Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Þráður fyrir kannanir af ýmsum toga

Hvaða hlaupvídd eru menn að nota á hreindýraveiðar

6 mm / .243 cal
17
14%
.25 / .257 cal
6
5%
6,5 mm / .264 cal
35
29%
.270 / .277 cal
16
13%
7 mm / .284 cal
8
7%
7,62 mm / .308 cal
38
32%
8 mm / .323 cal
0
Engin atkvæði
 
Samtals atkvæði: 120

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af maggragg » 13 Jul 2010 13:53

Ákvað að prófa eins svona könnun. Væri gaman að vita hvað menn eru að nota á hreindýr eða myndu nota ef þeir hefðu fengið. Þar sem úrval calibera er nánast endalaust ákvað ég að skipta þessu niður eftir hlaupvídd en 6 mm er það minnsta sem má nota á hreindýr og 8 mm það stærsta hérna á Íslandi.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Jul 2010 09:50

Ég nota 6,5-284 en það er ekki neinn svarmöguleiki fyrir hann hér fyrir ofan.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Jul 2010 12:31

Það er einungis verið að spyrja um hlaupvídd, semsagt þvermál kúlu en ekki caliber þannig að 6,5x284 flokkast sem 6,5 mm
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af maggragg » 16 Ágú 2010 23:14

Gaman að skoða þessa skýrslur hjá UST. Kemur fram hvaða kaliber hafa verið notuð síðustu ár .243 er algengast og svo kemur 6,5x55 og .308 Win í þriðja. 6,5 Cal er að sækja í sig veðrið eins og við má búast.
Veidiskýrsla2007
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Feb 2012 22:37

Svona lítur þróunin hjá mínum veiðimönnum út síðustu þrjú árin en þá byrjaði ég að halda þessu til haga.

Kalíber 2009 2010 2011
243...........21 13 12
6,5x55.......14 19 11
6,5x65........0 1 3
6,5-284.......4 9 5
270............4 4 8
7 mm Rem....4 4 2
308...........12 9 13
3006...........4 2 0
300 Win.......3 3 0
300 WSM......1 2 0
2506...........4 1 1
7x57...........5 0 0
7x64...........1 0 0
7x65...........1 0 0
300 H&H......1 0 0
338 Blazer.....0 0 1

Vona að þetta skiljist svona án þess að ég setji þetta upp í dálka.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Feb 2012 23:27

Þetta skilst vel og gaman að þú skulir halda utan um svona.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af maggragg » 24 Feb 2012 23:58

Virkilega gaman að sjá svona tölfræði. Núna er hægt að setja fleirri valmöguleika í skoðanakönnun, voru 10 möguleikar en ég jók það í 25 þannig að það er hægt að gera betri könnun næst.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af gylfisig » 28 Feb 2012 20:30

338 ...hmmm . Það munar ekkert um það.
Reyndar langar mig í 338 Lapua magnum, í einhverjum þungavigtunarriffli, eins og til dæmis Jalonen.
Hver veit nema ég fá Jyri :P Jalonen til að setja einn slíkan, saman fyrir mig.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Mar 2012 13:18

Já 338 Blazer, tarfurinn sem var skotinn með honum steinlá, hann var skotinn á miðjan hægri bóginn á 120 metra færi með 270 gr. soft point kúlu.
Hann datt eins og hann hefði verið skotinn í hausinn en vistri bógurinn þar sem kúlan kom út var nánast alveg ónýtur.
Heppni að ekkert var á bakvið tarfinn annað en Smjörfjöllin!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af gylfisig » 02 Mar 2012 14:38

heheheheheheheh
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Sep 2012 16:33

Jæja, þá er búið að bæta einu ári enn við þróunina hjá mér.

Kalíber......2009.....2010....2011....2012
243..............21.........13........12........14
6,5x55.........14.........19........11........12
6,5x65...........0...........1..........3..........1
6,5-284.........4............9..........5..........4
270...............4............4..........8..........7
7 mm Rem...4............4...........2..........3
308.............12............9.........13.........6
3006.............4............2...........0.........2
300 Win........3............3...........0.........3
300 WSM.....1............2...........0..........1
270 WSM.....0............0............0.........1
2506.............4.............1...........1.........2
7x57.............5.............0...........0.........0
7x64.............1.............0...........0.........0
7x65.............1.............0...........0.........0
300 H&H.....1.............0..........0..........0
338 Blazer....0.............0..........1..........0
.........alls......79..........67........56........56
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Padrone
Póstar í umræðu: 2
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af Padrone » 22 Sep 2012 08:51

maggragg skrifaði:Það er einungis verið að spyrja um hlaupvídd, semsagt þvermál kúlu en ekki caliber þannig að 6,5x284 flokkast sem 6,5 mm
Er það ekki rétt að hlaupvídd er það sama og caliber, en það sem þú áttir við er chartridge eða skothylki.

