Síða 1 af 2

Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 24 Oct 2014 20:37
af Sveinbjörn
Sigurður Veiðimeistari ætlar að gera sér ferð á suðvesturhornið.

Veiðimeistarinn verður gestur okkar í Ellingsen 101 Reykjavík Föstudag 31. október og laugardag 1. nóvember, það er um næstu helgi.

Frá kl 13:00 og til loka dags báða dagana.

Guðni blaðamaður verður einnig á svæðinu og mun hann kynna bók sína og selja.
Frábær jólagjöf og því upplagt að gera sér ferð í Ellingsen eftir hörðum pökkum og mjúkum.

þessa tvo daga ætlum við að vera með afslætti á vörum sem koma veiðimönnum að gagni.

Auk þess eru þessi kappar vel fróðir um flest sem snýr að veiðum, náttúru og fatavali við ýmis tækifæri.

Sigurður Veiðimeistari er svaragóður of kann frá mörgu að segja þegar kemur að hreindýraveiðum.
Ekki er útilokað að Guðni lesi úr bók sinni og skal ég gera mitt besta til þess að kaffi verði til staðar.

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 24 Oct 2014 21:25
af Gunson
Frábært hjá ykkur Sveinbjörn. Ef við landsbyggðarmenn hringjum inn í leit að einhverju, gildir þá ekki afsláttur ef því er að skipta? Annars spyr maður, af hverju er Ellingsen ekki á Austurlandi?? Kveðja Sigurður Rúnar

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 24 Oct 2014 21:53
af Sveinbjörn
Sæll Sigurður Rúnar.

Til þess að koma til mót við ykkur úti á landi setti ég þetta inn.

Að sjálfssögðu fáið þið afslátt þá daga sem Veiðimeistarinn og Guðni verða í Ellingsen. Sama í hvaða formi verlsað er.

Varðandi bók Guðna, Hreindýraskyttur hef ég minna um að segja og hefur hún verið boðin í forsölu meðal annars með tengli hér á Skyttuspjalli.

Oftar en ekki er ég að afgreiða þegar hringt er og eins og flestir vita þá ferst mér illa að gera tvennt í einu.

Netfangið mitt í Ellingsen er sveinbjorng@ellingsen.is og öllum velkomið senda mér fyrirspurnir.

Varðandi Ellingsen á Austurlandi þá er svo gott að búa í Kópavogi því hefði Gunnar á Hlíðarenda væntanlega sagt hlíðin er fögur, Smárinn, BÝKO og stutt til Reykjavíkur.

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 24 Oct 2014 22:23
af Aflabrestur
Sælir.
Austur?? það er bara spurning hvenar Þórólfur ákveður að flytja sjoppuna norður í Skagafjörðin þar sem sólin skýn!!! við eigum hana hvort eða er, þannig að það er eins gott að fá hana heim. Getum haft hana sem deild í skaffó og ég fengið mögulega fengið þægilega inni vinnu, þar sem vinnan þvældist ekki fyrir áhugamálinu.

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 24 Oct 2014 22:31
af Gunson
Ja Sveinbjörn ég vona að þetta verði góð kynning. Við úti á landi amk. Ég hef notið góðrar þjónustu og ég vona að þetta skili góðum árangri. Ég vildi vera dauð fluga á vegg, eins og einhver gáfaður maður sagði, þegar hann ætlaði að fylgjast vel með því sem í vændum var. En ég vona að nafni minn og veiðimeistari eigi eftir að upplýsa viðskiptavini ykkar um ýmsa leyndardóma og gagnsemi þeirra hluta sem þið hafið á boðstólum. Ég þakka hér fyrir þá þjónustu sem þið veitið og verð að segja að það er alltaf gott að leita til ykkar ef eitthvað vantar, sem gærdagurinn krafðist. Vona að framtakið verði ykkur gagnkvæm reynsla að miðla og selja og verði viðskiptavinum til góðs. Gott framtak Sveinbjörn. Kveðja Sigurður Rúnar

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 30 Oct 2014 12:11
af maggragg
Það getur meira en vel verið að ég þurfi að fara til Reykjavíkur á laugardaginn. Þá fær maður nú vonandi að kíkja við á þennan viðburð.

