Síða 1 af 2

kominn tími á að panta kúlur

Posted: 27 Jan 2015 19:31
af Gisminn
Sælir er ekki kominn tími á að við sameinumst í 2-3 manna grubbur og pöntum eitthvað magn frá þessum.
http://hlad.is/index.php/spjallbord/alm ... anta-klur/
þegar þið farið inn á umræðuvefinn sjáið þið verslunina og svo þessi fáu komment.
Ég er orðin pínu þreyttur á að heyra þessa setningu. Því miður uppseld og líka þessi og nei ég veit ekki hvenær þær koma.

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 27 Jan 2015 19:53
af karlguðna
:D :D :D :D ÉG ER TIL, :D :D :D :D

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 27 Jan 2015 21:17
af Gísli Snæ
Þetta er góð spurning Þorsteinn. Fór bæði í Hlað og Ellingsen í dag - bara að skoða. Vissi svo sem að það væri ekki komin sending í Hlað og var kannski svolítið bjartsýnn að halda að það væri til eitthvað á útsölunni í Ellingsen (í fyrra var allt fullt).

Ekkert sem hentaði mér á hvorum stað og í raun litu hillurnar út eins og myndir sem maður sá frá verslunum í gömlu Sovétríkjunum.

Satt best að segja er maður farinn að hafa smá áhyggjur af þessu. Og fyrir mitt leyti er ég hættur að kaupa í 200 stk skömmtum - næst verður VERSLAÐ og er ég ansi viss um að fleiri hugsa þannig. Eins gott að það komi eitthvað magn þegar næsta sending kemur

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 27 Jan 2015 22:53
af Aron Kr Jónsson
ég er til í að vera með......mér vantar Berger 6mm 105 Grain Match Target BT 500stk :D

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 28 Jan 2015 00:15
af Sveinbjörn V
Því miður er staðan svona víðar en hér held ég. Það var td. ekki góð lagerstaða í USA þegar góður drengur ætlaði að versla úti í águst í fyrra fyrir mig og sig sjálfan. Hann gekk á milli búða og hafði lítið upp úr því. Nánast ekkert til..
Annars er ég til í ca. 500 ef þeir eiga það sem mig vantar :)

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 28 Jan 2015 01:31
af Six
Ég er til ef eitthvað af kúlunum sem mig vantar er til.

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 28 Jan 2015 09:31
af Hjörtur S
Ég hefði hug á að vera með í þessu en mánuðum saman hefur ekki verið til það sem ég hef verið að nota í 22/250 og 260rem.

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 28 Jan 2015 10:19
af Haglari
Maður hefði alveg verið til í svona en þetta er ekki að borga sig með allar kúlugerðir. Gæti verið að þetta borgi sig með amerísku kúlurnar en til dæmis Lapua Scenar L fyrir .264 cal væri t.d. dýrari heldur en hérna heima.... enda búið að flytja þær frá Finnlandi (Evrópu) yfir til ameríku. :roll:

Ég er sammála því að lagerstaða hérna heima mætti alveg vera betri!

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 28 Jan 2015 10:49
af TotiOla
Gleði, gleði ;)

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 28 Jan 2015 11:49
af Gisminn
Já maður hefur heyrt að sending sé væntanleg um næstu mánaðarmát en bara ekki alveg skýrt hvaða mánaðarmót e og Óskar þetta er meira farið að snúast um að hafa kúlur fyrir verkfærin sýn heldur en hagkvæmnina.
Hlað og Ellingsen hafa verið ósköp sanngjarnir með verðin en varan verður að vera til.
En ég veit ekki eins og í upphafi hvað margir rúmast í hverri pöntun þessvegna nefndi ég að taka sig 2-3 saman (ca 2000 kúlu pantanir) og einn af okkur pantar fyrir hvern hóp.
Ég æla að panta og er sennilega búinn að fylla minn kvóta

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 28 Jan 2015 12:39
af gylfisig
Ég er búinn að sjá það fyrir löngu siðan, að ekki þýðir að treysta á að það sé alltaf til það sem maður þarf til, fyrir endurhleðsluna, hvort heldur í veiði, eða til að nota í keppnum. Púður kaupi ég þannig að ég tek magn sem dugar mér i 1-2 ár í senn, og kúlur og primera æi svipuðu magni. Það eru alltaf einhverjir að panta svona sjálfir, og auðvelt að fá að fljóta með. Svo vil ég ekki alveg gefa þá Skyttumenn upp á bátinn. þeir hafa oft getað reddað manni. Ég mun lika bíða eftir þeirra sendingum, þó stundum sé biðin löng :D
Ég benti á þetta fyrir 2-3 árum síðan, og hvatti menn einmitt til að kaupa sér birgðir, þegar þær væru fáanlegar, en ekki 1-2 pk af kúlum, í einu, og kannski einn púðurbauk. Dæmin hafa sannað það, að menn verða oftast uppiskroppa með efni.

