Ætti að leyfa veiðar á álft? Könnun
- maggragg
- Skytta
- Póstar í umræðu: 1
- Póstar:1284
- Skráður:02 Jul 2010 07:59
- Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
- Staðsetning:Hvolsvöllur
- Hafa samband:
Í ljósi umræðu síðustu missera varðandi kröfu bænda um að fækka álft vegna tjóns sem hún veldur ákvað ég til gamans að setja af stað könnun til að sjá hug þeirra sem hér eru.
http://visir.is/radherra-utilokar-ekki- ... 3710159989
Menn mega svo ræða þetta í þræðinum liḱa.
http://visir.is/radherra-utilokar-ekki- ... 3710159989
Menn mega svo ræða þetta í þræðinum liḱa.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546
"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Hvolsvelli
868 0546
"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Re: Ætti að leyfa veiðar á álft? Könnun
Gott framlag Magnús , ég er reyndar þeirrar skoðunar að öll dýr sem ekki eru í útrýmingarhættu mættu og ættu að veiðast en þó ekki til sölu,,,, og undir eftirliti svo ekki yrði gengið nærri stofnunum ,,
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.
BKV. Karl Guðna.
Re: Ætti að leyfa veiðar á álft? Könnun
Hehehe ég var birjaður á hinu spjallinu en vill ekki vera að rökræða þetta því í þessu máli held ég að allar hliðar séu nokkurnveigin jafnar og engin skoðun þannig lagað byggðar á röngum forsendum.
En mín skoðun er að ég vil takmarkaðar veiðar því bændur verða fyrir sannarlegu tjóni og ættu að meiga skjóta takmarkað magn sem varnar og fælingaráhrif.
Ég er ekki tilbúin að fara að borga skaðabætur vegna álftarinnar á því tjóni sem hún veldur.
Og þar sem ég hef séð þar sem ágangur af henni er mikil þá virðist ekkert virka nema að fara á klukkutíma fresti og reka hana upp og hún jafnvel tekur bara hring eða fer á túnið við hlðina og bóndin varla kominn heim á hlað þegar hún er komin aftur.Fuglahræður virka ekki,Gasbyssur ekki heldur hún er búin að venjast þeim strax. Að strengja nógu þéttar línur yfir akrana svo hún geti ekki lent eða hafið sig til flugs virka nokkuð en er kostnaðarsamt og vanda þarf vel til verks svo þetta virki .
En mín skoðun er að ég vil takmarkaðar veiðar því bændur verða fyrir sannarlegu tjóni og ættu að meiga skjóta takmarkað magn sem varnar og fælingaráhrif.
Ég er ekki tilbúin að fara að borga skaðabætur vegna álftarinnar á því tjóni sem hún veldur.
Og þar sem ég hef séð þar sem ágangur af henni er mikil þá virðist ekkert virka nema að fara á klukkutíma fresti og reka hana upp og hún jafnvel tekur bara hring eða fer á túnið við hlðina og bóndin varla kominn heim á hlað þegar hún er komin aftur.Fuglahræður virka ekki,Gasbyssur ekki heldur hún er búin að venjast þeim strax. Að strengja nógu þéttar línur yfir akrana svo hún geti ekki lent eða hafið sig til flugs virka nokkuð en er kostnaðarsamt og vanda þarf vel til verks svo þetta virki .
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson
Þorsteinn Hafþórsson
- Sveinbjörn
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:251
- Skráður:17 Jun 2012 23:49
Re: Ætti að leyfa veiðar á álft? Könnun
Það á leyfa þeim sem eru komnir yfir fimmtugt og hafa gilt skýrteini í Frammsóknarflokki að veiða álftir.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson
Sveinbjörn Guðmundsson
- Aflabrestur
- Póstar í umræðu: 1
- Póstar:490
- Skráður:25 Feb 2012 08:01
- Staðsetning:Sauðárkrókur
Re: Ætti að leyfa veiðar á álft? Könnun
Sælir.
Má það ekki vera 45 ára þá slippi ég inn á næsta ári?
Má það ekki vera 45 ára þá slippi ég inn á næsta ári?
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson
- Sveinbjörn
- Póstar í umræðu: 2
- Póstar:251
- Skráður:17 Jun 2012 23:49
Re: Ætti að leyfa veiðar á álft? Könnun
Undanþágur til réttra manna hafa ekki verið vandamál hjá okkur Frammsóknarmönnum og því sé ég ekkert því til fyrir stöðu um að skipa valnefnd sem metur hvern og einn.
Fyrsta skilyrði er að menn geti státað af þriggja stafa tölu á löglegu mælitæki þar sem mælieining er staðlað kíló.
Þeir sem ekki þrífast sem skildi falla svo í flokk sem er ætlaður þeim sem fótfráir eru og verður þeim úthlutað Hrossagaukum samkvæmt við mið sem valnefnd í Brussel ákveður og nánar verður fjallað í viðauka.
