Hreindýraskyttur

Tilboð, góð verð, góð þjónusta, góð kaup og annað sem tengist verslun.
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Hreindýraskyttur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Nov 2014 17:16

Eins og fram hefur komið hérna er komin út bókin Hreindýraskyttur, Líflegar og fræðandi frásagnir af hreindýraveiðum.
Ég hvet alla þá sem áhuga hafa á hreindýraveiðum til að eignast þessa bók og lesa hana, hún inniheldur eins og segir í undirtitlinum líflegar og fræðandi frásagnir, þó ég segi sjálfur frá, en ég segi jú sjálfur frá í bókinni, nóta bene :D
Meginmarkmiðið með því að stofna til þessa þráðar, þó mér sé að vísu málið skilt, er að fá fram upplifun spjallverja við lestur bókarinnar og umsagnir þeirra um bókina og viðtölin í henni.
Mér finnst höfundinum Guðna Einarssyni blaðamanni og rithöfundi hafa tekist býsna vel upp við ritun þessarar bókar.
Hafa ber í huga að þetta er fyrsta bókin sem fjallar eingöngu um hreindýr og hreindýraveiðar síðan bækurnar, Á hreindýraslóðum og Hreindýrin okkar, komu út um og fyrir árið 1950 eða í rúm 60 ár, svo það var sannanlega kominn tími til að eitthvað í þessum dúr liti dagsins ljós og Guðni og Guðjón Ingi Eiríksson hjá bókaútgáfunni Hólum, http://www.holabok.is/ eiga þakkir skyldar fyrir að ráðast í þetta verkefni.
Bókin er auglýst um helgina á kynningarverði í Hagkaupum sem gildir 8. til 10.nóvember á krónur 4.599 þegar venjulegt verð er 5.599 krónur, svo þar er enn tækifæri á morgun mánudag.
Viðhengi
hdkapan.jpg
Svona lítur nú ritlingurinn út í allri sinni dýrð, bara til að þið gangið ekki að því gruflandi hvernig bókin lítur út þegar þið farið að leita hennar í bókabúðinni!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Hreindýraskyttur

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 09 Nov 2014 23:37

Já Drengir og Stúlkur það er ár og dagur sem ég hef gefið mér tíma í bókalestur. Netgláp og annað hefur orðið ofaná og því var það kærkomið að fá bók Guðna til aflestrar.

Þar er komið nokkuð víða við og hafði ég góða skemtun af því lesa um búnað veiðimanna og má þar nefna 1stk long rifle skot í veiðiferð. Nokkur Short voru einnig til en ekki kom til þess að þau voru notuð.

Kann ég Guðna bestu þakkir fyrir góð skrif.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Guðni Einars
Póstar í umræðu: 2
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 13:04

Re: Hreindýraskyttur

Ólesinn póstur af Guðni Einars » 21 Nov 2014 13:52

Kæru skotmenn og skyttur,

hér er hlekkur á síðu þar sem hægt er að fletta fremstu síðunum í bók minni Hreindýraskyttur:

http://issuu.com/gunnarkr/docs/hreind__raskyttur/1
Með kveðju,
Guðni Einarsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hreindýraskyttur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 Nov 2014 16:40

Sæll Guðni

Til hamingju með glæsilega bók, ég var búinn að ákveða að fá mér hana áður en ég fékk að kíkja inn í hana, en það skemmir svo sem ekki fyrir að fá sýnishornið. Virkilega flott bók við fyrstu skoðun.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hreindýraskyttur

Ólesinn póstur af gylfisig » 21 Nov 2014 18:40

Verður jólagjöfin í ár hjá mér
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýraskyttur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Nov 2014 18:05

Það er gott tilboð á bókinni Hreindýraskyttur í Nettó núna um helgina 21-23. nóv. 35% afsláttur og bókin kostar 3.698 krónur á þessu tilboði.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýraskyttur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Dec 2014 15:00

Ég vil bara minna á bókina Hreindýraskyttur eftir Guðna Einarsson.
Tilvalinn gjöf fyrir veiðimanninn í jólapakkann,
Hún kostar 3.698,- í Bónus, fæst ekki ódýrari það ég veit en venjulegt verð er 5.689.-
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hreindýraskyttur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 25 Dec 2014 01:00

Sælir félagar

Þakka þér Siggi fyrir að láta vita af þessari frábæru bók og halda þessari bók að mér og öðrum... þakka þér líka Guðni fyrir að koma þessu saman. Frábær bók og fróðleg lestning fyrir leikmann eins og mig til þess að skyggnast inn í gamla veiðitíman... hef vart getað slitið mig frá bókinni síðan ég opnaði hana nú í kvöld.

***** lifi mig inn í hverja frásögn virkilega vel að verki staðið.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Hreindýraskyttur

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 26 Dec 2014 01:26

Mjög góð bók, takk fyrir
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Guðni Einars
Póstar í umræðu: 2
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 13:04

Re: Hreindýraskyttur

Ólesinn póstur af Guðni Einars » 27 Dec 2014 12:16

Það gleður mig að mönnum skuli líka bókin. Viðmælendurnir sögðu vel frá og vonandi tókst mér að koma frásögnum þeirra skammlaust á blað.
Með kveðju,
Guðni Einarsson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Hreindýraskyttur

Ólesinn póstur af Spíri » 27 Dec 2014 23:10

Mjög góð og fróðleg viðtöl í bókinni, þakkir Guðni fyrir skemmtilega bók.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hreindýraskyttur

Ólesinn póstur af sindrisig » 01 Jan 2015 15:15

Gleðilegt árið kappar.

Ég las hratt og vel í gegnum skrudduna og líkaði að flestu. Eina sem ég get góðfúslega bent á eru tvítekningar, oftast í upphafi kafla.

Hvað um það þetta var hin besta lesning og það er alveg "Haugur" af ósögðum sögum, sérstaklega af öðrum svæðum.

Næsta jólagjöf hlýtur að vera svæði 3 og 4 (fyrst 1 og 2 eru afgreidd). Eg hlakka til þegar komið er að svæðunum þar fyrir neðan (eða ofan í töluröðinni). "Aktu taktu" stendur alveg undir nafngift, hef aldrei ekið eins lengi "utan vega" eins og með Sigga árið 2013. He he og það besta var að Siggi ætlaði að taka matmálstíma þegar ég sá dýrin. Að sjálfsögðu á undan honum.

Gott árið gott fólk.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýraskyttur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Jan 2015 10:53

Sindri,,Utan þjóðvega" áttu væntanlega við :arrow: Það er bannað að aka utan vega :roll:
Þetta er nú miklu heldur aktu aktu, tektin getur nú verið býsna flókið og snúningasamt ferli ekki satt?
Önnur svæði....??? gerist eitthvað þar 8-)
Svæði 3 og 4, þaðan verða nú valla sagðar nema smásögur eða pissusögur, svæðin eru svo lítil að það er hægt að pissa yfir þau bæði frá sama staðnum ef ég stend á milli þeirra :lol: :lol: :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara