Síða 2 af 2

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 02 Nov 2014 11:45
af petrolhead
Gísli, ég er á Vilhelm Þorsteins EA, en verð auðvitað að spurja líka á hvaða skipi þú rærð og á hvaða miðum þú varst svo "heppin" að vera þessa helgina, get ekki sagt að ég öfundi þig :? .

MBK
Gæi

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 02 Nov 2014 18:58
af Gísli Snæ
Guðmundi í Nesi. Við vorum bara, og erum ennþá, að velkjast hér djúpt fyrir vestan land - upphaflega á Torginu og síðan sunnar

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 02 Nov 2014 20:04
af gylfisig
Brrrr... helvítis bræla.

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 08 Nov 2014 11:06
af Veiðimeistarinn
Ég vil bara þakka fyrir mig, þetta voru ánægjulegir tveir dagar í Ellingsen með Sveinbirni, Bergþór (ísmanni) og Guðna rithöfundi.
Það var líka gaman að hitta alla þessa veiðmenn sem komu og spjölluðu við mig og okkur þarna í búðinni, bæði til að rifja upp sögur úr veiðiferðum með mér og veiði almennt að ég tali nú ekki um vangavelturnar um veiðirifflana og skotfærin sem þarna fást.
Þarna rakst meðal annars inn smekkmaður sem fékk sér Sako Bavarian veiðiriffil í kaliber 6,5x55.
Guðni Einarsson blaðamaður og rithöfundur stóð vaktina og seldi vel af bókinni Hreindýraskyttur, sm við árituðum eftir atvikum.
Þó ég segi sjálfur frá og málið meir kannski eigi óskilt, finnst mér þetta feikn góð bók. Aðafarorð Guðna eru fróðleg þar sem hann fer yfir reglur og þróun laga um hreindýraveiðar á síðustu öld þar sem hreindýraveiðar voru löngum bannaðar og fylgir lagabreytingum til okkar dags, sem skýrir vel af hverju málum er hagað eins og raunin er í nútíðinni.
Nútíðinn ber nefninlega alltaf einhvern keim af fortíðinni, merkilegt nokk.
Vðtölinn við veiðimennina eru fjölbreytt, spanna vítt svið og skarast ekki úr hófi fram, svo eru þau bara skemmtileg.
Hafa spjallverjar eignast þessa bók og lesið?
Þeir sem það hafa hvernig líkar ykkur hún?
Ekki vera feimin að tjá ykkur, endilega gaman að heyra ykkar álit !

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 08 Nov 2014 16:50
af gkristjansson
Bókin komin í hús og búinn að lesa hana. Mjög skemmtileg og góð lesning.

Re: Siggi á mölinni og afsláttur í Ellingsen

Posted: 09 Nov 2014 12:47
af Guðni Einars
Ég vil einnig þakka fyrir ánægjulega daga í Ellingsen, bæði Sveinbirni og Bergþóri í veiðideildinni og öðrum þar á bæ, og ekki síst Sigurði veiðimeistara og öllum þeim fjölda sem þangað lagði leið sína. Þetta var mjög skemmtilegt og enginn skortur á hressilegu spjalli og straumi veiðisagna eins og ævinlega þar sem Veiðimeistarinn er til staðar.
Þá vil ég líka þakka fyrir jákvæð orð um bókina Hreindýraskyttur. Tilgangurinn með henni var að varðveita frásagnir þeirra sem þekktu hreindýraveiðar eins og þær fóru fram fyrst eftir að veiðarnar byrjuðu aftur á 5. áratug síðustu aldar eftir langvarandi friðun og allt til okkar daga. Eins að taka saman hvernig hreindýraveiðarnar þróuðust. Það kom mér margt á óvart þegar ég fór að kafa í þá sögu. Þeir sem sækja um hreindýraveiðileyfi í dag átta sig ekki allir á því að fyrstu fjóra áratugi síðustu aldar voru hreindýrin að mestu friðuð og má raunar ætla að það hafi staðið tæpt að stofninn hreinlega lifði af á tímabili. Það tókst sem betur fór að snúa öfugþróuninni við með eftirliti og veiðistjórnun. Stórir hreindýrakvótar undanfarinna ára eru til merkis um það.

PS. Þess má geta að bókin er á kynningarverði í Hagkaupum þessa dagana.