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 30 Oct 2014 13:14
af Spíri
Ætlar Siggi Veiðimeistari að vera með kynningu á því sem hann keypti í Cabellas um daginn :lol:

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 30 Oct 2014 15:26
af agustbm
Sælir

Ég geri ráð fyrir að það verði auka afsláttur af þungum .308 kúlum frá 168gr-220gr.. eftir sterkar ábendingar frá Sigga varðandi þær fyrir lengri færin á austlensku flatlendi :lol: :D

bestu kveðjur

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 30 Oct 2014 22:41
af maggragg
Ekki má gleyma því að Sigurður Veiðimeistari á afmæli í dag. Til hamingju með daginn Veiðimeistari :)

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 30 Oct 2014 22:45
af gylfisig
Já,,, til lukku með daginn Siggi... það væri nu vitið meira að gefa þér einn 308 í tilefni dagsins :D :D :D :D

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 31 Oct 2014 06:59
af petrolhead
Gylfi:
heldurðu að það mundi ekki duga til að gleðja Sigga að gefa honum einkanúmerið 308WIN :mrgreen:
Til hamingju með daginn Siggi....þó seint sé.

MBK
Gæi

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 31 Oct 2014 09:20
af Stebbi Sniper
Verður maður ekki að taka þátt í .308 eineltinu... :lol:

Mynd

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 31 Oct 2014 11:38
af agustbm
Snilld Stebbi,
:-) - og hvar er þessi LIKE hnappur núna :-)

allra bestu,

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 31 Oct 2014 13:48
af gylfisig
L I K E !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 31 Oct 2014 19:12
af Morri
BAHHAHAHAHAHAHAHAHHA

Þetta er magnað! Einkanúmerið væri gott á veiðibílinn hehehe

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 01 Nov 2014 00:07
af sindrisig
Einkanúmerið hans Sigga er það sama og endirinn á símanúmerinu hans... Bætir að sjálfsögðu við S fyrir framan.

Ég hefði aftur á móti gaman af því ef einhver myndi nú setja nokkur vísukorn niður í tilefni afmælisins. Í stað þess að vera með þennan bölvaða skæting varðandi typpi og hve langt bunan drífur.

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 01 Nov 2014 17:22
af petrolhead
Stebbi sniper: Ekki segja einelti, ég var við það að fá samviskubit !! :oops:

Ég var svo óheppinn/heppinn að sökum brælu lá skip mitt við landfestar í Hafnarfirði í dag, það telst jú óheppni að liggja í landi í brælu en í þetta skipti var þó ofurlítil heppni í óheppninni :D og aðsjálfsögðu var tækifærið notað og litið inn í Ellingsen til smávægilegra innkaupa, alltaf gaman að kíkka við hjá Sveinbirni :) en sérlega gaman þegar maður fær í leiðinni tækifæri til að eiga orðaskipti við goðsögn í lifanda lífi, þar á ég að sjálfsögðu við Sigurð Veiðimeistara Aðalsteinsson, skemmtileg uppákoma og eiga þeir er að stóðu hrós skilið.

Takk fyrir mig Sveinbjörn og Siggi.

MBK
Gæi

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 01 Nov 2014 20:35
af maggragg
Fór líka í dag. Það er ekki annað hægt en að kíkja á Veiðimeistarann sjálfan þegar tækifæri gefst. Þakka Sigurði, Guðna og Sveinbirni fyrir góðar móttökur.

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 01 Nov 2014 20:37
af Gísli Snæ
Smá "off topic". Á hvaða skipi ertu Garðar? Ekki eins heppinn og þú - er að velkjast um í þessum andskota.

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 02 Nov 2014 00:25
af ísmaðurinn
Hmm hva og enginn sem þakkar mér Maggi þó haaaaa hehe