Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum?

Þráður fyrir kannanir af ýmsum toga

Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum?

Er á móti þar sem: bogi og ör er ekki nógu öflugt borið saman við skotvopn.
1
5%
Er á móti af því það eru fleiri dýr sem særast.
1
5%
Er á móti þar sem bogveiði er ekki leyfð veiðiaðferð samkvæmt alþjóðaviðmiðum.
0
Engin atkvæði
Er á móti þar sem meiri möguleiki er á að dýr særist.
0
Engin atkvæði
Vil ekki að bogveiðar verði leyfðar.
1
5%
Er fylgjandi þar sem það eru færri dýr sem særst þegar veitt er með boga.
0
Engin atkvæði
Er fylgjandi þar sem bogveiðar valda umhverfi og dýrum minna stressi en þegar skotvopn eru notuð.
1
5%
Er fylgjandi þar sem dýr hefur meiri möguleika á að sleppa.
1
5%
Er fylgjandi þar sem að bogi og ör er öflugra en skotvopn.
0
Engin atkvæði
Vil að bogveiðar verði leyfðar.
10
48%
Hef kynnt mér málið.
4
19%
Ætla kynna mér málið áður en ég svara.
0
Engin atkvæði
Hef ekki kynnt mér málið get því ekki svarað.
1
5%
Svara en hef ekki kynnt mér málið.
1
5%
 
Samtals atkvæði: 21

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:
Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum?

Ólesinn póstur af Bowtech » 17 Jun 2012 15:17

Hérna er smá skoðannakönnun um! Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum.
Ef það er eitthvað sem á ekki við, miðað við valmöguleika endilega sendu pm.
Gaman væri ef þið sem svarið gætuð gert grein fyrir ykkar svari hvort sem er hérna eða bara í pm.

Tilgangurinn með þessu er aðeins að fá álit hins íslenka veiðimanns, þar sem að það hefur lítð sem engin umræða/kynning farið fram á þessu málefni en í ljós þess að um 95% af bogveiðifólki er líka skotveiðifólk að þá er tilvalið að fá álit ykkar.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum?

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Jun 2012 17:33

Mér finnst það í lagi að leyfa bogveiðar svo fremri að bogveiðimaðurinn viti hvað hann er að gera og að sjálfsögðu á þetta við skotveiðar með byssum líka
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 2
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum?

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 17 Jun 2012 20:47

Kvöldið.

Ég kaus á móti bogaveiðum í þessari könnun. Samt er það svo að ég hef lítið sem ekkert kynnt mér þessa tegund veiða. Efasemdir mínar eru frá brjóstvitinu komnar frekar en nokkru öðru. Stutt yfirferð á youtube hjálpar ekki til að sanfæra mig um ágæti bogveiða.
Er ekki tvískinnungur að gera kröfur um hlaupvídd, kúluþunga, slagkraft og hittni á hreindýraslóð og tala svo um að leyfa boga og örvar?

Eins og ég sagði þá hef ég lítið skoðað þetta ...
Kveðja Óli
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum?

Ólesinn póstur af Bowtech » 17 Jun 2012 21:05

Sæll Ólafur.

Þakka fyrir þitt innlegg. Eins og þú bendir á að þú ert með efsemdir og skil ég það vel og því er það mikilvægt að öll sjónarmið komi fram hvort það séu á móti eða með.
Hvet því flesta að segja sína skoðun.

Ég mun svo fara yfir og svara öllum þeim vangaveltum sem koma fram og miðað við niðurstöður könnunar.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Jun 2012 21:29

Ég vil að bogveiðar verði leyfðar, það er engin áhætta til dæmis í hreindýrunum, með þetta leiðsögumannakerfi geta veiðimaður og leiðsögumaður lagt á ráðin um hvort það sé gerlegt í það og það skiptið hvort hægt sé að fella dýrið eða hvort möguleiki sé að koma sér í betra færi finnist þeim eitthvað vanta upp á til að vera öruggur.
Það er ekki tvískinungur að gera kröfur um hlaupvídd, kúluþunga og slagkraft til hrindýraveiða.
Ég vil minnka þær kröfur, grennri hlaup niður í 22 cal, minnka kúluþungann, til dæmis í 6 millimetrunum og 6,5 reyndar líka, tæknin hefur aukist svo í kúlugerðinni að það er alger óþarfi að fara fram á að notaðar séu svo þungar kúlur. Vegna þess sem ég hef alltaf sagt að hreindýr eru alls ekki skothörð dýr.
Ég minni á að fyrir 1970 voru hreindýr nær eingöngu skotin með 222 Rem og þar áður mest með 22 lr. en ég er ekki að segja að við eigum að fara svo langt niður en klárlega niður í til dæmis 222 Rem. 22 ppc og ég tala nú ekki um 22-250.
Við höfum eftir sem áður þetta leiðsögumannakerfi til að byggja á svo veiðimaðurinn þarf aldrei einn að taka þá ákvörðun hvort hann sé kominn nógu nálægt til að fella dýrið örugglega. Síðan bíður leiðsögumaðurinn á línunni með öflugra vopn til að klára dæmið ef illa fer.
En verði leyft að far svona niður í vopnastærðum verða menn að gera sér grein fyrir að þá þurfa þeir nær til að öruggt sé að fella dýrið, helst svona 50 til 100 metra, það erum við farnir að nálgast bogana í færum, nema með 22-250 hann er alveg á pari við 243.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum?

Ólesinn póstur af T.K. » 17 Jun 2012 22:21

Auðvitað leyfa boga og treysta fólki til að njóta veiðinnar eins og það kýs sjálft.
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

Benni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum?

Ólesinn póstur af Benni » 17 Jun 2012 23:44

Auðvita leyfa bogana!
Hafa verið notaðir í veiði í þúsundir ára og með nýjustu tækni eru þeir svo margfalt betri veiðitæki en þau sem forfeður okkar notuðu!
Hreint magnað að sjá menn veiða Fíla og Buffala með bogum og örina fara í gegn um þessar skepnur, jafnvel með langbogum eins og í einu videoinu sem Indriði setti hlekk á.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum?

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Jun 2012 23:46

Vill að bogveiðar verði leyfðar. Þetta er ekki síðri veiði en með skotvopni og meira krefjandi. Einnig teldi ég að það ætti þá að krefjast meiri kunnáttu af bogveiðimönnum en öðrum, þ.e. að þeir þyrftu að standast próf áður en farið er til veiða o.s.f.v.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 2
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum?

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 18 Jun 2012 11:15

Hvernig er það... er slagkraftur örvarinnar ekki háður því hvernig veiðimaðurinn spennir bogan?
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum?

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 Jun 2012 12:19

Jú það hlytur að aukast eftir hraða örvarinnar og hann Indriði er með svakalegt vænghaf og nær mikklu meiru út úr bogum heldur en þeir eru sagðir vera
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08

Re: Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum?

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 18 Jun 2012 22:20

Hef ekki enn svarað. En set spurningarmerki við þessa veiði, eða spurningu. Bæði vegna vanþekkingar minnar á sportinu og einnig ef verið er að tala um veiðar á íslandi þá er hún auðvitað frekar takmörkuð. Ég hreinlega veit ekki hvort menn telji sig geta hitt gæs, önd eða hvað þá rjúpu með boga á x færi á þeim stutta tíma sem færið gefst. Og ef menn hitta, hvernig lítur bráðin þá út..? En þetta er allt önnur spurning ef eingöngu er átt við hreindýraveiðar. Þá finnst mér í lagi að athuga slíkar veiðar. Skil menn sem æfa bogfimi af krafti og telja sig nægilega góðar "skyttur" að þeir vilji prufa sig og tækin sín á veiðum. Síðan væru auðvitað samskonar reglur og um riffilkúlur.. Nota sérstaka veiðiodda osfv. Skotpróf og tilheyrandi. Samt er þetta kanski frekar á færi hreindýraleiðsögumanna að svara..

Merki þá við- Vil að bogaveiðar verði leyfðar (hreindýraveiðar).
Og líka - Svara en hef ekki kynnt mér málið.
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum?

Ólesinn póstur af skepnan » 18 Jun 2012 23:30

Sæll Indriði, ég er fylgjandi bogaveiðum enda skaut maður eins og brjálaður indíáni hérna í barnæskunni, þá af heimasmíðuðum bogum og ansi magnað hversu hittinn maður var orðinn(alla vega í minningunni :lol: ). Ég hef nú samt ekki kynnt mér það nákvæmlega hvernig bogaveiðar eru að koma út í samanburði við skotveiðar.En eitthvað las maður nú erlend tímarit um þessar veiðar og langaði SVO mikið í fiskioddana og veiðioddana og trissubogana og.......... :oops:
En af því að einhver nefndi youtube, þá er þar þvílíkur aragrúi af myndböndum af mönnum og konum með skotvopn, sem ættu ekki að vera vopnuð sápukúlubyssum hvað þá hættulegra vopni. :lol:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Ertu fylgjandi eða á móti bogveiðum?

Ólesinn póstur af Bowtech » 19 Jun 2012 19:32

Setti inn svipaða könnun á facebbok síðu bogveiðifélagsins. Þannig þeir sem eru ekki notendur hérna en eru á facebook geta kosið þar..
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

Svara