Fulltrúum bænda verður í framhaldi boðið að staðsetja sendifulltrúa í suðrænu Evrópusambnadsríki þar sem landnýting mófugla á sér sögulegar hefðir. Í framhaldi af því má væntanlega gera ráð fyrir tilskipun þar sem bændum og búaliði verði gert að hreinsa land sitt af óþarfa staurum og illfærum vírstrengum sem liggja þar á milli.
Dr, Ausenhower virtur fræðimaður og talsmaður frelsis dýra og manna fer fyrir sameiginlegri nefnd sem skipuð er af þjóðþingum allara ríkja ESB og er í þann mund að kveða upp úrskurð um hæfilegar bætur til bænda vegna þeirra girðinga sem upp verða teknar. Jafnframt er talið að yfirseta yfir sauðfé, hestum og öðrum skepnum efli tengsl manna og dýra sem höfð eru til manneldis.
Við lauslega athugun og að höfðu samráði við girðingadeild landbúnaðarsviðs er talið að þessi ráðstöfun auki almenna útiveru landsbyggðarfólks sem talin er illa þjökuð af sólarleysi vegna yfirlegu spjallþráða og Fésbókar.
Fyrsta skilyrði er að menn geti státað af þriggja stafa tölu á löglegu mælitæki þar sem mælieining er staðlað kíló.
Þeir sem ekki þrífast sem skildi falla svo í flokk sem er ætlaður þeim sem fótfráir eru og verður þeim úthlutað Hrossagaukum samkvæmt við mið sem valnefnd í Brussel ákveður og nánar verður fjallað í viðauka.
Fulltrúum bænda verður í framhaldi boðið að staðsetja sendifulltrúa í suðrænu Evrópusambnadsríki þar sem landnýting mófugla á sér sögulegar hefðir. Í framhaldi af því má væntanlega gera ráð fyrir tilskipun þar sem bændum og búaliði verði gert að hreinsa land sitt af óþarfa staurum og illfærum vírstrengum sem liggja þar á milli.
Dr, Ausenhower virtur fræðimaður og talsmaður frelsis dýra og manna fer fyrir sameiginlegri nefnd sem skipuð er af þjóðþingum allara ríkja ESB og er í þann mund að kveða upp úrskurð um hæfilegar bætur til bænda vegna þeirra girðinga sem upp verða teknar. Jafnframt er talið að yfirseta yfir sauðfé, hestum og öðrum skepnum efli tengsl manna og dýra sem höfð eru til manneldis.
Við lauslega athugun og að höfðu samráði við girðingadeild landbúnaðarsviðs er talið að þessi ráðstöfun auki almenna útiveru landsbyggðarfólks sem talin er illa þjökuð af sólarleysi vegna yfirlegu spjallþráða og Fésbókar.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson
Sveinbjörn Guðmundsson
-
- Póstar í umræðu: 1
- Póstar:125
- Skráður:03 Oct 2013 20:27
- Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
- Hafa samband:
Re: Ætti að leyfa veiðar á álft? Könnun
Ég er doldið hræddur um að skotveiðar munu bara hafa sömu áhrif og að reka þær upp. Þ.e.a.s. þær fara bara til nágrannans og/eða koma aftur eftir smá stund. Bara sem dæmi, eins mikið og er nú skotið af gæs og önd hérna þá er það engin töfralausn til að halda þeim öllum í burtu frá ökrunum, þær koma alltaf aftur. Ég er þó hlyntur því að leyfa takmarkaðar/sjálfbærar veiðar á álft.
Re: Ætti að leyfa veiðar á álft? Könnun
Það er ekki nokkur spurning um að leyfa takmarkaðar veiðar til reynslu, segjum 3 ár.
Svo má alltaf skoða árangurinn af þessu.
Álft hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og er farin að hafa mjög neikvæð áhrif á kornrækt og þar af leiðandi gæsaveiði, því við erum margir sem höfum aðgang að veiði á kornökrum.
Ég hef enga trú á að menn leggist í að stráfella álftir ef veiði verður leyfð, hins vegar held ég að þetta gæti komið mörgum bændum vel.
Svo má alltaf skoða árangurinn af þessu.
Álft hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og er farin að hafa mjög neikvæð áhrif á kornrækt og þar af leiðandi gæsaveiði, því við erum margir sem höfum aðgang að veiði á kornökrum.
Ég hef enga trú á að menn leggist í að stráfella álftir ef veiði verður leyfð, hins vegar held ég að þetta gæti komið mörgum bændum vel.
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall
Eyjólfur Gíslason lundakall
Re: Ætti að leyfa veiðar á álft? Könnun
Voðalega er dræm þáttaka í þessari könnun ,,, er ekki rét að setja álit sitt í ljós ???? koma svo veiðimenn,,,,
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.
BKV. Karl Guðna.