Tunnur

Tilboð, góð verð, góð þjónusta, góð kaup og annað sem tengist verslun.
iceboy
Póstar í umræðu: 3
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Tunnur

Ólesinn póstur af iceboy » 02 Jul 2012 09:48

Ég var að leita að tunnum um daginn og var hugmyndin að finna þægilega stærð.
Ég ætla að taka lungu af hreindýrum og setja í mysu og geyma þannig og gefa hundunum í vetur, þar sem pabbi er hreindýraeftirlitsmaður og þessi hluti af dýrinu er almennt ekki notaður þá datt mér i hug að fá hann til að hirða þetta og setja í tunnu fyrir mig.

Allavega..... þá fór ég í nokkrar verslanir og fann ég t.d tunnu í Byko. 15 lítra, margir kannast við þessar tunnur en þær eru hvítar með skrúfuðu loki annaðhvort rauðu eða svörtu. Þeir hafa lika verið mað þessar tunnur 30 lítra.

Nema hvað verðið er tæp 8700 kall fyrir 15 lítrana sem mér fannst ... já eigum við ekki bara að segja helvíti ríflegt verð.

Þannig að ég fór að skoða aðeins betur og datt þá inn á fyrirtæki sem heitir saltkaup, eflaust þekkja margir þetta fyrirtæki þó ða ég hafi ekki gert það.

Þeir eiga þessar sömu tunnur í allskonar stærðum og kostar t.d 20 lítra tunnan rúman 2600 kall plús vsk.

Örlítill munur þar.

Ég fór nú út í það að versla 120 lítra tunnu. Semsagt svokallaða hrognatunnu en það er eins og venjuleg síldartunna, þessar bláu þar sem lokið er fest niður með gjörð.

Borfaði ég rúm 5700 kr með vsk og tel ég það ágætlega sloppið miðað við önnur fyrirtæki með svipaða vöru.

Vildi ég bara benda mönnum á þetta ef einhverjir gætu haft not af
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Tunnur

Ólesinn póstur af Gisminn » 03 Jul 2012 18:48

Heyrðu hvernig hunda ertu með og ertu með reynslu af þesum mat handa þeim.
Spyr svona af forvitni.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

iceboy
Póstar í umræðu: 3
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Tunnur

Ólesinn póstur af iceboy » 03 Jul 2012 20:36

Ég er mað tvo labba, tík og rakka og svo er ég með einn rakka sem er blanda af írskum setter og scheffer.

Svo er pabbi með tvo border collie og við tökum alltaf lungun sem tilfalla í heimaslátrun og gefum þeim.
Þeir éta þetta með bestu lyst.

Ég gaf blendingnum þetta þegar ég var með hann fyrir austan á rjúpnaveiðum, svo ætlaði ég að klappa honum aðeins og þá urraði hann á mig, hann hélt að ég ætlaði að taka þetta af honum og var ekki sáttur. Hann hefur aldrei urrað á mig hvorki fyrir þetta eða eftir.

Það sem ég hugsa að þú sért að spá er hvort þetta fari ílla í magann á þeim en það hefur ekki gert það hingað til allavega. En ég hef lika bara gefið þetta annað slagið.

Mér datt í hug að þetta gæti verið góð hugmynd til þess að nýta sem mest af dýrinu. Svo fæ ég allavega tvo lungu af dýrum sem verða skotin daginn áður en ég fer á veiðar. Svo ég er komin með 3 stk og ætti að geta samið við pabba um að taka með nokkur í viðbót.

Svo þegar það fer að minnka í tunnunni þá tek ég svolitð af mysunni og set yfir þurrfóðrið:-) Með því móti næ ég á endanum að nýta allt úr tunnunni, bæði lungun og mysuna.
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Tunnur

Ólesinn póstur af Gisminn » 03 Jul 2012 22:38

Einmitt þú fattaðir hvað ég var að hugsa um hvort þeir þyldu þetta :-)
En þetta er flott að geta nytt þetta svona
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

iceboy
Póstar í umræðu: 3
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Tunnur

Ólesinn póstur af iceboy » 03 Jul 2012 22:40

Já það á ekki að vera neitt vandamál, en eins og með allt nýtt svona þá er best að byrja smátt og fylgjast svo bara vel með ;)
Árnmar J Guðmundsson

Svara