Bass Pro Florida heimsótt

Tilboð, góð verð, góð þjónusta, góð kaup og annað sem tengist verslun.
Sveinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58
Bass Pro Florida heimsótt

Ólesinn póstur af Sveinn » 05 Apr 2014 12:15

Er að þræða Florida og kom við í Bass Pro í Palm Bay, um 70 mílur frá Orlando.

Lagði töluvert á mig að finna Bass Pro búðina í Palm Bay, FL, gatan það ný að hún var ekki inni á GPSinu mínu, en í búðina komst ég. Bass Pro er ekki eins flott og Cabelas, en flott samt.

Camo í öllum stærðum (aðallega yfirstærð :) ), mikið af flottum sjóstöngum og -hjólum, byssu- og kíkjaúrval sem gerir hvern mann orðlausan og allir smáhlutir sem mann vantar - eða þannig. Konan skilningsrík, gæðastund semsagt... Verðin djók. Fékk takmarkalausa virðingu sem Tikka eigandi frá Íslandi, "Tikka, the smoothest bolt I have ever handled..." og fleira í þeim dúr.

Var hrifinn af Welcome áletruninni hjá þeim: "Welcome Fishermen, Hunters and other Liars"...
DSCN2275sm.jpg
DSCN2275sm.jpg (128.55KiB)Skoðað 2888 sinnum
DSCN2275sm.jpg
DSCN2275sm.jpg (128.55KiB)Skoðað 2888 sinnum
DSCN2277sm.jpg
DSCN2277sm.jpg (124.55KiB)Skoðað 2888 sinnum
DSCN2277sm.jpg
DSCN2277sm.jpg (124.55KiB)Skoðað 2888 sinnum
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Guðmundur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:14 Dec 2012 12:02

Re: Bass Pro Florida heimsótt

Ólesinn póstur af Guðmundur » 05 Apr 2014 12:47

Gaman að sjá þetta, er á leiðinni til Florida eftir ár, mun ábyggilega fara í þessa búð!

Skoðaðir þú eitthvað hvort það væri hægt að koma með byssu með sér heim?

kv Guðmundur
Guðmundur Jónsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Bass Pro Florida heimsótt

Ólesinn póstur af Sveinn » 05 Apr 2014 13:21

Sæll,
það eru einar sjö Bass Pro búðir bara í Florida, hér er kort yfir búðirnar:
http://www.basspro.com/webapp/wcs/store ... d=-1&tab=3

Held að það sé nánast ómögulegt að flytja með sér byssu heim en það eru örugglega menn hér sem vita meira um það en ég. Ekkert mál að taka kíki með sér heim.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Bass Pro Florida heimsótt

Ólesinn póstur af petrolhead » 07 Apr 2014 06:59

Það er upplifun að koma í svona búðir, hef ekki komið í þessa en fór í Bass Pro á International drv í Orlando og missti kjálkann í gólfið þegar ég kom inn :lol: kíkkti líka í Gander mnt og hún var ekki síðri, vöru úrvalið þarna er svakalegt miðað við það sem við eigum að venjast og verðin frábær.

Þeir vildu nú ekki selja mér hvaða kíkir sem var þarna Bass Pro en svona all flesta var ekkert mál að versla.... enda var það gert :lol: :lol:

Skildumæting ef maður er að þvælast þarna vestur.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Svara