Þó svo í hefðbundnum samræðum tölum við um 6,5x284 sem caliber.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Sep 2012 10:02

Þegar stórt er spurt, verður oft smátt um svör :? :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Sep 2012 11:22

Padrone skrifaði:
maggragg skrifaði:Það er einungis verið að spyrja um hlaupvídd, semsagt þvermál kúlu en ekki caliber þannig að 6,5x284 flokkast sem 6,5 mm
Er það ekki rétt að hlaupvídd er það sama og caliber, en það sem þú áttir við er chartridge eða skothylki.

Þó svo í hefðbundnum samræðum tölum við um 6,5x284 sem caliber.
Jú þetta er rétt ályktað hjá þér Árni. Í Íslenskri málvenja hefur cal eða kaliber staðið fyrir hylki en ekki endilega þvermál og taldi ég þetta skiljast betur svona. Einnig vitum við að nafnagiftir á hylkjum hafa orðið til þess að hugtakiið caliber hefur misst meiningu sína sem þvermál. .308, 300 Win mag og 7,5x55 eru hylki sem öll nota sömu hlaupvídd en nöfnin bera það ekki með sér :)

En það er rétt að maður temji sér réttan talsmáta í þessu, sérstaklega á vef þar sem menn þekkja vel til málefnisins. Nota íslensku orðin hlaupvídd og hylki þar sem sitthvort hugtakið er að ræða.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Brow
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:22 Sep 2012 18:42

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af Brow » 22 Sep 2012 18:44

Ég nota 270 cal á hreindýr og gæs

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 22 Sep 2012 21:41

Þessi listi sýnir athyglisverða þróun hjá þínum veiðimönnum Siggi, mér sýnist að .308 sé mikið til að minka í vinsældum og finnst svolítið merkilegt hvað .243 heldur alltaf vinsældum.

Ég er reyndar á því að menn sem nota .243 ættu frekar að nota 75 - 90 grs kúlur heldur en að vera píndir til þess að nota 100 + grs kúlur, en ég hef svosem sagt þessa skoðun mína áður.

Þessa skoðun byggi ég á því að ég held að flestir .243 rifflar ráði betur við að skjóta léttari kúlum og ég er sífelt að verða hrifnari af því að skjóta frekar léttari kúlum en þungum.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Padrone
Póstar í umræðu: 2
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af Padrone » 23 Sep 2012 10:35

Er algengt að menn séu að gegnum skjóta dýrin með 100gr .243 ?
Ef svo er þá er að sjálfsögðu ekki allur höggþunginn að lenda í dýrinu.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 23 Sep 2012 10:51

Ég þekki það nù ekki, Siggi getur nù kannski svarað tví betur. Uppbygging kùlunar og hraði þegar hùn lendir í skotmarkinu ræður væntanlega mestu um það hvernig hùn opnar sig!

Ég sà à netinu samanburð à Nosler og Oryx kùlum sem kallar í Norma verksmiðjuni gerðu. Ég skal finna það pósta hér inn à eftir!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 23 Sep 2012 11:23

Hér eru þeir að tala um að plastic tipped bullets séu góðar fyrir háls og hausskot en Oryx sé svona meiri Trophy Hunters bullet.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=E5Pm-RYO ... re=mh_lolz[/youtube]
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvað eru menn að nota á hreindýr?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Sep 2012 19:20

Stefán ég er alveg sammála þér að það hentar betur að skjóta 75 til 90 gr. kúlum úr 243.
Það viðist ekki hægt að fá öðruvísi 100 greina kúlur hér á landi í 243 en soft pont ýmiskonar gerðir, plastodds kúlurnar eru allar á bilinu 95 gr. niður í 70 gr. og jafnvel neðar.
Þessar 100 gr. kúlur í 243 sem allar eru soft point á frekar litlum hraða fara nánast allar í gegn nema stærstu tarfa og lungnaskotin dýr eru ótrúlega lengi niður með þessari kúlu.
Það á reyndar við líka um 308 sem kemur úr sama stutta hylkinu með soft point kúlur, þar finnst mér léttari ballistic tip kúlurnar koma betur út og drepa dýrin fljótar, til dæmis 125 gr.
Lengri hylki virðast koma betur út að því leiti að þau drepa hraðar.
Samt virðist það vera nokk sama hvaða kaliber er notað, fari kúlan þvert gegn um brjóstholið, nú eða í bein á hálsi og haus er dýrið jafn dautt, það tekur bara mismunandi langan tíma að fá það niður. Aldrei skyldi þó reyna að hausskjóta dýr nema með ballistik, V-Max eða einhverju sambærilegu.
Soft point kúlurnar opnast svo illa eða ekki í linum og þunnum beinum í hausnum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara