Síða 1 af 2

Uppáhalds hylkið

Posted: 14 Dec 2012 18:58
af maggragg
Þar sem spurningar vakna oft upp og líflegar umræður um besta hylkið þá datt mér í hug að setja inn smá könnun og þráð þar sem hægt er að segja frá sínu uppáhalds hylki, fyrir hvað það er hugsað og af hverju maður valdið það fremur en önnur. Hægt er að setja í könnun hlaupvíddina, þ.e. þvermál kúlunnar sem hylkið notar. Það má velja hylki sem maður á eða hylki sem manni langar mest í.

Höfum það að leiðarljósi besta hylkið er alltaf það sem hverjum og einum finnst :)


Semsagt. Hvað er ykkar uppáhalds hylki í riffill?
Fyrir hvað er það ætlað?
Hvað eru helstu kostir þess og ástæða fyrir því vali?

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 14 Dec 2012 19:24
af Gisminn
6,5x55 búinn að kjósa
Allar veiðar
Mikið úrval kúlna og til hjá flestum byssubúðum og er með góðan feril.

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 14 Dec 2012 19:33
af 257wby
Alltof erfitt að velja :)Má ég ekki velja 4?

222rem
257wby
7mm08
308win

Kv.
Guðmann

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 14 Dec 2012 19:42
af maggragg
Ég sé að þú ert með alla flóruna Guðmann, greinilega erfitt að velja.

Ég ætla að velja .284 Win, en á erfitt að meta á milli þess og .260 rem en ég veit að það verður líka valið hjá öðrum.

.284 Win "orginal" er eitt af draumahylkjunum. Það er með sama botn og .308, er hannað fyrir short action lás. Er gríðarlega öflugt og fjölhæft, hvort sem er til veiða eða markfimi. Notar 7 mm kúlur og eru þær þekktar fyrir góða flugeiginleika.
Kemur 180 graina kúlu á yfir 2900 fps sem dugar til að koma henni í gegnum rok og rigningu á 1000 metra skotmark, eða léttari kúlu á mun meiri hraða til veiða. Hlaupendin þokkaleg. Hylkið væri aðalega hugsað til skotfimi á lengri færum. Eini ókostur að hylkið gefur meira bakslag en .260 Rem.

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 14 Dec 2012 20:15
af Benni
Verð að segja að uppáhalds hjá mér er eiginlega 308 winchester eftir að hafa átt fjandi mörg caliber allavega .222 rem, 223 rem, 22-250 rem og Ackley. 243 win. 6,5x55. 308 win. 300 win mag og 8x57 mauser sem ég man eftir

Einu caliberin sem ég hef átt 2 eða fleiri riffla í eru 308 win og 300 win mag og líkar fjandi vel við bæði en 308 win hefur vinningin þegar öllu er á botnin hvolft, nákvæmt, auðvelt að finna hleðslur, mjög góð hlaupending og ending á patrónum, lítið bakslag, frábært í alla veiði og algjör snilld í gæsina með markkúlum.
Aldrei skilið þessa sér Íslensku mítu að 308 sé svona mikið kartöflu caliber en svo eru mörg svipuð caliber eins og 6,5x55 alveg frábær :?:

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 14 Dec 2012 20:45
af Gísli Snæ
260 rem

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 14 Dec 2012 21:34
af Konni Gylfa
haha ég verð þá bara einn í 204 :lol:

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 14 Dec 2012 21:48
af Veiðimeistarinn
6,5 mm, hylki 284
Í 1. lagi, það er hægt að fá 100 gr. kúlu í þeirri hlaupvídd sem er kappnóg til allra veiða á Íslandi.
Í 2. lagi, það er svo fjölhæft caliber að það hentar til allra veiða á Íslandi.
Í 3. lagi, það er hægt að nota það sem hratt og flatt calíber, síðan þegar ég fer í skotpófið set ég í það þunga kúlu og gatnegli.
Það eru allt of margir að svindla hérna og telja upp næstum alla calíberaflóruna, munið Magnus sagði bara eitt caliber :D

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 14 Dec 2012 22:35
af iceboy
Ég segi 222.

Ástæðan er einföld, þetta er það cal sem ég hef notað í 20 ár og þekki mjög vel riffilinn minn í þessu cal.

Nú er ég kominn með fleiri cal og á eftir að læra betur á þau og kannski þroskast maður með aldrinum og þá kannski kemur eitthvað annað sem verður uppáhalds en þetta er allavega mitt uppáhald þessa stundina

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 14 Dec 2012 23:01
af Pálmi
338 norma /lapua
er málið, bensrest nákvæmni(nú verður einhver brjálaður :lol: ) og slagkraftur í alla veiði.

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 15 Dec 2012 10:02
af Aflabrestur
Sælir.
Þetta er eh. sem ég get varla svarað, þetta er eins og gera upp á milli barnanna sinna en ef skoðað er í skápana þá eru þar 10 stk sem nota .308 kúlu eða þar um bil og 4 sem eru 6,5mm. Annars er ég ferlega hrifinn af 30-06 og afkvæmum þess og 338-06 er klárlega eh. sem ég verð að eignast í framtíðinni en hrifnastur er ég þó af stóru hlúnkunum þe. .375 og stærri cal og það er bara spurning hvað verur fyrst í röðinni .375HH .416Rigby .45-70 en í dag er uppáhaldið 450 Marlin.

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 15 Dec 2012 10:16
af Þ.B.B.
5,56 mm / .22 cal.
Sennilega lang mest notað í veröldinni og það sem ég hef og mun alltaf nota mest.

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 15 Dec 2012 11:10
af maggragg
Þorsteinn, ertu að meina .22LR?

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 15 Dec 2012 11:15
af Stefán_Jökull
.243

Mér þykir orðið vænt um Rugerinn minn í þessari hlaupvídd. Hraðinn sem maður nær úr honum með léttri kúlu er yfirgengilegur!!

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 15 Dec 2012 11:43
af maggragg
Ég bætti við einum möguleika, þ.e. .17 cal en þá komst ég að því að skoðunarkönnunnin endurstillti sig. Vil ég því biðja ykkur um að kjósa aftur og afsaka þessi mistök hjá mér. Vonandi fáum við aftur sömu niðurstöður og voru áðan

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 15 Dec 2012 12:23
af Gisminn
Sama hvað þú núllar þetta oft þá verður 264 í toppsætinu ;) :lol:

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 15 Dec 2012 12:29
af Þ.B.B.
Sæll Magnús, já ég á við 22 LR.

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 16 Dec 2012 00:10
af Stebbi Sniper
Hlaupvídd fyrir mig er 6,5 mm. Einfaldlega vegna þess að þetta dugar vel í alla veiði hér á landi. Ég get ekki með góðu móti gert upp á milli 6,5 x 47 og 6,5 x 284 vegna þess að eiginleikarnir eru mismunandi. 6,5 x 284 er svona betri alhliða veiðiriffil að mínu mati, en ef það á að punda á blað líka þá segi ég 6,5 x 47.

Er samt nokkuð viss um að ég gleymi Tikkuni fljótt þegar ég er farinn að prufa nýja riffilinn.

.22 LR er samt það cal og hylki sem ég nota lang lang mest, enda að skjóta kannski um og yfir 5000 svoleiðis skotum á hverju ári.

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 16 Dec 2012 10:52
af E.Har
6,5 varð fyrir valinu:-)
Allt milli 6 og 8 mm kom til greina.
Í mínum haus valdi ég 6,5 vegna þess að það er í mínum huga það minnsta sem er nógustórt í allt hér heima og auðvlt að fá kúlur í, bæði mismundi veiðikúlur og markkúlur. Með 284 win bauk fyrir aftan er það orðið fjölhæft.

Var líka spenntur fyrir 30 cal af sömu ástæðum. Bara svona í stærrikanntinum fyrir rebba og gæs!
En með Vsm bauk er það skemmtilegt. :mrgreen:

Re: Uppáhalds hylkið

Posted: 16 Dec 2012 11:33
af gkristjansson
Ég valdi 6.5 (x 68) þó að 300wm sé sterkur keppinautur um titilinn (sá ekki .300 valkostinn).