendur lækkuðu laun sem höfðu víst orðið óþægilega há á uppgangstímum góðæris. Við það var skellurinn enn harkalegri.
En til allra hamingju þá segja fræðingar að þetta átti ekki við nánára á landsbyggð því að þar kom ekkert góðæri og því engu að tapa hvort eð er.

En svo er því við að bæta að ég tel að með því að taka upp evru og borga laun í evrum þá verði hagur minn sem launamaður betri. Klukkutíminn er alstaðar eins í Evrulandi og gjaldmiðilinn sá sami.

Já og þá verður tófan friðuð og við förum að éta spóa og lóur. En ég er alveg tilbúinn til að friða tófu og éta spóa fái ég styttri vinnudag og meira fyrir launin.

Því er svo við að bæta að fyrir nokkrum misserum átti ég leið um Þýskaland. Fékk að sjálfssögðu pest og lungnabólgu svo í framhaldi af því keyrði dóttir mín karlinn til læknis. Það kostaði ekkert og af því að ég er talinn stór maður þá fékk ég mjög stórann skammt af sýklalyfjum sem virkuðu vel.
Þetta kostaði sáralítið af því að ég var á EES svæði og naut því fríðinda sem þar gilda fyrir heimamenn.
Svo til að fríið færi nú ekki til spillis skaffaði þýski læknir alveg sérstaklega góðar verkjatöflur og lét þess getið að ég skildi ekki drekka mikið af áfengi meðan ég væri að borða þessar kúlur.

Ég veit alveg hvað það kostar að fara til læknis í kópavogi sem er fasisti þegar kemur að því að lækna menn með lyfjum. Og sjái hann sér ekkert annað fært en að skrifa lyfseðil þá er það snautlegur skammtur af lélegu samheitar lyfi sem kostar stór fé.

Já og Keli verður bara að passa sínar rollur betur og skjóta rebba með hljóðdeyfir þegar sérstaklega stendur þannig á og undanþága fæst frá Belgíu. Meðan við hinir vinnum skaplegan vinnudag á Evru launum :lol:
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 1
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Verðlag á púðri, hvellhettum og kúlum

Ólesinn póstur af oliar » 24 Jun 2013 11:41

Hér er hægt að sjá hvert verðið er hjá þessari norsku netverslun.... bara að margfalda með 2.2 :-)

http://www.jaktogfriluft.no/display.aspx?menuid=16116
Þá verður ekki verðið svo mikið öðruvísi en hér... en Norma er talsvert ódýrari !!
Einnig eru hvellhettur á svipuðu verði sem og kúlur svona almennt. Ef taka á laun inní dæmið líka þá er líklega betra að vera staðsettur í Noregi en hér heima á klakanum......
Kveðja. Óli Þór Árnason

TriCoreBallistics
Póstar í umræðu: 1
Póstar:9
Skráður:15 Jun 2012 18:29

Re: Verðlag á púðri, hvellhettum og kúlum

Ólesinn póstur af TriCoreBallistics » 24 Jun 2013 19:07

Verðhækkunin á púðri hjá Veiðihorninu síðan um áramót er umtalsverð, ekki veit ég til þess að þeir hafi fengið sendingu á þessu ári.

Kostnaður við flutning á púðri er ekki óyfirstíganlegur. Hazard Fee/Dangerous Goods, kostnaður er yfileitt reiknaður frá flutningsaðila erlendis og gengið er frá sendingunni þannig og er alls ekki mikill þegar til kemur. Umsýsla með pappíra og leyfi er ekki mikill kostnaður þegar kemur að svona flutningi. Skortur á umræddum hlutum í Bandaríkjunum er hins vegar mikill kostnaðarauki eins og staðan er, en það virðist eitthvað vera að breytast.

Þar að auki er Bandaríkjunum mjög umhugað um svokallað EULA, sem þýðir circa að viðkomandi vöru meigi ekki flytja frá því landi sem þeir sendu til, þó eru eflaust undantekningar á því, sem og aðrir samningar tengdir þvílíkum samningum/sendingum ef slíkt á við.
Kveðja.Geir G.
Tri-Core-Ballistics LLC

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Verðlag á púðri, hvellhettum og kúlum

Ólesinn póstur af skepnan » 24 Jun 2013 23:20

Já Sveinbjörn, taka upp evru og borga laun í evrum og allt verður voðagott ;)
En reyndin er sú að gjaldeyrir sýnir efnahagsstjórn hvers lands fyrir sig og á meðan misvitrir/mislærðir stjórnmálamenn og pólitískir gæðingar sjá um efnahagsmálin hér á landi, skiptir engu máli hversu sterkan gjaldmiðil við höfum, kjörin batna ekki nokkurn hlut. Til þess að taka upp evru verður að sína fram á sterka efnahagsstjórn og verðbólgustjórnun og hinar ýmsu hagtölur osfrv. í töluverðan tíma. Ef að hægt væri að framfylgja skilyrðunum væri efnahagsstjórnin og gjaldmiðillinn orðin svo góð að við þyrftum ekki að taka upp evru :twisted:
En ég hef bent á það áður að alþingis og ráðherra störfin eru einu störfin á landinu þar sem ekki er krafist lágmarksmenntunar. :shock:
Svo að jafnvel þó svo að við myndum taka upp Bahamískan gulldollar þá myndi það engu máli skipta, efnahagsstjórnin væri samt sú sama :lol:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Verðlag á púðri, hvellhettum og kúlum

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 25 Jun 2013 11:20

Sæll Keli.
Er sláttur hafinn hjá þér og ástand túna væntanlega gott í þini sveit?

Svo velti ég því fyrir mér hvort að það sé rétt að sauðkindur séu yfir höfuð fallegri á Suðurlandi en td. í Þingeyjarsýslu? Ég hef nánast ekkert vit á rollum og verð því að treysta á dómgreind annar í því.

Svo er annað sem er alveg augljóst og þarf ekki sérfræðing til og snýr það að mannfólki. Þótti mér það td. áberandi hvað konur í Ameríkuhrepp voru í miklum og góðum þrifum saman borið við konur á Bretlandseyjum. En sem kunnugt er þá er sitt hvor gjaldmiðilinn í þessum tveimur löndum þrátt fyrir sameiginlegt tungumál. Það má segja að þetta sé í ökkla eða eyra og öfgar á báða bóga.

Lýsir það sér best þannig að þær frá Ameríkuhrepp eru mun setbreiðari, lenda miklar og læramjúkar. Á móti standa svo minna umfangsmiklar kynsystur sem deila sama tungumáli og eftir því sem Tony Blair sagði þá er sérstakt samband milli þessara þjóða.

Til samanburðar höfum við svo nágrana okkar í Norður Evrópu og við snögga sjónskoðun má leiða líkur að því að þar sem Evra er í notkun sé mannfólk í eðlilegum hlutfölum. En til að fyrirbyggja allan misskilning þá eru þessar athuganir byggða á karlægum gildum sem ekki teljast til fyrir myndar.

Að sjálfssögðu eru mjaltastúlkur úr Skagafirði áberandi myndarlegastar en sökum hagsmunaárekstra er heppilegast að draga þær ekki inn í þessa umræðu sem snýr að neytendum á endurhleðslu markaði.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Svara