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 28 Jan 2015 14:43
af Jenni Jóns
Ég er smá saman að byggja mér upp kúlulager þannig að ég eigi alltaf eitthvað til af því sem ég er að nota.
Mér líst frekar illa á þá þróun ef menn ætla almennt að fara panta þetta sjálfir, enda hef ég búið á stað þar sem allar búðirnar lokuðu vegna þess að íbúarnir keyrðu í Bónus hundruðir kílómetra og breyttu bílunum sínum í smá sendibíla.

kannski er þetta óumflýanleg þróun í verslaun og þjónustu sé það samt í hendi mér að verð hjá þeim sem selja kúlur muni hækka ef þeir eiga alltaf allt á lager t.d hlítur það að kosta Hlað töluvert að liggja með 140.000 kúlur bara frá Sierra fyrir utan aðrar kúlur sem þeir eru með.

Vissulega skil ég pirringin þegar allt er búið og fátt um svör hvenær meira kemur.

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 28 Jan 2015 16:10
af Gisminn
Já sérstaklega þegar sumt hefur ekki fengist í ár og annað ekki í mánuði og sumt kom í millitíð og seldist upp á 2 dögum og landsbygðarpjakkur átti ekki möguleika að fá! Menn bíða bara ekki endalaust eftir kúlum.
Þetta hefur ekkert með verð að gera nema að ef verð hækkar eykst innflutningur.
140.000 kúlurnar verða flestar horfnar á hvað ca 2 mánuðum og því miður liggja þeir með lítið annað allavega fyrir mig og eru það samt 3 caliber
20 cal 32 eða 39gr ekki til lengi kom svo smáskamtur og kláraðist strax ekki til síðan síðustu 2 eð 3 mánuði
6,5x55 100 grain Nosler Bt ekki til í ár 120 gr Nosler Bt ekki til í einhvern tíma man ekki mánaðafjöldan,
270 130gr Nosler Bt man ekki hvenær ég sá hana til síðast sennilega hálft ár eða meira.
Og þetta eru samt mjög algengar kúlur og ættu alltaf að vera til.

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 28 Jan 2015 16:27
af Haglari
Gisminn skrifaði: Óskar þetta er meira farið að snúast um að hafa kúlur fyrir verkfærin sýn heldur en hagkvæmnina.
Ég skil hvað þú meinar Þorsteinn. Það er pínlegt að vera búinn að finna hleðslu með ákveðinni kúlu/m eða púðri sem er síðan kanski ekki til í fleiri mánuði. Þá gæti hugsanlega verið ódýrara að kaupa kúluna aðeins dýrari heldur að fara í gegnum það að þróa aðra hleðslu þegar ekkert tryggir að næsta kúla verði ekki uppseld líka.
Gylfi er með góðan punkt líka.... en það getur verið erfitt/dýrt að koma sér upp lager af svona dóti. Það getur líka gert það verkum að það er ennþá erfiðara fyrir verslanir að finna hversu stóran lager eigi að halda þegar að eftirspurn rokkar upp og niður..... kanski selst ein stór sending upp á tveimur mánuðum, svo er tekin strax önnur jafn stór sending en þá var allt í einu er markaðurinn orðin mettaður með fyrri sendingunni og lagerinn liggur kanski í fleiri mánuði eða ár. Þá er kanski næst tekin lítil sending sem endar á að vera öll seld áður en hún kemur í hús. Þá vantar mönnum svo mikið kúlur að menn panta sjálfir í mikklu magni þannig að þegar söluaðilin fær loksins aðra stóra sendingu er markaðurinn kanski aftur orðinn þá og þegar mettaður..... ég held að það sé ekki öfundsvert að reka sérvöruverslun þar sem þarf að halda dýran lager fyrir svona lítinn markað og örugglega ekkert jafn pínlegt fyrir verslanir og að eiga ekki vöruna til þegar að það er eftirspurn eftir henni.

En eftir stendur nú samt að okkur vantar kúlur :roll:

Veit einhver hvort 6,5mm Lapua Scenar L 136gr sé komin í hlað.... hún var ekki til þar í haust þegar að mig langaði að prófa hana.

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 28 Jan 2015 16:55
af Jenni Jóns
Gisminn skrifaði:Þetta hefur ekkert með verð að gera nema að ef verð hækkar eykst innflutningur.
Þetta er einmitt þróunin sem ég var að lýsa og á endanum lokuðu búðirnar og eftir stóð bensín sjoppan og reyndi að eiga mjólk og það allra bráðnauðsynlegasta.

Ég sé að þessi vefverslaun sem linkað er inná á Hlað vefnum er líka í vandræðum með að afgreiða pantanir, þeir taka ekki við greiðslu fyrr en þeir hafa staðfest að varan sé til hjá þeim og það má sjá inná fleiri vefbúðum að mikið af kúlum er á back order.

Það er líka bagalegt þegar einn eða tveir aðilar taka alla sendinguna af einhveri kúlutegundinni kannski 5 til 10 þúsund kúlur í staðinn fyrir að kaupa kannski 1000 og biðja viðkomandi búð að panta restina fyrir sig, eða láta vita með góðum fyrirvara af fyrirhugðum stór innkaupum.

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 28 Jan 2015 17:53
af Gisminn
Kemur í ljós hvað þeir eiga er búin að senda þeim fyrirspurn hvort þeir eigi þessar ákveðnu kúlur
Ég alveg skil ykkar sjónarmið að verja búðina. En búð sem ekki á vöru lengi fer einmitt í þessa rússibanareið með vöntun og svo metturn eftir magnkaupum viðskiptavina.
og þessar hertu vopnareglur og hömstrunin úti setti Hlað og fleiri í vonda stöðu en ég veit að úti er markaðurinn að jafna sig.
Og eins og Óskar benti á þá getur þessi viðvarndi skortur leitt til hömstrunar sem síðar leiðir til að skyndilega kemur pöntun sem verður lager sem ekkert hreifist og það getur orðið dýrara þegar á heildina er litið heldur en að eiga frekar jafnan x lager.

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 29 Jan 2015 07:53
af G.ASG
136 gr Scenar L var ekki til rétt fyrir jól. Hún er væntanleg. Það var einhver töf á lapua sendingunni sögðu þeir við mig.

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 29 Jan 2015 13:09
af Haglari
G.ASG skrifaði:136 gr Scenar L var ekki til rétt fyrir jól. Hún er væntanleg. Það var einhver töf á lapua sendingunni sögðu þeir við mig.
Einmitt......

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 29 Jan 2015 20:41
af grimurl
Sælir
Ég fór í vikunni í Ellingsen að kaupa skot í nýja riffilinn minn, 6,5x55 Sauer.
Ekki til ein einasta kúla!
Veiðihornið-sama svar.
Fór í Hlað, þar voru til 2 pakkar af 120gr. Full metal Jacket, og 3 pakkar af 120gr. Varmint og 3pakkar af 156 gr. Oryx. Búið!
Ég tók 1 pakka af FMJ til að prófa nýja riffilinn og stilla inn kíkinn en vantar enn kúlur á hreindýrið.
Þeir sögðu mér að það kæmu ekki fleiri tilbúin skot í bráð en hinsvegar væri stór sending af endurhleðsluvörum á leiðinni.

Mér var bent á það að láta bara hlaða fyrir mig,þeir gætu gert það, eða gera það sjálfur og kaupa græjur hjá þeim fyrir endurhleðsluna sem kosta frá 100 þús.!

Hvað er í gangi !!?

Ef spjallverjar ákveða að flytja inn skot eða bjóða uppá heimahlaðin gæðaskot þá er ég tilbúinn að vera með í því.

Re: kominn tími á að panta kúlur

Posted: 29 Jan 2015 20:53
af Jenni Jóns
grimurl skrifaði:Mér var bent á það að láta bara hlaða fyrir mig,þeir gætu gert það, eða gera það sjálfur og kaupa græjur hjá þeim fyrir endurhleðsluna
Það eru fjölmargir að hlaða í þetta caliber og hljóta vera einhverjir þarna í nágreni við þig
og síðast þegar ég vissi þá voru þeir í Hlað ekki að leggja mikið á þegar þeir hlaða fyrir menn en að sjálfsögðu nota bara vörur frá sjálfum sér við hleðsluna.

Hér inni á spjallinu eru örugglega margir sem geta komið með hugmynd að byrjunar hleðslu sem hægt er að tjúnna fyrir riffilinn þinn.